Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fréttir

Stór verk unnin í heimabyggð

Það var mikið um að vera um borð í Rifsnesi SH í jólastoppinu. Fór þá Hraðfrystihús Hellissands ásamt Smiðjunni Fönix í það verkefni að rífa aðalvélina í Rifsnesinu. Vélin er af gerðinni Yanmar M220-SN 1100 hestöfl. Skipt var um höfuðlegur, stangarlegur og pakkningar. Stimplar, slífar og hedd voru sett í …

Meira..»

Skelltu sér á skauta

Nemendur í 2. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar skelltu sér á skauta í þremur hópum í fallegu en köldu veðri í síðustu viku. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á skautum og stóðu sig mjög vel. Mikið fjör var á ísnum og skemmtu allir sér mjög vel bæði nemendur …

Meira..»

Söfnuðu fyrir gynskoðunarbekk

Kvennafélög í Snæfellsbæ tóku sig saman og héldu Konukvöld í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Kvöldið var fjáröflunarkvöld og var verið að safna fyrir gynskoðunarbekk fyrir Heilsugæslustöðina í Snæfellsbæ. Verður nýr gynskoðunarbekkur til mikilla bóta fyrir bæði mæðraeftirlit og krabbameinsskoðanir en gamli bekkurinn er kominn vel til ára sinna og mikil …

Meira..»

Styrkt úr Menningarsjóði

Þann 29. desember síðastliðinn veitti Menningarsjóðurinn Fegurri Byggðir, Sjóminjasafninu í sjómannagarðinum á Hellissandi viðurkenningu og styrk að upphæð 200.000 krónur. Stjórn sjómannasafnsins með Þóru Olsen í fararbroddi hefur unnið mikið starf í uppbyggingu á húsnæði safnsins ásamt því að settar hafa verið upp metnaðarfullar sýningar í safninu. Markmið menningarsjóðsins er …

Meira..»

Jólin kvödd í fallegu veðri

Það er alltaf mikið um dýrðir þegar jólin eru kvödd í Ólafsvík á þrettándanum og var engin undantekning á því í ár. Þrettándabrenna var tendruð við Hvalsá að lokinni skrúðgöngu sem farin var frá Pakkshúsinu. Fjölmennt var í skrúðgöngunni sem leidd var af álfadrottningu, álfakóng og ýmsum púkum og verum. …

Meira..»

Úthlutanir úr Lista- og menningar-sjóði Stykkishólmsbæjar 2018

11 umsóknir um styrki bárust stjórn sjóðsins og fengu þær allar styrki: Bók, Sögur úr Stykkishólmi og Helgafellssveit. Hanna Jónsdóttir 200.000 kr. Júlíana – hátíð sögu og bóka 150.000 kr. Kór Stykkishólmskirkju 180.000 kr. Ljúfmetismarkaður 120.000 kr. Ljósmyndabók Ægir Jóhannsson 250.000 kr. Lúðrasveit Stykkishólms 200.000 kr. Leikfélagið Grímnir 250.000 kr. …

Meira..»

Snæfellsfréttir

Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleiksdeild Snæfells stendur í stórræðum þessa dagana, þar sem undanúrslit í Maltbikarnum eru að hefjast á morgun í Laugardalshöllinni.  Þar mæta stelpurnar Keflavík kl. 20. Miðasala fer fram í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi fram til kl. 16 fimmtudaginn 11. janúar. Nú mæta náttúrulega allir á völlinn að hvetja …

Meira..»

Matráður hjá Stykkishólmsbæ

2. janúar 2018 tók Dominika Kulinska matreiðslumaður við starfi matráðs hjá Stykkishólms-bæ. Dominika vann áður m.a. í Nesbrauði. Matráður sér um eldhús og matreiðslu í eldhúsinu á St. Fransiskusspítalanum og eldar fyrir spítalann, dvalarheimilið og grunnskólann. Með ráðningunni verður sú breyting á að öll matreiðsla fyrir dvalarheimilið flyst á spítalann …

Meira..»

Baldur, staða mála

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Sæferðum í gær, 3. janúar varðandi viðgerð skipsins kemur fram að unnið er að samsetningu vélar skipsins hjá Framtaki í Garðabæ. Þar eru unnir langir dagar við verkefnið. Ekki verður hægt að senda vélina í Stykkishólm í þessari viku eins og að var stefnt og er stefnt …

Meira..»