Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fréttir

Bætur til skelbáta óbreyttar

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf nýverið út þrjár reglugerðir varðandi fiskveiðar á fiskveiðiárinu 2006-'07.  Ein þeirra fjallar um sérstaka úthlutun til báta sem  orðið hafa fyrir skerðingu á veiðiheimildum í hörpudiski og innfjarðarækju.  Þar kemur fram að bætur þessara báta verða óbreyttar í þorskígildum reiknað á næsta fiskveiðiári að bátum í Arnarfirði undanskildum.

Meira..»

Rotem komin hringinn

Ísraelska kajakkonan Rotem Ron lauk hringferð sinni umhverfis Ísland í dag um hálfþrjúleytið þegar hún koma að landi í fjöruborðinu í Stykkishólmshöfn ásamt nokkrum kajakræðurum sem reru með henni síðasta spölinn.  Hún hóf róðurinn í Stykkishólmi 8.júni og hefur því verið 53 daga á leiðinn og setti met í að róa ein síns liðs umhverfis landið.  Hún er fyrsti kajakræðarinn sem tekst að róa einn síns liðs umhverfis landið en nokkrir hafa reynt en ekki tekist.

Meira..»

Herþotur enn á flugi

Enn virðast varnaliðsmenn vera að nota síðustu daga sína hér á landi til flugæfinga yfir Breiðafirði.  Það var kvartað yfir flugi herþotna yfir fjörðinn hér fyrr í sumar en hávaðinn í herþotunum olli óróa í sérstaklega í varpi fugla við fjörðinn.  Enda hafa þeir flogið mjög lágt hér yfir í þessu flugi.  Þeir varnaliðsmenn virðast þó ekki hættir æfingaflugi því a.m.k. ein herþota flaug yfir Stykkishólm um ellefuleytið í morgun með ægilegum drunum og hávaða og flaug inn fjörð.  Megum kannski þakka fyrir að hún lenti ekki á golfvellinum.

Meira..»

Flugvél lendir á golfvellinum

Sá fáheyrði atburður gerðist síðastliðinn sunnudag að flugvél lenti á braut 8 á golfvellinum.  Þetta var um hádegisbilið og KB-mótið, sem er eitt fjölmennasta mót sumarsins á golfvellinum, í gangi. 

Meira..»

Ýta á kaf

Það gekk ýmislegt á við og á golfvellinum um helgina, mót, lending flugvélar og á seinnipart sunnudagsins fór þar ýta á bólakaf.  Ýtan er í eigu Berglínar ehf sem vinnur að framkvæmdum við völlinn. 

Meira..»

Fjölmenni á tjaldsvæðinu

Það var nokkuð þéttsetið tjaldsvæðið um síðustu helgi.  Fjölmargir ferðamenn voru þá í bænum eða renndu í gegn á leið sinni vestur á firði.  Alls voru þeir 599 ferðamennirnir sem gistu á tjaldsvæðinu í blíðskapar veðri.

Meira..»

Snæfellingar hlaupa til fjár

Snæfell er í góðu samstarfi við Víking Ólafsvík og Reyni Hellisandi í fótboltanum en félögin eru með sameiginleg lið í keppni í 5.6.og 7.flokki.  Þessir krakkar hlupu áheitahlaup í dag frá Ráðhúsinu í Stykkishólmi og að Ráðhúsinu í Snæfellsbæ í Röst á Hellisandi. 

Meira..»