Fréttir

2016 var hlýjasta ár Stykkishólms

Samfelldar veðurathuganir hafa verið í Stykkishólmi síðan haustið 1845 og er það lengsta óslitna mæling veðurs á landinu. Í pistli sem Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna, og Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum, hafa tekið saman og birt á vedur.is kemur fram að árið 2016 hafi verið það hlýjasta í Stykkishólmi frá …

Meira..»

Nafn mannsins sem lést í snjóflóðinu á laugardag

Maðurinn sem lést í snjóflóði á Esjunni sl. helgi hét Birgir Pétursson. Hann var fæddur árið 1991, frá Stykkishólmi en búsettur í Reykjavík. Foreldrar Birgis eru þau Pétur Kristinsson og Katrín Gísladóttir, búsett í Stykkishólmi. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu leitaði eftir að tilkynning um snjóflóðið barst. Tveir félagar Birgis …

Meira..»

Skáknámskeið í Grunnskólanum

Laugardaginn 28. janúar nk. býðst öllum krökkum á grunnskólaaldri að taka þátt í skáknámskeiði í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Námskeiðið verður frá kl. 9 – 12 og svo eftir hádegismat frá kl. 13 – 16. Frítt er á námskeiðið. Umsjón með námskeiðinu verður í höndum Birkis Karls sem er margverðlaunaður skákmaður. …

Meira..»

Orgeltónleikar á sunnudag

Organistinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgel Stykkishólmskirkju n.k. sunnudag. Sigrún Magna er organisti við Akureyrarkirkju og hlaut Listamannalaun í fyrra. Hún hefur rannsakað orgeltónlist eftir konur og eru tónleikarnir á sunnudaginn hluti af því verkefni. Sigrún hefur haldið tónleika á Íslandi er erlendis sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Tónleikarnir …

Meira..»

Opinber fyrirspurn til bæjarstjórnar Snæfellsbæjar

Sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár. Þann 26. maí 2016 sendi undir­ritaður fyrirspurn á bæjarstjórn Snæfellsbæjar varðandi aðgang að eignarskrá yfir listaverk og gjafir í eigu Snæfellsbæjar. Nú átta mánuðum síðar hefur enn ekki borist svar frá bæjarstjórn varðandi umleitan mína og langar mig af því tilefni að ítreka …

Meira..»

40 ára afmæli

Þann 7. janúar s.l. var haldið upp á 40 ára leikskólastarf í Grundarfirði. Af því tilefni bauð bæjarstjórn Grundarfjarðar til fagnaðar í samkomuhúsi bæjarins og var öllum bæjarbúum, öllum fyrrverandi leikskólastjórum og leikskólastjórum á svæðinu, boðið að koma og fagna þessum tíma­ mótum með okkur. Að loknum þessum fagnaði hafði …

Meira..»

Vísnasamkeppni Grunnskólanna

Margrét Helga Guðmunds­dóttir í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar var hlutskörpust nemenda á miðstigi í vísna­ samkeppni grunnskólanna sem Menntamálastofnun stóð fyrir. Unnur Birna Þórhallsdóttir íslenskukennari afhenti henni viðurkenningarskjal og bóka­verðlaun frá Menntamálastofnun þann 19. janúar. Vinningsbotn Margrétar er hér fyrir neðan. Til hamingju! Mér finnst gott að hlæja hátt, hafa fjör og …

Meira..»

Vinaliðar úr Gsnb í ferðalagi

Vinaliðarnir í Grunnskóla Snæ­fellsbæjar fóru í vinaliðaferðina sína í síðustu viku. Vinaliðar eru valdir tvisvar sinnum á ári í 3. til 7. bekk en skólinn tekur þátt í Vinaverkefninu sem gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Markmiðið er …

Meira..»

Ókeypis heilsufarsmælingar

Dagana 4. og 5. febrúar býðst íbúum á Snæfellsnesi upp á að mæta í ókeypis heilsufarsmælingar í boði SÍBS og Hjartaheilla í samstarfi við heilsugæsluna og sveitarfélögin á svæðinu. Í heilsufarsmælingunum eru blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun mæld. Auk þess verður boðið upp á öndunarmælingu hjá hjúkrunarfræðingi fyrir þá sem …

Meira..»