Fréttir

Lög samþykkt um öflun sjávargróðurs

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). Mikið af erindum og umsögnum bárust atvinnuveganefnd vegna breytinganna. Flestar umagnirnar fjölluðu um áhrif á lífríki Breiðafjarðar og/eða hættu á fákeppni. Frumvarpinu er ætlað …

Meira..»

Nýtt Þórsnes SH

Nýtt og glæsilegt Þórsnes SH er komið í flota Þórsness ehf. Kom það að Skipavíkurbryggju sl. þriðjudag. Því var siglt frá Álasundi í Noregi og hét það áður Veidar 1. Nýja Þórsnesið er 880 brúttótonn, 43,3 metrar á lengd og 10,5 metrar á breidd. Það var smíðað árið 1996 og …

Meira..»

Fagnað á heimsmælikvarða

Það var ekki einungis sigur Íslands á Króötum í undankeppni HM sem vakti heimsathygli síðasta sunnudag. Einlæg og óyfirveguð viðbrögð Hólmarans Jóns Þórs Eyþórssonar við marki Harðar Björgvins Magnússonar á lokamínútu leiksins fór um netheima og smitaði út frá sér innilegri gleði sem sannarlega fangaði upplifun Íslendinga af sigrinum. Kolbrún …

Meira..»

KÍTÓN og LHÍ í Tónó

Á haustdögum verður mikið um að vera í Tónlistarskóla Stykkishólms. KÍTÓN, sem stendur fyrir Konur í tónlist og er félag kvenna í tónlist á Íslandi, hefur óskað eftir samstarfi við skólann og stefnir á að koma hingað vikuna 3.-9. september. Hafa þær óskað eftir þátttöku frá kvenkyns nemendum skólans sem …

Meira..»

Úr leik í bikar

Annar flokkur karla Snæfells­ness tók á móti Leikni Reykja­vík í bikarkeppni á síðasta föstudag. Leikurinn fór fram á Grundarfjarðarvelli í rigningu og roki. Snæfellsnes strákarnir átt mjög góðan leik þó úrslitin væru ekki að óskum. Áttu þeir góð færi og sýndu góða baráttu. Konráð Rangarsson markvörður varði vítaspyrnu. Leikurinn endaði samt …

Meira..»

Kynjahlutfall í Stykkishólmi jafnt

Ólafur Sveinsson og Vífill Karlsson, fulltrúar atvinnuráðgjafar SSV, mættu á fund Atvinnumálanefndar í Stykkishólmi og fóru yfir nokkur vel valin mál. Í erindi þeirra kom m.a. fram að aldursdreifing í Stykkishólmi er mjög jákvæð og fjölgar íbúum í yngri kantinum. Eins og annarstaðar á landinu hækkar meðalaldurinn hér í bæ. …

Meira..»

Miklar framkvæmdir

Ásýnd bæjarins breytist stöðugt þessa dagana. Skemmst er frá því að segja að nýtt bókasafn heldur áfram að taka á sig mynd. Liðna helgi risu grindur fjögurra smáhýsa við smekkfullt tjaldsvæðið í Stykkishólmi. Hjónin Kristján Auðunn Berntsson og Eydís Jónsdóttir hafa verið að setja saman húsin saman í vor og …

Meira..»

Myndlist í Gamla Rifi

Olga Heiðarsdóttir opnaði myndlistarsýningu sína á Gamla Rifi á síðasta laugardag. Er þetta fyrsta sýning Olgu sem búsett er á Hellissandi og ættuð af Snæfellsnesi. Hún útskrifaðist með B.A í þjóðfræði og hefur hún meðal annar sérhæft sig í skriftum um naivisma í íslenskri myndlist. Umfjöllunarefni Olgu er náttúran á …

Meira..»

Nýtt gervigras á sparkvellina

Í síðustu viku var gervigrasið á sparkvöllunum á Hellissandi og í Ólafsvík endurnýjað. Í Grundar­firði var skipt um gervigras á sparkvelli í síðasta mánuði. Var sett nýjasta kynslóð af gervigrasi á vellina og því verða foreldrar ánægðir þegar börn þeirra hætta að bera gúmikurl með sér heim í skóm og …

Meira..»

X-ið og Ásbyrgi

Skipavík hyggst byggja húsnæði á Aðalgötu 22, þar sem nú stendur húsnæði sem síðast hýsti félagsmiðstöðina X-ið. Bæjarstjóra hefur verið veitt heimild að ganga til viðræðna við Skipavík um að taka fyrirhugað húsnæði á leigu undir fjölnota félagsmiðstöð. Áætlanir Skipavíkur eru reisa húsnæði á einni hæð sem hægt væri að …

Meira..»