Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fréttir

Stykkishólmsbær veitir peningastyrk vegna náttúruhamfara

Aðfararnótt 18. júní gekk flóðalda yfir þorpið Nuugaatsiaq á vestanverðu Grænlandi. Fjórir fórust og eignatjón var gífurlegt. Aldan hrifsaði til sín grunnskólann, rafstöðina og verslun og hefur Kim Kielsen forsætisráðherra Grænlands lýst því yfir að þorpið verði mannlaust í a.m.k. ár. Íbúar þorpsins voru innan við hundrað manns og halda …

Meira..»

Breytt umhverfi

Ný lög um heimagistingar tóku gildi í byrjun þessa árs. Samkvæmt þeim er leyfilegt að leigja út heimili, eða aðra fasteign í persónulegri notkun leigusala, í allt að 90 daga á ári. Tekjur leigunnar mega ekki vera meiri en 2 milljónir kr. Þeir gististaðir sem höfðu rekstrarleyfi áður en ný …

Meira..»

Nýtt hús rís

Götumynd Skúlagötu er að breytast þessa dagana. Nýlega voru gerðar tröppur upp stíginn sem liggur á milli götunnar og Víkurgötu og nú er nýtt hús að rísa. Eins og sjá má á myndinni er enn nokkuð í land. Íbúar mega gera ráð fyrir fleiri nýbyggingum á næstunni því brátt verður …

Meira..»

Tankbíll á Snæfellsnes

Slökkvilið Stykkishólmsbæjar hefur leitað að tankbíl í um eitt og hálft ár og hefur nú fest kaup á einum slíkum. Bíllinn sem um ræðir kemur upprunalega frá Sviss en var keyptur frá Þýskalandi þar sem hann var notaður sem mjólkurbíll. Hann lítur vel út að sögn Guðmundar Kristinssonar, slökkviliðsstjóra, og …

Meira..»

52% hlynntir sameiningu

Í könnun sem íbúar Stykkishólmsbæjar, Helgafellssveitar og Grundarfjarðarbæjar voru hvattir til að taka varðandi sameiningu sveitarfélaganna voru 52% hlynntir sameiningu. Hægt var að taka könnunina á vefnum dagana 22. júní – 6. júlí. Alls tóku 381 þátt í könnuninni, samtals eru íbúar sveitarfélagana tæplega 2.100. Greiningarvinnan er í höndum KPMG. …

Meira..»

Gistinóttum á hótelum fækkar um 1% í maí 2017

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í maí á milli ára. Á landsvísu var 7% aukning frá maí 2016 og maí 2017. Alls voru gistinæturnar 303.000 og þar af voru erlendir gestir 87%. Gistinæturnar voru flestar á höfuðborgarsvæðinu eða 176.400. Það eru 58% allra gistinátta. Hlutfallslega varð …

Meira..»

Viðgerðir á þaki Stykkishólmskirkju

Þessa dagana standa yfir stórfelldar viðgerðir á Stykkishólmskirkju.  Fyrir tveimur árum var hafist handa við viðgerðir á húsinu, en þá var unnið í útveggjunum. Nú er verið að vinna í þakklæðningu og þakköntum.  Unnið er að viðgerðum á köntum og þaki og verkinu lýkur með því að skipta um klæðningu …

Meira..»