Sem svo oft áður þá er blíðskaparveður í dag í Hólminum. Um hálf ellefuleytið í morgun þá var farið að sjást vel hve munur flóðs og fjöru er mikill hér í firðinum þó enn hafi ekki verið komin háfjara.
Meira..»Stofnfundur bæjarmálafélags
Mánudaginn 19. júní boðaði áhugafólk um félagshyggjuframboð í Stykkishólmi, L-listinn til formlegs stofnfundar um samtök í kringum framboðið.
Meira..»17.júní
Lýðveldisdagurinn var haldinn hátíðlegur í þuru og mildu veðri á laugardaginn. Lúðrasveitin hóf formlegu hátíðahöldin með því að marsera frá gamla Grunnskólanum niður Skólastíginn, Hafnargötuna og upp Aðalgötu í Hólmgarð. Það voru fjölmargir sem skelltu sér í skrúðgönguna og mátti mannskapurinn hafa sig allan við að halda við lögregluna og lúðrasveitina sem voru í fararbroddi.
Meira..»Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var í dag í fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Þar var m.a. gengið frá skipan í nefndir og ráð, kjör forseta bæjarstjórnar og ráðning nýs bæjarstjóra
Meira..»Stykkishólmshöfn fær Bláfánann
Bæjarbúar og þá ekki hvað síst starfsmenn Stykkishólmshafnar geta verið stoltir af höfninni því fjórða árið í röð stóðst höfnin ítrustu kröfur sem settar eru til að hljóta Bláfanann. Þann 9.júní kom fullrúi Landverndar og afhenti Stykkishólmshöfn formlega Bláfánann fyrir árið 2006.
Meira..»Gangstéttir teknar í gegn
Starfsmenn bæjarins voru á fullu við að steypa gangstéttina á þeim kafla Aðalgötunnar sem fyrst var lagður bundnu slitlagi ef það er hægt að segja sem svo, því kaflinn var í raun steyptur á sínum tíma.
Meira..»Iðandi líf í Hólminum
Eins og allir vita sem hafa snefil af fegurðarskyni , þá er fallegt í Stykkishólmi og ólýsanlegt er þegar að sólin er að setjast bakvið Vestfirðina eins og sést á myndinni sem tekin var um eittleytið í nótt.
Meira..»HM í beinni á Fimm Fiskum
Það eru aðeins tveir dagar í að heimsmeistaramótið byrji, menn farnir að taka sér sumarfrí og eftirvæntingin orðin mikil. Fimm Fiskar mun sýna frá öllum leikjum í beinni
Meira..»Tap gegn Kára
Í gær fór fram leikur Snæfells og Kára í 3. deild karla. Þetta var 3. umferð Íslandsmeistaramótsins
Meira..»Fuglaskoðun og fleiri fréttir
Næsta laugardag, 10. júní, verður fuglaskoðun við Þúfubjarg á vegum Þjóðgarðsins. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Svalþúfu/Þúfubjarg kl. 11:00 og mun Sæmundur Kristjánsson leiðbeina fólki um fuglana.
Meira..»