Fimmtudagur , 15. nóvember 2018

Fréttir

Narfeyrarstofa fimm ára

Það var líf og fjör á Narfeyrarstofu á laugardaginn en þá var haldið upp á fimm ára afmæli veitingahússins.  Einnig var haldið upp á hundrað ára afmæli hússins sem byggt var árið 1906.

Meira..»

Helgi Eiríks sjötugur

Helgi Eiríksson rafvirki, er sjötugur í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Helga til hamingju með daginn.  Frést hefur að eitthvað muni verða sungið Helga til heiðurs á pallinum hjá honum á laugardagskvöldið kemur, rétt fyrir klukkan ellefu.  Þar ku vera mjög tónvissir karlar á ferð úr Reykjavíkinni undir stjórn Frissa (Kidda Friðriks), tengdasonar Helga.    

Meira..»

Handverksdagur í Norska húsinu.

Á morgun laugardag verður handverksdagur í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem hægt verður að prófa vefstól og kynna sér knippl og baldýringu.  Sýndur verður skautbúningur sem safninu var færður að gjöf og faldbúningur í eigu Ingibjargar Ágústsdóttur.

Meira..»

Mikið líf hjá Mostra

Golfklúbburinn Mostri er eins og kunnugt er búinn að færa út kvíarnar og sér nú um tjaldsvæði bæjarins auk umhirðu golfvallarins.  Tjaldsvæðið og golfvöllurinn liggja nánast saman og tengjast  við golfskálann því tjaldsvæðið og golfvöllurinn eru sitthvoru megin við skálann.  Þar af leiðandi er klúbburinn nú kominn með fjóra fasta starfsmenn sem sjá um þessa starfsemi og standa vaktina til skiptis.   

Meira..»

Morgunblíða

Sem svo oft áður þá er blíðskaparveður í dag í Hólminum.  Um hálf ellefuleytið í morgun þá var farið að sjást vel hve munur flóðs og fjöru er mikill hér í firðinum þó enn hafi ekki verið komin háfjara.

Meira..»

17.júní

Lýðveldisdagurinn var haldinn hátíðlegur í þuru og mildu veðri á laugardaginn.  Lúðrasveitin hóf formlegu hátíðahöldin með því að marsera frá gamla Grunnskólanum niður Skólastíginn, Hafnargötuna og upp Aðalgötu í Hólmgarð.  Það voru fjölmargir sem skelltu sér í skrúðgönguna og mátti mannskapurinn hafa sig allan við að halda við lögregluna og lúðrasveitina  sem voru í fararbroddi.

Meira..»

Stykkishólmshöfn fær Bláfánann

Bæjarbúar og þá ekki hvað síst starfsmenn Stykkishólmshafnar geta verið stoltir af höfninni því fjórða árið í röð stóðst höfnin ítrustu kröfur sem settar eru til að hljóta Bláfanann.  Þann 9.júní kom fullrúi Landverndar og afhenti Stykkishólmshöfn formlega Bláfánann fyrir árið 2006. 

Meira..»