Föstudagur , 16. nóvember 2018

Fréttir

Viðburðarík áskrift

Á heimasíðu Snæfellinga.is má finna viðburðardagatal. Á því dagatali má finna helstu viðburði á Snæfellsnesi, staðsetningar þeirra og tímasetningar. Hægt er að gerast áskrifandi að uppfærslum dagatalsins á síðunni. Það er einföld aðgerð, fyrir neðan dagatalið er að finna hnappa fyrir Google dagatal annars vegar og iCal dagatal hins vegar. …

Meira..»

Kostir sameiningar sveitarfélaga til skoðunar

Á síðustu misserum hefur umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins og sameiningu sveitarfélaga farið vaxandi, og eftir nokkurt hlé eru viðræður um sameiningu sveitarfélaga hafnar víða um land. Um mitt ár 2016 sendi Sturla Böðvarsson erindi til oddvita Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps auk forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar þess efnis að efnt yrði til samráðfundar …

Meira..»

Nemendur Lýsuhólsskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, veitti í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Kuðunginn hlaut Endurvinnslan og í rökstuðningi dómnefndar sagði að „umhverfismálin hafi verið samofin starfsemi fyrirtækisins frá upphafi enda til þess stofnað til að taka á því umhverfisvandamáli sem fylgdi auknu magni umbúða í …

Meira..»

Fatasöfnun Rauða krossins í Stykkishólmi

Kominn er upp gámur frá Rauða krossinum við afgreiðslu B.Sturlusonar á Nesvegi, Stykkishólmi. Gámurinn, eða Fatakassinn, er ætlaður fyrir fatasöfnun Rauða krossins. B. Sturluson, þar áður Ragnar og Ásgeir, hafa séð um flutning á fatnaði fyrir söfnunina hingað til í samstarfi við Eimskip/Flytjanda en ekki var gámur sem fólk gat nýtt …

Meira..»

Afhenti innbundin Sjómannadagsblöð

Í vikunni var Bókasafni Snæfellsbæjar færð gjöf en það er þriðja bindi af Sjómannadagsblaði Snæfellsbæjar. Í þessu bindi eru það blöðin frá 2006 til 2012 sem bókasafnið eignast en fyrir á það tvö bindi sem afhent voru safninu 2007. Fyrra bindið hefur að geyma blöð frá árinu 1987 til 1999 og …

Meira..»

Æfingaferð Víkings til Spánar

Meistaraflokkur karla hjá Vík­ingi var eitt af 32 meistaraflokks­liðum sem fóru erlendis í æfinga­ferð fyrir Íslandsmótið í sumar. Í hópnum sem fór til Pinatar á Spáni dagana 9. til 19. apríl voru rúmlega 20 leikmenn, þjálfarar og fararstjórar. Hópurinn tók þó smá breyt­ingum á meðan á ferðinni stóð. Hilmar Hauksson …

Meira..»

Dró Brynju í land

Síðasta föstudag lauk hrygn­inga stoppinu og máttu bátar setja út veiðarfæri klukkan 10:00 þann dag. Voru bátar að tínast út úr höfnum Snæfellsbæjar fram eftir morgni þar á meðal Brynja SH, ekki vildi betur til en þegar Brynja var kominn rétt út fyrir höfnin í Ólafsvík að það steindó á …

Meira..»

Bræður opna kaffihús

Kaffihúsið Kaldilækur mun opna á næstunni í Snæfellsbæ. Kaffihúsið er staðsett í Sjómanna­garðinum í Ólafsvík og verður rekið af þeim bræðrum Antoni Jónasi og Ólafi Hlyni Illugasonum. Aðspurður að því hvaðan þessi hugmynd hafi komið sagði Anton Jónas: „Það hefur lengi staðið í mér hvað það sé lítið að gera …

Meira..»