Fréttir

Gulli Lár sjötugur

Gunnlaugur Lárusson húsasmíðameistari er sjötugur í dag.  Gulli var einn af eigendum Trésmiðju Stykkishólms til margra ára en starfar nú hjá Skipavík.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Gulla til hamingju með daginn.

Meira..»

Fimmti glugginn í Frúarhúsinu

Nú er útlit Frúarhússins óðum að komast í upprunalegt horf.  Fimmti glugginn sem kom í ljós í endurnýjuarferlinu, sómir sér vel á miðju húsinu.  Það er hægt að segja að hann sé ,,fjarska fallegur" því hann er óneitanlega flottur með sín fínu gluggatjöld.

Meira..»

Bæjarstjórinn og kjörin

Já L-lista fólkið kom með óvænt útspil með Jóhannes Finn sem bæjarstjóraefni.  Og þeir ætla að vera sjálfum sér samkvæmir varðandi ráðningarsamning nýs bæjarstjóra.  En ráðningarsamningar bæjarstjóra hér í bæ var einmitt að örlitlu deilu efni á síðum Sth.-Póstsins hér í vor.

Meira..»

Jóhannes Finnur Halldórsson bæjarstjóraefni L-lista

L-listinn framboð félagshyggjufólks í Stykkishólmi kynnti stefnuskrá sína og það sem margir hafa beðið eftir með óþreyju, bæjarstjóraefni sitt á fundi í Fimm fiskum í dag.  Það reyndist vera Jóhannes Finnur Halldórsson sem starfaði hér sem bæjarritari á árunum 1988-1992.  

Meira..»

Bæjarstjóraefni L-listans

Miklar spekúlasjónir hafa verið í Hólminum undanfarið hver sé bæjarstjóraefni L-listans.  Þar hafa mörg nöfn verið nefnd og allt eru það einstaklingar sem ekki búa í Hólminum.  Aðeins einn af þeim einstaklingum sem nefndur hefur verið hefur sést hér í bænum.  Þau mega eiga það L-listafólkið að þau kunna að þaga yfir leyndarmáli. 

Meira..»

Gallerí Lundi hefur starfsemi

Félag handverksfólks í Stykkishólmi opnar Gallerí Lunda í dag en það er staðsett í Lionshúsinu við Frúarstíg.  Það er opið alla daga frá klukkan 12:30-18:00 og eftir samkomulagi því það er opnað ef gestir og gangandi eru á ferðinni í Hólminum utan opnunartíma og langar til að skoða það sem þar er.

Meira..»

Hverfafundir í Stykkishólmi

Umhverfishópur Stykkishólms fundaði á þriðjudagskvöldið á Ráðhúsloftinu og þar voru m.a. skipulagðir hverfafundir sem verða í bænum í sumar.  En slíkt var einnig gert 2004 með góðum árangri.

Meira..»

Snæfellingar búnir að ráða þjálfara.

Ljósmyndir:http://www.bakkenbears.com/default.asp?id=618Þá er það komið á hreint og staðfest að úrvalsdeildarlið Snæfells í körfuknattleik karla, hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandarískan þjálfara.  Það er jafnframt ljóst að Daði Siguþórsson formaður stjórnar meistaraflokks Snæfells hefur spilað vel úr þeirri stöðu sem kom upp við brotthvarf Bárðar Eyþórssonar. 

Meira..»