Þriðjudagur , 18. september 2018

Fréttir

11,6 mkr.

Hafnarstjórn fundaði í byrjun viku og var þá farið yfir rekstur hafnarsjóðs það sem af er árinu 2017. Í árshlutauppgjöri sem lagt var fram á fundinum kom fram að rekstarafgangur þessa árs er 11,6 m.kr. sem er ágæt staða. Rekstarhorfur eru því taldar vænlegar. Vel gekk með komur skemmtiferðaskipa á …

Meira..»

Fyrirmyndardagurinn í Stykkishólmi

Vinnumálastofnun stendur fyrir Fyrirmyndardeginum sem haldinn verður í fjórða sinn þann 24. nóvember. Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að fyrirtæki og stofnanir bjóði fólki með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn …

Meira..»

Rútuslys í Staðarsveit

Umferðarslys varð á sunnanverðu Snæfellsnesi síðasta sunnudag þegar rúta fór út af veginum við afleggjarann að bænum Kálfárvöllum. Ekki leit út fyrir í fyrstu að fólk væri alvarlega slasað en samt sem áður voru fjórir fluttir með þyrlunni á spítala, þar af þrír slasaðir og var það gert af öryggisástæðum. …

Meira..»

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólanemendur héldu upp á Dag íslenskrar tungu á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember s.l. Hefðbundið skólastarf var brotið upp og þrátt fyrir tímabundið rafmagnsleysi á fimmtudaginn var fjölbreytt dagskrá. Nemendur fóru út um víðan völl, heimsóttu dvalarheimili, vinnustaði, leikskólann m.m. og enduðu í Stykkishólmskirkju þar sem Lúðrasveit Stykkishólms hélt …

Meira..»

50 ára vígsluafmæli Ólafsvíkurkirkju

Ólafsvíkurkirkja fagnaði 50 ára vígsluafmæli sínu á síðasta sunnudag þann 19. nóvember. Margt hefur verið gert á afmælisárinu til að fagna en á síðasta sunnudag var hátíðarmessa í kirkjunni. Í messunni predikaði frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Þrír af fyrrum sóknarprestum Ólafsvíkurkirkju þeir séra Friðrik Hjartar, séra Óskar Hafsteinn …

Meira..»

Grímnir 50 ára

Leikfélagið Grímnir var stofnað í Stykkishólmi árið 1967 og hefur starfað óslitið síðan. Þess var minnst s.l. sunnudag í sal Tónlistarskólans. Boðið var á bíó, þar sem upptökur frá leikritum voru sýndar. Yngstu gestir fylgdust spenntir með Karíusi og Baktusi á tjaldinu og gestir gæddu sér á nýbökuðum vöfflum og …

Meira..»

Met í tónleikahaldi?

Aldrei fyrr hefur framboð af jólatónleikum íslenskra listamanna verið jafn mikið og í ár. Þrátt fyrir að flestir séu þeir haldnir á höfuðborgarsvæðinu þá er sama sagan að segja á landsbyggðinni, þar hefur framboð aldrei verið meira. Hér á Snæfellsnesi eru fjölmargir tónleikar í farvatninu og hægt að kynna sér …

Meira..»

Baldur frá í 3-4 vikur!

Bilun kom upp í aðalvél Baldurs s.l. helgi og er ljóst að viðgerð mun taka a.m.k. 3-4 vikur. Um flókið verk er að ræða sem vonandi tekst að klára á þessum tíma. Ekki verður því siglt með bifreiðar yfir fjörðinn þann tíma. Farþegaskipið Særún mun sigla út í Flatey á …

Meira..»

Fráveita

Mikið er rætt þessa dagana um frárennsliskerfi byggðra bóla á Íslandi og ljóst að gera þarf bragarbót í þeim málum. Miklu skiptir að íbúar hugi vel að því hvað fer í klósettin og hvað í ruslið. Frárennsliskerfið hér í Stykkishólmi þarfnast endurbóta en haustið 2015 voru fengnar tillögur frá verkfræðistofunni …

Meira..»

Silfurgata 1 rís á ný

Þessa dagana er verið að reisa á nýjan leik hús við Silfurgötu 1. Lengi hefur staðið til að endurbyggja húsið og er loks komið að því en sökkull var steyptur fyrr á þessu ári. Verið var að reisa veggina á miðvikudag og reiknað með að klára það verk þann daginn. …

Meira..»