Fréttir

Bílar sluppu við skemmdir

Það leit ekki vel út ástandið á bíladekkinu um borð í Baldri sl. mánudag í ferð á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Farmur af palli vörubíls rann úr stað og virtist lenda á bílum sem stóðu við hliðina. Betur fór en á horfðist því engar skemmdir urðu á bílunum. Einhverjar skemmdir …

Meira..»

Þumalína

Litla lambið Þumalína hennar Kristínar Ben. fæddist 9. maí sl. og vó hún einungis 800 gr. Meðalþyngd lamba við burð er um 3,5-4,5 kg. Fyrstu sólarhringana þarfnaðist hún mikillar umönnunar. Hún var þurrkuð með hárþurrku og gefið að drekka með sprautu. Viku síðar hafði henni tekist að tvöfalda þyngd sína. …

Meira..»

Stykkishólmsbær þrítugur

Þó svo saga Stykkishólms nái að einhverju leiti aftur til 16. aldar fagnar bærinn engu að síður 30 ára afmæli þessa vikuna. Það var 22. maí árið 1987 sem Stykkishólmur fékk bæjarréttindi og varð þá Stykkishólmsbær, ekki Stykkishólmshreppur. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Stykkishólmsbæjar. 10. júní sama ár …

Meira..»

Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar

Aðalfundur sóknarnefndar Stykkishólmskirkju var haldinn 15.maí s.l. Venjuleg aðalfundarstörf fóru þar fram. Fram kom í máli formanns, Unnar Valdimarsdóttur, að kirkjusókn hefði verið góð og um kirkjuna er dagleg umferð fólks. Starfsemi er fjölbreytt, messuhald, kirkjuskóli, unglingastarf, starf með eldri borgurum, mömmumorgnar, kórastarf og starf Listvinafélagsins. Rætt var um framkvæmdir …

Meira..»

Hljómborð fyrir afrakstur kaffisölu

Vortónleikar tónlistarskóla Snæfellsbæjar fóru fram í síðustu viku. Tónleikarnir voru haldnir í Félagsheimilinu Klifi og var að venju mjög vel mætt af aðstandendum þeirra sem stunda nám í skólanum. Foreldrafélag tónlistarskólans sér um kaffisölu á tónleikum skólans, er þetta alltaf vandað veisluborð og gaman að setjast niður að loknum tónleikum …

Meira..»

Gjöf til kirkjunnar

Um síðustu helgi komu saman afkomendur Kristjönu Þ. Tómasdóttur og Víglundar Jónssonar til að minnast þeirra hjóna, tilefnið var að þann 17. maí hefði Kristjana orðið 100 ára. Að þessu tilefni og einnig 50 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju var ákveðið að gefa kirkjunni 15 Biblíur sem m.a. verða notaðar í tengslum við …

Meira..»

Tjaldsvæðið opið

Búið er að opna tjaldsvæðið í Stykkishólmi fyrir sumarið. Í síðasta mánuði opnaði svæðið fyrir gesti og gátu þeir nýtt sér aðstöðu í skálanum til að þvo þvott o.þ.h. en starfsfólk hefur verið á svæðinu frá mánaðamótum með fastan opnunartíma. Svæðið var opið fram í október á síðasta ári og …

Meira..»

Fyrstu stig í hús

Fyrstu stig Víkings þetta sumarið komu í hús á síðasta sunnudag þegar þeir sóttu Grindavík heim í þriðju umferð Pepsí deildarinnar. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en þónokkur vindur var í Grindavík. Það færðist þó heldur betur fjör í leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar fyrirliði Víkings Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði …

Meira..»

Hreinsa vegasorp

Umhverfismál eru Snæfell­ingum hugleikin og er skemmst að minnast strandhreinsunar­verkefni sem Svæðisgarður Snæfellinga skipulagði fyrir skömmu. Lionsklúbbar á Snæfellsnesi tóku þátt í því verkefni ásamt öðrum félögum, klúbbum og einstaklingum. Um síðustu helgi hóf Lionsklúbbur Ólafsvíkur svo hreinsun vegkanta en það er verkefni sem klúbburinn hefur tekið að sér í …

Meira..»