Fréttir

Brunaæfing í Grunnskólanum

Á hverju ári er brunaæfing í Grunnskólanum þar sem æfð eru viðbrögð við bruna í skólahúsnæðinu.   Æfð er rýming eftir fyrirfram skipulögðu kerfi þar sem allir eiga að vita sitt hlutverk. 

Meira..»

Af framkvæmdum

Skipavík er nú í gangi með þrjú stór verkefni í bænum.  Framkvæmdir við nýja leikskólann ganga samkvæmt áætlun.  Nú er unnið þar við að setja á klæðninguna að utanverðu en það eru steinflísar sem límdar eru á járnprófíla sem festir eru á bygginguna.  Innandyra er vinna einnig í fullum gangi.

Meira..»

Farið að hausta

Það var fremur hryssingslegt veðrið við Breiðafjörðinn um helgina.  Norðanátt og í svalari kantinum.  Haustið komið samkvæmt dagatalinu en það var þó eins og það nenti ekki alveg niður í bæ.

Meira..»

Menning, spenning – fyrir hvern?

Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst boða til ráðstefnu um menningu á Vesturlandi laugardaginn 14.okt.  Þar verður fyrirbærið menning rætt í víðu samhengi en með fókus á menningarlíf á Vesturlandi.  Nokkrir Hólmarar munu koma þar við sögu s.s. lista- og handverkskonurnar Lára Gunnarsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir og Sigríður Erla Gunnarsdóttir.  Þá mun Elísa Vilbergsdóttir söngkona, fljúga gagngert frá Þýskalandi til að koma fram á ráðstefnunni.

Meira..»

Ellefu gefa kost á sér…einn úr Stykkishólmi

Nú eru stjórnmálaflokkarnir að fara af stað hver af öðrum með kynningarstarf og prófkjör fyrir alþingiskosningarnar í maí á næsta ári.  Samfylkingin mun verða með prófkjör í lok mánaðins þar sem kosið verður um væntanleg þingmannsefni flokksins í Norðvesturkjördæmi.  Meðal frambjóðenda þar er Einar Gunnarsson stærðfræðikennari úr Stykkishólmi.  Nánar um prófkjörið í fréttatilkynningu kjörnefndar hér á eftir.

Meira..»

Vesturland að komast á vonarvöl?

Hún var ansi svört myndin sem dregin var upp af Vesturlandi í Fréttablaðinu í þriðjudaginn 3.okt.  Grein blaðsins byggði m.a á tölum um mannfjöldaþróun frá 1988-2005.  Samkvæmt niðurstöðu blaðsins þá má setja 7 af 10 sveitarfélögum landshlutans á úreldingarlista. 

Meira..»

Lögheimili í frístundabyggð bönnuð?

Það kom fram á vef Skessuhornsins fyrir skemmstu að Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefði kynnt fyrir ríkisstjórninni frumvarp þar sem m.a. er kveðið á um það að ekki verði heimilt að skrá lögheimili á svæðum sem skipulögð eru sem frístundabyggðir.

Meira..»