Fréttir

Sumardagskrá Frystiklefans í Rifi er líka fyrir heimamenn

Kæru bæjarbúar, Nú á dögunum fengu þið inn um bréfalúguna dreyfibréf frá Frystiklefanum í Rifi. Ástæða þessarar sendingar er sú að sumardagskráin okkar er byrjuð. Í 90 kvöld í röð verður einhver menningarviðburður í boði í húsinu og það er okkar ósk að heimamenn láti sig ekki vanta, enda er …

Meira..»

Íbúakönnun vegna mögulegrar sameiningar

Nú stendur yfir greiningarvinna á kostum og göllum sameiningar Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar og Grundarfjarðarbæjar. Verkefninu er stýrt af ráðgjafasviði KPMG. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið sem tekur einungis 5-7 mínútur. Könnunin er nafnlaus og svör órekjanleg. Boðað verður til íbúafundar síðar í ferlinu. Hér má …

Meira..»

Þjóðhátíðardagurinn – Myndir

Það skiptust á skin og skúrir sl. laugardag þegar Hólmarar og landsmenn allir fögnuðu stofnun lýðveldisins. Stillt og sólríkt var framanaf en inn á milli gerði mikla rigningu. Það hefur þó löngu verið innprentað í þjóðarsálina að gera ráð fyrir rigningu á hátíðisdögum og margir voru vel búnir með regnhlífar …

Meira..»

NSV skorar á stjórnvöld

Stjórn Náttúrustofu Vesturlands fundaði í vikunni og samþykkti bókun þar sem fjallað er um nauðsyn þess að tryggja rekstrargrundvöll stofunnar. Í tilkynningu segir að Stykkishólmsbær sé eina sveitarfélagið á Vesturlandi sem leggur NSV styrk til reksturs á móti ríkissjóði og hefur haldið sínu hlutfalli í framlögunum í samræmi við þróun …

Meira..»

Fann rostungstönn í Landey

Guðmundur Arnar Ásmundsson fann heldur betur sjaldgæfan hlut í gönguferð sinni um Landey fyrir skömmu. Í vík gegnt Skipavík fann hann rostungstönn. Rostungar eiga ekki fasta búsetu við Íslandsstrendur í dag en flökkudýr sjást þó endrum og sinnum. Tönninni var komið í hendur Háskólaseturs og þaðan til Minjastofnunar sem hafði …

Meira..»

Þjóðhátíðardagurinn í Snæfellsbæ

Hátíðarhöld á 17. júní fóru fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar að þessu sinni, höfðu þau verið flutt inn vegna slæmrar veðurspár. Dró það ekki úr hátíðleikanum enda búið að skreyta sal íþróttahússins og búið að setja upp hoppukastala og klifur sem Unglingadeildin Drekinn sá um ásamt því að mála börnin. Vel …

Meira..»

Fjögurra ára týndi bangsa á ferðalagi

Eftirfarandi bón barst á ritstjórnarskrifstofuna: Þessi sæti BANGSI fór á flakk á SNÆFELLSNESI í síðustu viku og hans er sárt saknað af 4ra ára eiganda sínum. Hann hefur trúlega farið í felur einhversstaðar í kringum N1 á Hellissandi eða í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ef einhver hefur fundið bangsakrílið eða …

Meira..»