Fréttir

Síðbúnar sólarpönnukökur

Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur tóku daginn snemma mánu­daginn 20. febrúar. Yfir 20 kven­félagskonur mættu galvaskar í Félagsheimilið Klif klukkan fimm um morguninn. Tilefnið var að baka sólarpönnukökur. Kvenfélag Ólafsvíkur hefur í mörg ár bakað sólarpönnu­kökur og er þetta ein helsta fjár­öflun félagsins. Bakaðar voru pönnukökur á 10 pönnum og bökuðu …

Meira..»

Forsetinn skrifar til nemenda

9. bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi stefnir á Danmerkurferð síðar á þessu ári. Í tilefni þess að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í janúar fannst bekknum tilvalið að spyrja hann hvort hann myndi spreyta sig á dönskunni eða tala ensku á meðan heimsókninni …

Meira..»

Þreföldun selds afla milli ára

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hefur vaxið og dafnað frá því hann opnaði. Markaðurinn opnaði 31. desember 2015 og hefur því starfað í rétt rúmt ár. Fyrst um sinn var markaðurinn til húsa að Snoppuvegi 1 en hefur nú flutt sig um set og er staðsettur í stærra húsnæði við Ennisbraut 34. Þar …

Meira..»

Fyrirlestraröð NSV fer vel af stað

Nú þegar hafa verið haldnir tveir fyrirlestrar í fyrirlestrarröð Náttúrustofu Vesturlands. Góð mæting var og sköpuðust líflegar og áhugaverðar umræður á báðum fundum. Fyrsti fyrirlesturinn var 8. febrúar sl. þar sem Stefán Gíslason ræddi fatasóun. Í erindi sínu ræddi Stefán um endurnýtingu á textílvörum og umhverfisáhrif sem fylgir framleiðslu fatnaðar. …

Meira..»

Bjarki Freyr fékk viðurkenningu

112 dagurinn var haldinn hátíð­legur í Snæfellsbæ sem og annars staðar á landinu laugardaginn 11. febrúar. Að venju keyrði bílalest viðbragðsaðila um bæjar­félagið og endaði aksturinn í hús­næði Lífsbjargar. Þar kynntu við­bragðsaðilar starf sitt, búnað og tæki. Bæjarbúar létu sitt ekki eftir liggja og mættu vel í húsnæði Lífsbjargar á …

Meira..»

Júlíana – Menningarstimpill á bæinn

Júlíönu hátíðin fór fram sl. helgi. Venju samkvæmt var veitt viðurkenning fyrir framlag til menningarmála og að þessu sinni hlaut Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, heiðurinn. Þemað á hátíðinni í ár var þorpið. Í gömlu kirkjunni fluttu nemendur úr elstu bekkjum grunnskólans texta og sögur eftir samnemendur sína sem þau höfðu unnið …

Meira..»

Útlit fyrir slæmt veður

Veðurstofa Íslands varar við mjög slæmu veðri um land allt föstudaginn 24. febrúar. Búast má við að vindhraði nái víða 20-28 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, ásamt mjög hvössum vindhviðum, allt að 40 m/s, segir á heimasíðu veðurstofunnar. Úrkoma fylgir veðrinu, fyrst snjókoma sem breytist í …

Meira..»

Afhentu rósir á konudaginn

Konudagsmessa var haldin í Ólafsvíkurkirkju s.l. sunnudag. Messan var einnig fyrsti viðburður afmælisnefndar vegna 50 ára afmælis Ólafsvíkurkirkju. Verða fleiri viðburðir út afmælisárið þar sem Ólafsvíkurkirkja verður 50 ára þann 19. nóvember á þessu ári en hún var vígð þann 19. nóvember 1967. Konur í Kven­félagi Ólafsvíkur tóku virkan þátt …

Meira..»

Enginn skólaakstur föstudaginn 24. febrúar

Útlit er fyrir slæmt veður og slæma færð á morgun, föstudag og því hefur verið ákveðið fella niður skólaakstur frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Þó svo að skólahald verði ekki með hefðbundnu sniði eru nemendur minntir á að hægt er að vinna verkefni í Moodle. …

Meira..»

Allt á fullt eftir verkfall

Aflabrögð hafa verið mjög góð síðustu viku en heildarafli á höfnunum á Rifi og í Ólafsvík var rúm 1200 tonn frá 14. febrúar til 20. janúar í 107 löndunum. Þar af komu 550 tonn á land nú á síðasta mánudag en þá var fyrsti dagur eftir verkfall og nánast allir …

Meira..»