Föstudagur , 16. nóvember 2018

Fréttir

Plastpokalaus sveitamarkaður

Árlegi Sveitamarkaðurinn á Breiðabliki er komandi helgi. Dagana 8. og 9. júlí mætir fólk úr nærsveitum og selur ýmislegt góðgæti. Fjölbreytt úrval handverks og matvörur beint frá býli, eins ferskt og það gerist. Kjötmeti og grænmeti, fiskur, sultur og alls kyns föndur. Frítt er inn á markaðinn sem verður opinn …

Meira..»

Leikvellir í Stykkishólmi

Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna ástands leikvalla hér í bæ. Gagnrýnir fólk þar ástand vallanna sem þykir slæmt að sjá. Ekki er átt við leikvellina við Grunnskólann eða Leikskólann. Fyrir tveimur árum var hópurinn Rólóvinafélagið stofnaður. Þar voru samankomnir foreldrar og aðrir sem höfðu áhyggjur af ástandi leikvallanna. …

Meira..»

Bruni í húsbíl

Vel fór þrátt fyrir bruna aðfararnótt 4. júlí á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi. Kviknað hafði í húsbíl þar sem eigendurnir sváfu. Þau vöknuðu við skrjáf og urðu var við eldinn. Með hraði tókst þeim að slökkva áður en eldurinn teygði sig lengra í innréttingu bílsins. Vaktþjónustan Vökustaur varð var við reyk …

Meira..»

Kristnihald undir jökli

Biskup Íslands hefur ákveðið að færa séra Pál Ágúst Ólafsson sóknarprest í Staðastaðarprestakalli til í starfi. Þetta kemur fram á fréttaveitunni Dreifaranum. Hann mun nú þjóna sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi. Næstu fjóra mánuði mun sr. Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur þjóna sem sóknarprestur. Að fjórum mánuðum liðnum verður boðað til kosninga. …

Meira..»

Veitingahús verður til í Viðvík

Hjónin Kristín Gilsfjörð og Sigurður V. Sigurðsson ásamt sonum sínum Gils Þorra og Magnúsi Darra og tengdadætrum Anítu Rut og Helgu hafa staðið í ströngu undanfarið við að undirbúa opnun veitingastaðar á Hellissandi. Mun staðurinn fá nafnið Viðvík sem er sama nafn og húsið sem hann verður í. Aðspurð um …

Meira..»

Boltinn rúllar

Fótboltinn heldur áfram að rúlla og nóg að gera hjá Víking Ólafsvík meistaraflokk karla og kvenna. Mánudaginn 19. júní tók karlaliðið á móti Stjörnunni í Pepsídeildinni. Var það hörkuleikur sem endaði með sigri heimamanna og náðu þeir sér í 3 dýrmæt stig í þeim leik. Stúlkurnar náðu sér einnig í …

Meira..»

Vel safnaðist í Hljóðfærasjóð

Jósep Blöndal varð sjötugur um helgina og bauð af því tilefni bæjarbúum á tónleika í Stykkishólmskirkju. Þar stigu á stokk ýmsir tónlistarmenn, þ.á.m. afmælisbarnið og afkomendur. Jósep sagði í tilkynningu að gjafir væru afþakkaðar, enda ætti hann flest, ef ekki allt, sem hann þyrfti og vantaði ekkert efnislegt. Fólk var …

Meira..»