Fréttir

Tekið til hendinni

Á Facebooksíðu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls kemur fram að starfsmenn Þjóðgarðsins fengu til sín sjálfboðaliða frá Royal St. George’s College í Kanada fyrir skömmu, sjálfboðaliðarnir hreinsuðu strandlengjuna á Malarrifi. Þegar upp var staðið höfðu þau safnað um 80 kg. af plastrusli. Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli

Meira..»

Ránarkonur funduðu á Mottudeginum

Mottumars, árlegt átaksverk­efni Krabbameinsfélags Íslands frá 2010, er tileinkað baráttu gegn krabbameinum í körlum. Markmiðið í ár er að auka þekkingu á skaðsemi tóbaks­ notkunar og hvetja karla sem nota tóbak til þess að hætta. Í átakinu ber hæst keppnina „Hættu nú alveg“ auk þess sem lögð verður áhersla á …

Meira..»

Vel mætt á fyrirlestraröð NSV

Metaðsókn var á fyrirlestur Róberts A. Stefánssonar í fyrirlestraröð Náttúrustofu Vesturlands sl. mánudag. Í erindi sínu fjallaði Róbert um sveiflur í íslenska minkastofninum og ástæður þeirra. Minkurinn er innflutt, ágeng tegund sem hefur talsverð áhrif á lífríki Íslands. Fyrirlestrarnir fara fram á Ráðhúsloftinu og var þetta sá fjórði í röðinni. …

Meira..»

Hugmyndasmiðja um Gestastofu

S.l. laugardag var efnt til hugmyndasmiðju um væntanlega Gestastofu fyrir Snæfellsnes.  Um 30 þátttakendur alls staðar að af Snæfellsnesi komu saman á Breiðabliki til að ræða og koma með hugmyndir um efnið.  Hófst vinnan kl. 10:30 og stóð til kl. 13:30. Stjórn fundarins var í höndum Sigurborgar Hannesdóttur og óhætt …

Meira..»

Meistaraflokkarnir í körfu

Ljóst er að meistaraflokkur karla hjá Snæfelli mun leika í 1. deild á næsta tímabili eftir að hana lent í neðsta sæti Domino’s deildarinnar. Drengirnir töpuðu öllum leikjum sínum en stuðningsmenn og þjálfarar eru sammála um að liðið hafi sýnt elju og baráttuanda allt tímabilið. Sérstaklega hefur liðinu verið hrósað …

Meira..»

Grunnskólinn í Stykkishólmi sigrar sinn riðil

Fyrsta riðlinum í Skólahreysti er lokið. Það var Vesturlandsriðillinn þar sem eftirfarandi skólar kepptu: Auðarskóli Brekkubæjarskóli Grundaskóli Heiðarskóli Grunnskóli Borgarfjarðar Grunnskóli Hunaþings vestra Grunnskólinn í Borgarnesi Grunnskólinn í Stykkishólmi Grunnskóli Snæfellsbæjar Grunnskólinn í Stykkishólmi var með 38,5 stig og sigraði riðilinn. Hér fyrir neðan má sjá myndir af keppendum Hólmara …

Meira..»

Litið til baka – 26. júlí 2001

Þvílíkur fjársjóður sem leynist í gömlum tölublöðum. 26. tbl., 8. árg. var ekki stórt blað en það var innihaldsríkt. Forsíðuna prýða þær Mæja hár og Dísa sem hafa skert hár á höfði allra bæjarbúa. Þær myndu samt ekki skerða hár á höfði nokkurs manns í réttri merkingu þess orðalags. Tilefni …

Meira..»

SamVest æfingabúðir UDN á Laugum

Um síðustu helgi voru æfinga­búðir á vegum SamVest á Laugum í Sælingsdal. 32 krakkar mættu frá fjórum félögum (HSS, Skipa­skagi, Víkingur Ólafsvík og UDN). Æfingabúðirnar gengu mjög vel. Þeir Hermann Þór Haraldsson og Kormákur Ari Hafliðason frá FH sáum um æfingarnar á laugardeginu og Eva Kristín (Víkingur Ólafsvík), Sigríður Drífa (HSS) …

Meira..»

Eldriborgarar fengu ársmiða

Kári Viðarsson mætti sem leynigestur á ársfund Eldriborgara síðastliðinn miðvikudag. Tilgangur heimsóknarinnar var að gefa öllum meðlimum í félaginu ársmiða sem gildir á alla viðburði Frystiklefans árið 2017. Er þetta í annað skipti sem félagarnir fá þessa flottu gjöf sem styrkt er af fjölmörgum fyrirtækjum í plássinu. Á síðasta ári …

Meira..»