Föstudagur , 21. september 2018

Fréttir

Þorra blótað í Röst

Þorrablót Neshrepps utan Ennis var haldið í Röst Hellis­sandi á síðasta laugardag. Að Þorrablótinu stóðu Kvenfélag Hellissands, Lionsklúbburinn Þernan og Lionsklúbbur Nes­þinga. Þorrablótið heppnaðist mjög vel og seldust um 150 miðar. Um veislustjórn sáu þau Guðrún Gunnarsdóttir, Sigga Beinteins, Jógvan Hansen ásamt Grétari Örvarssyni. Var ekki að heyra annað en …

Meira..»

Hreyfingar á vinnumarkaði

Óvenju mikið hefur verið um atvinnuauglýsingar á síðum Stykkishólms-Póstsins undanfarið. Jafnvel ef frá eru taldar auglýsingar fyrir sumarafleysingar. Auglýst hafa verið um 5-8 framtíðarstörf frá áramótum, þ.a. eru nokkrar 100% innivinnandi stöður. Þá eru ekki taldar með auglýsingar um afleysingar og sumarstörf. Bæði má finna auglýsingar frá fyrirtækjum bæjarins en …

Meira..»

Utanvegahlaup ársins 2016

Snæfellsjökulshlaupið fékk góða viðurkenningu á dögunum þegar það var valið utanvega­hlaup ársins af hlaup.is og lesendum þess. Var það valið besta utanveghlaupið út frá einkunnagjöf hlaupara á hlaup.is. Verðlaunin voru svo afhent þann 12. febrúar síðastliðinn en þetta er í áttunda skipti sem verðlaun þessi eru afhent. Fjögurra skóga hlaupið …

Meira..»

Þorrafagnaður 2017

Mikil eftirvænting er hjá bæjarbúum eftir Þorrablótinu ef marka má áhuga á miðasölunni. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að hafa einn miðasöludag í viðbót, miðvikudaginn 15. febrúar. Salan hefur því gengið vel og víst margir spenntir að sjá hvernig nefndin mun tækla uppákomur og atvik liðins árs. Af nógu er …

Meira..»

Hrun úr Enninu

Á síðasta föstudag féll skriða í Enninu að vestan, um var að ræða tugi rúmmetra af efni sem hafði losnað úr Enninu sennilega eftir leysingarnar undanfarið. Myndaðist stór hola í Enninu og þyrlaðist þó nokkuð af grjóti á veginn. Tóku vegfarendur sem komu að þessu til við að hreinsa veginn svo …

Meira..»

Veður verður á veðurskiltinu

Áhugaveðurfræðingar geta tekið gleði sína á ný því veðurskiltið á fótboltavellinum er komið í lag. Sama vindáttin hefur verið ríkjandi óralengi, eða allt frá því að skipt var um búnað sem sendir merki til skiltisins frá veðurmælingastöð. Nú hefur hins vegar tekist að fá skiltið í lag og íbúum til …

Meira..»

Öskudagurinn nálgast

Öskudagurinn verður 1. mars þetta árið. Eins og áður mun Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi standa fyrir skemmtun fyrir börnin. Venju samkvæmt verður skrúðganga frá Tónlistarskólanum að íþróttahúsinu. Þar munu ýmsar ofurhetjur, kóngar og drottningar, kynjaverur og trúðar ganga í sameiningu og lífga upp á daginn. Foreldrafélagið biður fyrirtæki, stofnanir og …

Meira..»

Árgangur 2016

Ár hvert hittast yngstu Hólmararnir í Stykkishólmskirkju fyrir myndatöku. Meðfylgjandi mynd var tekin af árgangi 2016 þriðjudaginn 14. febrúar sl. Þar má sjá flest börnin úr þeim árgangi en 4 börn vantar og alla feðurna, enda erfitt að hóa saman stórum hóp svo öllum henti. Neðri röð frá vinstri : …

Meira..»

Lóðum úthlutað

Bæjarráð fór yfir lóðaumsóknir í Víkurhverfi á fundi í síðustu viku. Sagt var frá því í síðasta blaði að umsóknir hefðu borist um átta lóðir og fleiri en einn aðili hafi sótt um sumar lóðirnar. Alls var opnað fyrir umsóknir á 21 lóð í þessum fyrsta áfanga Víkurhverfis. Á þremur …

Meira..»