Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Fréttir

Gera klárt á net

Það var nóg að gera hjá strákunum á Magnúsi SH á síðasta fimmtudag. Voru þeir að gera klárt á net og ætluðu að leggja á mánudaginn. Sögðu þeir að gott væri að fá nokkra daga til að slípa sig saman og rifja upp netataktana frá síðustu vertíð en þeir fara …

Meira..»

Úrslit upplestrarkeppni

Lokahátíð stóru upplestrar­keppninnar fór fram miðviku­daginn 15. mars í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nemendur 7. bekkjar stóðu sig mjög vel og höfðu greinilega æft sig vel og til­ einkað sér handleiðslu kennara sinna. Að keppni lokinni voru það þau Sunna Líf Purisevic, Sædís Rún Heiðarsdóttir og Sigurbjörn Ágúst Kjartansson sem sköruðu fram …

Meira..»

Litmerkingar

Þriðja litmerkingarár Háskólaseturs Snæfellsness á æðarfuglum á Breiðafirði hefst brátt. Síðan 2015 hafa starfsmenn Háskólaseturs merkt æðarfugla á sunnanverðum Breiðafirði til þess að fylgjast með ferðum þeirra og sjá hvort mikið flakk sé á þeim. Merktir fuglar halda sig að mestu við varpstöðvar allan veturinn og hafa starfsmenn Háskólaseturs séð …

Meira..»

Leki kom að Sæljósi GK

Á síðasta fimmtudag barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð en leki hafði komið að Sæljósi GK um tvær sjómílur norðvestan við Rif. Þyrlan var send á loft en snúið við stuttu seinna. Nærstaddir bátar voru beðnir að sigla að bátnum. Var báturinn tekinn í tog af Saxhamri SH og síðar Björgunarbátnum …

Meira..»

Upprennandi tónlistarfólk

Undanúrslit Músíktilrauna hefjast laugardaginn 25. mars í Norðurljósasal Hörpu. Fjögur undanúrslitakvöld verða dagana 25.-28. mars, úrslitakvöldið fer fram 1. apríl. Á Músíktilraunum keppa hljómsveitir allsstaðar af landinu. Keppnin er ætluð tónlistarmönnum á aldrinum 13-25 ára og er markmið hennar að búa til stökkpall fyrir ungar og efnilegar hljómsveitir, að skapa …

Meira..»

Tveir bæjarstjórnarfundir í vikunni

Tveir bæjarstjórnarfundir voru haldnir í vikunni. Sá fyrri var mánudaginn 20. mars sl. og var aðeins eitt mál á dagskrá: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar. Höfundur deiliskipulagsins mætti til fundarins og gerði grein fyrir tillögunni. Þá las bæjarstjóri upp svör við athugasemdum sem borist höfðu um skipulagið. Alls bárust …

Meira..»

Vélaverkfræði í Grunnskólanum (?)

Það er ekki alltaf hefðbundið bóknám sem nemendur í Grunnskólanum í Stykkishólmi stunda í kennslustundum. Hægt er að læra á umhverfið með ótal öðrum leiðum. Nemendur í 10. bekk settu í gang svokallaðar Rube Goldberg vélar sem þau höfðu smíðað í vikunni. Vélarnar eru einskonar brautir sem leiða hluti áfram …

Meira..»

Deildarmeistarar – Myndir

Meistaraflokkur Snæfells í körfubolta kvenna varð í síðustu viku deildarmeistari í Domino’s deildinni í fjórða skipti eftir sigur á Grindavík. Snæfell lýkur mótinu með 44 stig, unnir leikir voru 22 og tapaðir 6. Ljóst er að liðið mun mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Þær eiga möguleika á því að …

Meira..»

Ný heimasíða SSV

Samtök sveitarfélaga í Vesturlandi (SSV) hafa tekið í notkun nýja heimasíðu. Síðan var hönnuð af Aroni Hallssyni, vefhönnuði. Í tilkynningu segir að það sé von samtakanna að með nýrri síðu takist að bæta upplýsingamiðlun og þjónustu við sveitarfélögin, stofnanir, atvinnulífið og seintaklinga sem nýta sér hana. Ýmiskonar upplýsingar og fróðleik …

Meira..»