Fréttir

Talningu atkvæða í Stykkishólmi lauk kl. 00:48 og var kvöldið afar spennandi og mjótt á munum framan af. 92,6% kjörsókn var og af 738 atkvæðum voru 16 auðir seðlar eða ógildir. D-listi hlaut 382 atkvæði og L-listi 340 atkvæði.

Spennufall annarsvegar og vonbrigði hinsvegar.  Fréttaritarar Stykkíshólms-Póstins voru á vettvangi og brast á með miklu klappi og fagnaðarlátum á Hótel Stykkishólmi í herbúðum D-listafólks þegar lokatölur voru kynntar.

Meira..»

Fyrstu tölur í Stykkishólmi 300 atkvæði hafa verið talin. Dlisti 152 atkvæði og Llisti 148 atkvæði.

Mjög mjótt er á munum við fyrstu tölur sem bárust frekar seint eða kl. 23:56.  D-listafólk hafði vonast eftir meira afgerandi mun en Gretar D. Pálsson oddviti Dlistans var þó ánægður með að halda meirihlutanum sem skipti jú mestu máli.   
Hjá L-lista varð Berglind Axelsdóttir fyrir svörum en hún skipar annað sætið.  Hún sagðist vera ánægð, þetta væru bara fjögur atkvæði og hún væri bara bjartsýn.  Siðast var það þannig að þau voru fyrir ofan D-listann framan af en á endanum hafi D-listinn náð meirihluta atkvæða og vonandi verði það öfugt núna.

Meira..»

Fyrstu tölur

Einhver bið verður á fyrstu tölum úr Stykkishólmi, nú þegar þetta er skrifað kl.23:17 þá var talning að hefjast.  Ekki fékkst upp gefið hvenær von væri á fyrstu tölum.  En þær koma hér ásamt viðbrögðum frambjóðenda um leið og þær hafa borist Stykkishólms-Póstinum

Meira..»

Af fundi L-lista

Það var þokkaleg mæting á fund L-lista í kvöld Stykkishólms-Pósturinn treystir sér þó ekki til að nefna neinar tölur, því bæði framboðin virðist fá all verulega í hnén þegar tölur eru annars vegar. 

Meira..»

L-listinn með opinn fund

Heldur hefur hitnað í kolunum nú síðustu daga í  kosningamálunum.  Nú hefur L-listinn boðað til opins fundar í kvöld kl. 21 í sal Hótels Stykkishólms.  Fundurinn kemur sem framhald af orðaskiptum framboðanna um fjármál bæjarsjóðs.   

Meira..»