Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Fréttir

Hlupu kvennahlaup

Sjóvá-Kvennahlaup ÍSÍ fór fram sunnudaginn 18. júní síðastliðinn. Var þetta í 27. skipti sem hlaupið var í Ólafsvík en fyrsta Kvennahlaupið fór fram þann 30. júní árið 1990 og var það í eina skiptið sem ekki hefur verið hlaupið í Ólafsvík. Þegar í mark var komið fengu allar konur verðlaunapening, …

Meira..»

Sumardagskrá Frystiklefans í Rifi er líka fyrir heimamenn

Kæru bæjarbúar, Nú á dögunum fengu þið inn um bréfalúguna dreyfibréf frá Frystiklefanum í Rifi. Ástæða þessarar sendingar er sú að sumardagskráin okkar er byrjuð. Í 90 kvöld í röð verður einhver menningarviðburður í boði í húsinu og það er okkar ósk að heimamenn láti sig ekki vanta, enda er …

Meira..»

Íbúakönnun vegna mögulegrar sameiningar

Nú stendur yfir greiningarvinna á kostum og göllum sameiningar Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar og Grundarfjarðarbæjar. Verkefninu er stýrt af ráðgjafasviði KPMG. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið sem tekur einungis 5-7 mínútur. Könnunin er nafnlaus og svör órekjanleg. Boðað verður til íbúafundar síðar í ferlinu. Hér má …

Meira..»

Þjóðhátíðardagurinn – Myndir

Það skiptust á skin og skúrir sl. laugardag þegar Hólmarar og landsmenn allir fögnuðu stofnun lýðveldisins. Stillt og sólríkt var framanaf en inn á milli gerði mikla rigningu. Það hefur þó löngu verið innprentað í þjóðarsálina að gera ráð fyrir rigningu á hátíðisdögum og margir voru vel búnir með regnhlífar …

Meira..»

NSV skorar á stjórnvöld

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands fundaði í vikunni og samþykkti bókun þar sem fjallað er um nauðsyn þess að tryggja rekstrargrundvöll stofunnar. Í tilkynningu segir að Stykkishólmsbær sé eina sveitarfélagið á Vesturlandi sem leggur NSV styrk til reksturs á móti ríkissjóði og hefur haldið sínu hlutfalli í framlögunum í samræmi við þróun …

Meira..»

Fann rostungstönn í Landey

Guðmundur Arnar Ásmundsson fann heldur betur sjaldgæfan hlut í gönguferð sinni um Landey fyrir skömmu. Í vík gegnt Skipavík fann hann rostungstönn. Rostungar eiga ekki fasta búsetu við Íslandsstrendur í dag en flökkudýr sjást þó endrum og sinnum. Tönninni var komið í hendur Háskólaseturs og þaðan til Minjastofnunar sem hafði …

Meira..»