Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Fréttir

Sýning í GSS

Það dettur kannski ekki hverjum sem er að kíkja við í Grunnskólanum til að skoða verkefni nemenda en það er engu að síður í boði. Á stigaganginum má sjá verkefni frá öllum bekkjum sem tengist læsistefnu skólans. Verkefnin á sýningunni fjalla á ýmsan hátt um skáldsögur sem nemendurnir hafa lesið …

Meira..»

Árlegt héraðsmót HSH í Stykkishólmi

Sunnudaginn 7. maí sl. mættu um 54 keppendur til leiks á árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss. Frjálsíþróttaráð HSH stóð að undirbúningi og framkvæmd mótsins sem fram fór í Íþróttamiðstöð Stykkishólms. Keppendur komu frá öllu Snæfellsnesi og kepptu í hinum ýmsu greinum. Átta ára og yngri kepptu í langstökki …

Meira..»

Uppbrotsdagar í FSN

Vikan sem nú er að klárast hefur verið með óhefðbundnu sniði í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Um er að ræða svokallaða uppbrotsdaga þar sem nemendur vinna lokaverkefni þvert á áfanga. Þ.e.a.s. verkefnin snúast ekki endilega um einn áfanga hvert, sem dæmi er verkefni í kynjafræði og uppeldisfræði eitt verkefni. Hugmyndin með þessu …

Meira..»

Heilbrigðiseftirlitið skoðar GSS

Borið hefur á því í vetur að endurtekin veikindi urðu hjá nemendum í tveimur bekkjum Grunnskólans í Stykkishólmi. Eftir ígrundun var ákveðið að skoða stofur nemendanna og lék grunur á að mygla gæti hafa valdið nemendum óþægindum. Farið var yfir stofurnar og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands (HeV) kallað til að skoða nánar. …

Meira..»

Slangran – barist gegn slettum í málinu

Hópur í Listaháskóla Íslands hefur komið á laggirnar Facebook síðunni Slangran. Vill hópurinn vekja athygli á því hversu mikið Íslendingar sletta á ensku í daglegu lífi. Á síðunni má finna fréttir varðandi tungumálið og hættunum sem steðjar að því. Einnig er þar að finna talsett brot úr vinsælum sjónvarpsþáttum yfirfærð á …

Meira..»

Ferðamenn sækja í Kvíabryggju

Kirkjufellið er án efa einn vinsælasti ferðamannastaður á Snæfellsnesi, þó víðar væri leitað. Mikil bílaumferð liggur allt árið um kring að Kirkjufellsfossi þar sem ferðamenn reyna að ná sem bestum myndum af tignarlegu fjallinu. Vestan við fjallið er Kvíbryggja, opið fangelsi. Þar hefur það gerst að erfiðara er að halda …

Meira..»

Ánægðir Berlínarfarar

Tæplega 30 nemendur úr FSN fóru ásamt Hólmfríði Friðjónsdóttur þýskukennara og Lofti Árna Björgvinssyni enskukennara til Berlínar dagana 21. – 25. apríl. Ferðalagið hófst aðfararnótt föstudagsins 21. apríl og lenti hópurinn í samgönguvandræðum strax eftir lendingu þegar lest sem átti að ferja þau á hótelið gekk ekki. Með klókindum náðu …

Meira..»

Þessir sóttu um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá Stykkishólmsbæ

Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá Stykkishólmsbæ var auglýst nýlega og rann umsóknarfrestur út í síðasta mánuði. Starfið felur í sér umsjón, eftirlit og rekstur allra íþróttamannvirkja Stykkishólmsbæjar. Starfinu fylgir ábyrgð á viðhaldi og þrifum, áætlanagerð og starfsmannahald. Alls voru umsækjendur 10 talsins. Þeir eru: Björn Olgeirsson Sigurður Hallvarðsson Lýður Vignisson Kinga …

Meira..»

Hjólin dregin fram

Á götum og gangstígum Stykkishólms sést nú í auknum mæli hjólandi fólk. Það vill gerast með vorinu að fólk leggi bílum sínum og skjótist á milli staða á reiðhjólum. Börn ferðast einnig meira og minna á hjólum sínum. Slysin gera ekki boð á undan sér og er mikilvægt að brýna …

Meira..»

Vökustaur afhendir Dvalarheimilinu styrk

Eins og glöggir lesendur Stykkishólms-Póstsins hafa eflaust tekið eftir birtust reglulega auglýsingar í apríl frá Vaktþjónustunni Vökustaur. Tilboðsátak var í gangi hjá fyrirtækinu þar sem ágóði vöktunnar íbúðarhúsa rann til Dvalarheimilisins. Alls bættust 16 eignir við þjónustuna. Myndin sem fylgir var tekin við það tilefni þegar Agnar Jónsson hjá Vökustaur …

Meira..»