Þriðjudagur , 25. september 2018

Fréttir

Hagyrðingakvöld Emblu

Félagið Embla boðar til hagyrðingakvölds föstudaginn 28. apríl kl. 20 í Hótel Stykkishólmi. Á hverju ári síðan 1990 hefur félagið staðið fyrir menningar- og listviðburðum á vorvökum sínum. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir hagyrðingakvöldi af því tilefni.

Meira..»

Baldur í heimahöfn

Það var margmenni niður á Stykkishólmshöfn í gærmorgun þegar nýji Baldur kom í heimahöfn í fyrsta sinn um ellefu leytið.  Þó Baldur sé nokkuð lengri en viðlegukanturinn og öllu breiðari en sá gamli, þá virðist hann passa nokkuð vel í leguplássið. 

Meira..»

Nýr bátur í Stykkishólmshöfn

Hann var óneitanlega rennilegur nýi báturinn þeirra Heddýar og Stjána Lár þegar hann renndi inn í höfnina í Stykkishólmi um fjögurleytið á skírdag.  Ekki skemmdi fyrir að veðrið var sem endranær, með fegursta móti, sól og heiðríkja og sléttur sjór.

Meira..»

Jamie’s Star taka upp myndband

Það var líf og fjör í gamla brunaskúrnum niðri á plássi í dag.  Dynjandi rokktónlist barst úr skúrnum, sem reyndar er ekki óalgegnt því nokkrir strákar hafa fengið að æfa þar í vetur og er það vel.  Í skúrnum var hljómsveitin Jamie´s Star ásamt upptökumönnum og trylltum aðdáendum.  En hvað voru þeir félagar í Jamie's Star að taka upp? 

Meira..»

Nóg að gera hjá Sumarbústöðum ehf

Það er sama hvar gripið er niður hjá iðnaðarmönnum í Stykkishólmi allstaðar er allt á fullu og nóg að gera.  Fyrirtækið Sumarbústaðir ehf hefur nú komið sér vel fyrir í bragganum gegnt bensínstöðinni.   

Meira..»

Nýi Baldur klár í heimsiglinguna

Nú er nýja ferjan að verða klár fyrir heimsiglinguna frá Hollandi.  Hún  kom úr slip í morgun og er búið að merkja hana í bak og fyrir.  Fer nú ekkert á milli mála að þarna siglir Baldur Stykkishólmi, ferjan komin með merki Sæferða á síðuna ásamt nafni viðkomustaða ferjunnar á Breiðafirði.

Meira..»

Eivor siglir til Finnlands

Það var skrýtin tilfinning að sjá gamla Baldur, sem nú heitir Eivor, leggja frá Stykkishólmshöfn um fjögurleitið í dag.  Finnskur fáni blakti á hún skipsins og að sögn finnska skipstjórans liggur fyrir þeim 7 daga sigling til Finnlands ef veður helst gott.

Meira..»