Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Fréttir

Arnar að gera klárt

Það er ekki oft nú orðið að verið sé að gera skip klár til veiða við stóru bryggjuna en slíkt gerist þó enn sem betur fer.  Í dag voru þar skipverjar á Arnari SH 157 að gera trollið klárt.        

Meira..»

Framkvæmdir við kirkjuplanið

Nú er unnið af fullum krafti við að gera kirkjuplanið og veginn upp að kirkjunni klárt fyrir malbikun í lok mánaðarins.  Það eru BB & synir sem sjá um verkið en þeir voru með lægsta boðið í verkið upp á um 5,7 milljónir.

Meira..»

Höfrungur strandar við Stykkishólm

Mánudaginn 21. ágúst kom Valgerður Laufey Guðmundsdóttir auga á strandaðan höfrung við Móvík austan Stykkishólms og tilkynnti það áhaldahúsinu. Bogi og Hermann brugðu sér á staðinn og kölluðu Náttúrustofuna sömuleiðis út. Um var að ræða u.þ.b. 180 cm langan hnýðingstarf en hnýðingar eru algengastir höfrunga við Ísland.

Meira..»

Skilafrestur framlengdur

Einhver miskilningur kom upp varðandi skilafrestinn í ljósmyndakeppninni og því var ákveðið að framlengja hann til lokunar ráðhússins á morgun fimmtudag.  Óþarft að minna á að stafræn myndavél er í verðlaun af gerðinni NIkon Coolpix 7600 frá Bræðrunum Ormsson. 

Meira..»

Hafþór Helgi Einarsson fertugur

Hafþór Einarsson trésmiður er fertugur í dag.  Hann er uppalinn í Lágholtinu hjá Einari og Rósu en tók upp á því að flytja suður þar sem hann býr nú. Hafþór ákvað að fagna afmælinu í útlöndum og sendir Stykkishólms-Pósturinn honum afmæliskveðju.     

Meira..»

Lego,sulta, ljósmyndir og Danskir dagar

Lokaundirbúningur fyrir Danska daga er nú í fullum gangi og mörg fyrirtæki og einstaklingar búin að taka til hendinni og fegra sitt umhverfi.  Nú fer að styttast í að skilafrestur renni út í þeim samkeppnum sem boðað var til í tilefni Danskra daga.  Skilafrestur rennur út kl.15:30 þegar Ráðhúsið lokar á morgun, miðvikudag.  Vert að minna Hólmara á að hægt er að senda eins marga muni, myndir eða sultur/marmelaði krukkur í keppnina og hver vill.  

Meira..»

Heimsfræg kvikmyndastjarna í Stykkishólmi

Það sást til Cate Blanchett kvikmyndaleikkonu í hádeginu í gær á Narfeyrarstofu.  Var hún þar á ferð með fjölskyldu sinni en skv. Fréttablaðinu í gær dvelst hún í góðu yfirlæti á Hótel Búðum þessa dagana.   Blanchett er áströlsk að uppruna og hefur leikið í fjölda heimsfrægra kvikmynda m.a. Lord of the Rings myndunum.  Hún hefur einnig verið tilnefnd til fjölda verðlauna víða um heim og hlotið mörg  m.a. Óskarsverðlaun á síðasta ári.  

Meira..»

Stórlúður veiðast enn

Það verður æ sjaldgæfara að stórlúður veiðist hér út í firði en það gerist þó enn.  Þeir Leifur Jóhannesson og tengdasonur hans Hörður Karlsson kræktu þó í eina stóra um helgina þegar þeir fóru að vitja um haukalóð inn af Bjarneyjum ásamt Leifi syni Harðar. 

Meira..»