Fréttir

Aðmírálsfiðrildi í Hólminum

Nokkuð hefur verið um að áður óþekkt fiðrildi hér um slóðir dúkki upp í Stykkishólmi.  Þannig fannst hér fiðrildi í Lágholtinu 24.október í fyrra sem kallað er litli kálskjanni  og nú í lok júni rakst Ólafía Gestsdóttir á Aðmírálsfiðrildi í Árnatúninu.  

Meira..»

Karlakór Reykjavíkur í heimsókn

Félagar úr Karlakór Reykjavíkur eru nú í sinni árlegu sumarútilegu með fjölskyldum sínum.  Þetta árið ákváðu þeir að koma í Stykkishólm og munu syngja hist og her um bæinn svona eftir því sem tækifæri gefst í dag.

Meira..»

Sumarmót Hvítasunnumanna

Hvítasunnukirkjan heldur sitt árlega sumarmót að þessu sinni í Stykkishólmi nú um helgina 30.júni-2.júlí en 34 ár eru síðan slíkt mót var haldið hér.  Dagskráin hefst í kvöld með gospelsamkomu kl.20:30 í Hótel Stykkishólmi. 

Meira..»

Heitt vatn í Ögri

Orkuveita Reykjavíkur, eigandi hitaveitunnar í Stykkishólmi hefur verið að vinna að því að bora vinnsluholu númer tvö fyrir hitaveituna hér í bæ.    Orkuveitan hefur verið við þessa vinnu í landi Ögurs, rétt ofan vi ð Vogsbotninn.

Meira..»

Narfeyrarstofa fimm ára

Það var líf og fjör á Narfeyrarstofu á laugardaginn en þá var haldið upp á fimm ára afmæli veitingahússins.  Einnig var haldið upp á hundrað ára afmæli hússins sem byggt var árið 1906.

Meira..»

Helgi Eiríks sjötugur

Helgi Eiríksson rafvirki, er sjötugur í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Helga til hamingju með daginn.  Frést hefur að eitthvað muni verða sungið Helga til heiðurs á pallinum hjá honum á laugardagskvöldið kemur, rétt fyrir klukkan ellefu.  Þar ku vera mjög tónvissir karlar á ferð úr Reykjavíkinni undir stjórn Frissa (Kidda Friðriks), tengdasonar Helga.    

Meira..»

Handverksdagur í Norska húsinu.

Á morgun laugardag verður handverksdagur í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem hægt verður að prófa vefstól og kynna sér knippl og baldýringu.  Sýndur verður skautbúningur sem safninu var færður að gjöf og faldbúningur í eigu Ingibjargar Ágústsdóttur.

Meira..»

Mikið líf hjá Mostra

Golfklúbburinn Mostri er eins og kunnugt er búinn að færa út kvíarnar og sér nú um tjaldsvæði bæjarins auk umhirðu golfvallarins.  Tjaldsvæðið og golfvöllurinn liggja nánast saman og tengjast  við golfskálann því tjaldsvæðið og golfvöllurinn eru sitthvoru megin við skálann.  Þar af leiðandi er klúbburinn nú kominn með fjóra fasta starfsmenn sem sjá um þessa starfsemi og standa vaktina til skiptis.   

Meira..»