Fréttir

Slökkviliðið fær nýjar klippur

Slökkviliðið í Stykkishólmi hefur fengið í hendur nýjar björgunarklippur. Um er að ræða klippur, glennu og tjakk sem kemur sér vel í neyð. Leysa þessar klippur aðrar af hólmi sem komnar eru til ára sinna, um 16-17 ára gamlar. Nýju klippurnar eru rafdrifnar en þær gömlu gengu fyrir bensíni. Talsvert …

Meira..»

Markaður á aðventu

Pakkhúsið í Ólafsvík er opið á aðventunni eins og áður og stendur fyrir ýmsum viðburðum ásamt því að selja handverk og ýmsar fallegar vörur, kaffi, súkkulaði og fleira gott. Einn þessara viðburða var að haldinn var markaður þar sem fólki gafst kostur á að koma og selja ýmsan varning þann …

Meira..»

Fjárhagsáætlun

Bæjarstjórnarfundur var haldinn 8. desember sl. þar sem fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2017 var rædd auk þriggja ára áætlunar fyrir 2018-2022. Eins og áður hefur komið fram í Stykkishólms-Póstinum samþykkti bæjarráð tillögu þess efnis að útsvar árið 2017 verði 14,37%, það sama og árið 2016, og að gjaldskrár hækki um …

Meira..»

Fjölmenn Bókaveisla í Klifi

Á́rleg Bókaveisla Grunnskóla Snæfellsbæjar fór fram á Klifi þriðjudaginn 6. desember. Bóka­veislan er eitt af átthagafræði­verkefnum 10. bekkjar í skóla­num. Þar er áhersla lögð á að tengja saman skólann og sam­félagið. Verkefnið er styrkt af Snæfellsbæ og Menninganefnd. Á bókaveislunni lásu höfundar úr nýútkomnum bókum sínum og nemendur 10. bekkjar kynntu …

Meira..»

Héraðsnefnd Snæfellinga lögð niður

Ákveðið hefur verið að leggja niður Héraðsnefnd Snæfellsness en stofna Byggðasamlag Snæfellsness í staðinn. Héraðsnefndin var stofnuð árið 1989 og tók hún við störfum sýslunefndar. Tilgangur hennar var að annast sameiginleg verkefni sem varða öll aðildarsveitarfélögin (Stykkishólmsbær, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit). Nefndin tilnefnir og/eða kýs fulltrúa í …

Meira..»

Samningur framlengdur

Varnarmaðurinn knái Tomasz Luba og Knattspyrnudeild Vík­ings hafa framlengt samning sín á milli út keppnistímabilið 2017. Tomasz hefur leikið með Víkingi frá árinu 2010. Á þeim tíma hefur hann leikið 204 leiki og skorað 6 mörk. „Það er stjórn Víkings mikið ánægjuefni að skrifa undir framlenginu á saming við heimamannin Tomasz …

Meira..»

Nú ljóma aftur ljósin skær

Sl. föstudag komu bæjarbúar Stykkishólms saman í Hólm- garði til að tendra ljósin á jólatré bæjarins. Tréð ferðaðist alla leið frá Drammen í Noregi en hann er vinabær okkar Hólmara. Tónlistarnemar frá Tónlistaskóla Stykkishólms spiluðu og sungu nokkur jólalög með aðstoð kennara sinna og myndaðist regluleg jólastemning. Fyrstu bekkingar úr Grunnskóla …

Meira..»

Öðruvísi jóladagatal

Þessa vikuna er þemavika í Grunnskólanum í Stykkishólmi og nemendur ekki í hefðbundinni kennslu en læra á annan hátt. 1.-7. bekkur er nú í verkefni sem kallast Öðruvísi jóladagatal frá SOS Barnaþorpum. Í því verkefni fræðast nemendur um aðstæður barna víðsvegar um heiminn og læra einnig að hátíðirnar snúast ekki …

Meira..»

Nóg um að vera

Það verður líf og fjör komandi helgi í Stykkishólmi í menningar- og skemmtanalífi. Jólaljúfmetismarkaðurinn Stykkishólmz-bitter verður á laugardaginn í bragga BB & Sona á Reitarvegi 16. Tókst hann með eindæmum vel síðasta ár og er von á öðru eins nú. Þá verður pup-quiz sama kvöld á Skúrnum. Heimildir herma að …

Meira..»