Fréttir

Kokteilkeppni

Dagana 6.-8. júlí verður viðburðurinn Stykkishólmur Cocktail Weekend haldinn í annað skipti. Þessi helgi var einnig haldin síðasta sumar og þótti takast einkar vel. Viðburðurinn er einskonar keppni á milli veitingastaða og öldurhúsa í bænum þar sem þau keppast um að búa til besta kokteilinn. Í fyrra komst mikið kapp …

Meira..»

Barnalán kallar á úrræði

Nú er svo komið að húsnæði leikskólans hefur sprengt utan af sér. Mikill fjöldi barna er í leikskólanum og er hann yfirfullur. Í vetur voru t.a.m. fjórum börnum of mikið miðað við það sem æskilegt þykir og verða þau fleiri þegar skólinn hefst aftur í haust. Það þykir hvorki boðlegt …

Meira..»

Sæljós dregið á land

Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð út á síðasta föstudags­morgun vegna leka sem komið hafði Sæljósi GK. Báturinn var þá bundinn við bryggju í Rifi og við það að sökkva höfðu hafnarverðir áhyggjur af bátnum þar sem lekinn hafði verið stöðugur. Í mars á síðasta ári kom leki upp í bátnum, en …

Meira..»

Útgáfu fagnað

„Hljómsveitin Þrír blæs til útgáfutónleika í tilefni nýútgefinnar plötu sinnar, Allt er þegar Þrír er, næstkomandi sunnudag, þann 2. júlí klukkan 16:00 á Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Gleði. Vínylplötur og geisladiskar eins og þú getur í þig látið. Ef að vel viðrar verður tónleikurinn um borð …

Meira..»

Skipað í öldungaráð í Stykkishólmi

Nú hefur verið skipað í öldungaráð Stykkishólmsbæjar. Öldungaráð mun fjalla um málefni aldraðra í sveitarfélaginu. Aftanskin tilnefnir tvo aðalmenn og einn varamann. Aðalmenn verða Einar Karlsson og Dagbjört Höskuldsdóttir, varamaður Þórhildur Pálsdóttir. HVE tilnefnir Brynju Reynisdóttur og stjórn Dvalarheimilisins tilnefnir Kristínu Hannesdóttur sem aðalmann og Róbert W. Jörgensen sem varamann.

Meira..»

Sjúkraflug á Suður- og Vesturlandi?

Aðgangur dreifbýlis að Landspítalanum er takmarkaður vegna fjarlægðar. Þetta kemur fram í skýrslu fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum sem kynnt var heilbrigðisráðherra á dögunum. Alvarleg slys sem þarf að meðhöndla á Landspítalanum eru orðin tíðari, meðalaldur þjóðarinnar hefur hækkað auk þess eru fleiri á landinu vegna aukins ferðamannastraums. Skýrsla fagráðs …

Meira..»

Úr fundargerðum Stykkishólmsbæjar

Bæjarstjórn Stykishólmsbæjar fundaði 22. júní sl. og voru mörg mál á dagskrá. Minniháttar breyting á deiliskipulagi Víkurhverfis var samþykkt að tillögu skipulags- og bygginganefndar. Breytingarnar eru svo: „Á Suðvesturhluta deiliskipulagssvæðisins er lóðum og byggingarreitum breytt þar sem komið er fyrir par- og raðhúsalóðum í stað einbýlishúsa. Götur breytast ekki en …

Meira..»