Fréttir

Fimm fiskar fegraðir

Og hvað eru mörg f í því.  Hann  var vígalegur með sköfuna hann Sumarliði Árnason, eigandi veitingahússins Fimm fiska, þar sem hann skóf gluggana á veitingahúsinu.  Sumarliði vinnur nú að því að skafa málinguna af húsinu að utan og mála það upp á nýtt

Meira..»

Tímamót hjá Tónlistarskóla Stykkishólms í dag

Nú er senn að ljúka viðburðaríku skólaári hjá tónlistarskólanum.  Nálægt 120 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og 5 kennarar kennt auk skólastjóra.  Framundan eru árlegir vortónleikar og svo skólaslit, eins og sjá má í auglýsingu hér í blaðinu.

Meira..»

Breytingar hjá Nesbrauði

Síðastliðna helgi þá drifum við í að breyta afgreiðslurými Nesbrauðs. Margir töldu okkur full bjartsýna að ætla að gera þetta á einum degi, en það tókst með aðstoð góðra manna. Gamla afgreiðslan var rifin út og nýr kökuskápur settur inn í staðinn og kæliborðið fært.

Meira..»

Samningur um Vatnasafn undirritaður

Það var hátíðleg stund í Amtbókasafninu í dag þegar samningur um Vatnasafn „Library of Water“ var undirritaður.  Það skemmdi ekki fyrir að veðrið og umhverfið sem blasti við út um glugga Amtbókasafnsins skartaði sínu fegursta. 

Meira..»

Bjöggi í Vík fimmtugur

Björgvin Ragnarsson eða Bjöggi í Vík eins og við þekkjum hann á einnig stórafmæli, hann er fimmtugur í dag.
Stykkishólms-Pósturinn óskar öllum þeim sem eiga afmæli til hamingju með daginn.

Meira..»

Gobbí dí gobb

Það bárust skemmtileg hljóð um Stykkishólm  í morgun-blíðunni á sunnudaginn, hljóð sem eiga þó vafalaust eftir að heyrast oft í sumar.  Þar var á ferð Sæþór á Narfeyrarstofu í æfingaferð á stóru hestakerrunni.  Hann lét sér nú nægja að sitja sem farþegi og lét aðra um taumana.

Meira..»