Fréttir

Sameiningarmálin

Í síðustu viku voru haldnir kynningarfundir um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna Stykkishólms, Grundarfjarðar og Helgafellssveitar í öllum sveitarfélögunum. Tæplega 100 manns komu á fundinn í Stykkishólmi og því miður þá vantaði sárlega fulltrúa framtíðarinnar, unga fólkið, á fundinn. Í upphafi bauð Sturla Böðvarsson gesti velkomna og fór yfir ferlið fram að …

Meira..»

Kynningarfundur um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðar, Stykkishólms og Helgafellssveitar

Tæplega 100 manns sóttu kynningarfund um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðar, Stykkishólms ogHelgafellssveitar sem haldinn var á Fosshótel Stykkishólmi í dag.  Fundurinn hófst á því að Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar kynnti umfjöllunarefnið.  Því næst kynntu Sævar Kristinsson og Sveinbjörn Grímsson frá KPMG verkefnið, niðurstöður könnunar frá því í sumar, hugsanlegar sviðsmyndir …

Meira..»

Tilkynning vegna framkvæmda við Leikskólann í Stykkishólmi

Til starfsmanna Leikskólans í Stykkishólmi, foreldra leikskólabarna og nágranna leikskólans. Svo sem greint hefur verið frá þá er unnið við að undirbúa stækkun Leikskólans í Stykkishólmi. Ástæður þeirra framkvæmda eru að íbúum fjölgar í bænum. Eftirspurn eftir skólavist fyrir börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hefur aukist og stefnir …

Meira..»

Starfshópur um Þjóðgarðastofnun skipaður

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að vinna að gerð lagafrumvarps um Þjóðgarðastofnun. Nýlega kynnti ráðherra áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og tiltekinna verkefna á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Markmiðið er að efla og …

Meira..»

Sameiningar sveitarfélaga

Í næstu viku viku fara fram kynningarfundir í Stykkishólmi, Helgafellssveit og Grundarfirði um hugsanlega sameiningu þessara sveitarfélaga. Um leið og íbúar þessara sveitarfélaga eru hvattir til að fjölmenna á fundina og kynna sér þessar hugmyndir þá liggur það fyrir að það er mjög stuttur tími til stefnu. Heimildir Stykkishólms-Póstsins eru …

Meira..»

Sameining

Eins og áður hefur komið fram standa yfir viðræður milli forsvarsmanna Grundarfjarðar-bæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar um það hvort sameining umræddra sveitarfélaga sé vænlegur kostur. Þessum viðræðum hefur verið stjórnað af ráðgjafasviði KPMG en þeir hafa aðstoðað önnur sveitarfélög sem velta fyrir sér hagkvæmni sameininga. Þeir hafa sérþekkingu í sviðsmyndagreiningum eða …

Meira..»

Fundur bæjarráðs um starfsemi Háls- og bakdeildar í Stykkishólmi

Bæjarráðsfundur var haldinn 17. ágúst s.l. og til stóð að halda annan fund þann 18. sem var frestað til dagsins í dag, 22. ágúst. Umfjöllunarefni fundarins var starfsemi Sjúkrahúss HVE í Stykkishólmi. Til fundarins mættu forstjóri HVE Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga HVE, Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri rekstrar HVE og Rósa Marinósdóttir …

Meira..»