Föstudagur , 16. nóvember 2018

Fréttir

Ásinn að opna aftur

Myndbandaleigan Ásinn á Nesveginum er nú aftur að komast í gang eftir eftir lokun vegna innbrots.  Nýr eigandi, Kári B. Hjaltalín er nú tekinn við leigunni og mun opna leiguna á morgun föstudag.  Eins og kunnugt er þá var öllum dvd diskum leigunnar stolið í innbroti í sumar og hefur Kári því staðið í ströngu við að verða sér úti um nýja titla. 

Meira..»

Eldri borgarar í gönguferðum

Eldri borgarar hafa verið duglegir að ganga síðan í vor.  Upphafsstaður gönguferðanna er Íþróttamiðstöðin og í gær lá leiðin út í Súgandisey.  Í bakaleiðinni kom svo hópurinn við á Fimm Fiskum og fékk sér kaffisopa. 

Meira..»

Svo kom fjara

Svona sem mótvægi á móti stórstraumsmyndunum á föstudaginn þá eru hér myndir frá hádeginu á laugardeginum.  Þá var að falla út, þó ekki komin háfjara en hún var um háltíma síðar.  

Meira..»

Elinborg Karlsdóttir sjötug

Elínborg Karlsdóttir Aðalgötu 11 er sjötug í dag.  Hún og maður hennar Helgi Eiríksson voru með opið hús á Narfeyrarstofu í gær í tilefni 140 ára sameiginlegs afmælis þeirra en Helgi varð sjötugur 27.júní síðastliðinn. Stykkishólms-Pósturinn óskar Elínborgu til hamingju með daginn og þeim hjónum til hamingju með sameiginlegan áfanga.

Meira..»

Stórstreymi í gær

Stórstraumsflóð var í gær og þá var sjávarstaðan ansi há í Stykkishólmshöfn.  Flóðið var í hámarki um kl.19:20 og það flæddi ansi hátt við bryggjuna og seytlaði jafnvel inn á veginn út í Súgandisey.

Meira..»

Malbikun að hefjast eða…?

Ekki hefur hann sést enn malbikunarflokkurinn sem væntanlegar var hingað í vikunni.   Hann mun malbika nokkur plön í bænum og þar á meðal planið við bakaríið og björgunarsveitarhúsið.  Önnur framkvæmd mun einnig vera framundan en það er lagning á frárennslislögn frá varmastöðinni í stúkunni við íþróttavöllinn. 

Meira..»

Gríshólsvirkjun að tengjast dreifikerfi Rarik

Nú á hádegi í dag luku BB&synir við að plægja niður rafmagnsstrenginn sem tengja mun nýju Gríshólsvirkjunina við dreifikerfi Rarik hér á svæðinu.  Strengurinn var plægður niður alla leið að afleggjaranum að Saurum þar sem hann verður tengdur dreifikerfi Rariks hér á svæðinu.

Meira..»

Prentun blaðsins stopp!

Af óviðráðanlegum ástæðum er prentun stopp á tölublaði Stykkishólms-Póstsins í dag!  Unnið er að lausn málsins og klárast prentun seinnipartinn í dag.   Það sem upp á vantaði í dreifingu verður dreift á morgun föstudag.  Beðist er velvirðingar á þessu.

Meira..»

Steinunn Dóra fimmtug

Steinunn Dóra Garðarsdóttir í Árnatúni 5 er fimmtug í dag og óskar Stykkishólms-Pósturinn henni til hamingju með daginn, sem og öðrum afmælisbörnum dagsins.  En samkvæmt lauslegri talningu þá eru afmælisbörnin tíu hér í Hólminum í dag.

Meira..»