Fréttir

FSN keppir í Morfís í kvöld

Morfíslið FSN mætir liði MH í kvöld í æsispennandi kappræðum. Lið FSN er skipað þeim Ísól Lilju Róbertsdóttur, Jóni Grétari Benjamínssyni, Lenu H.F. Fleckinger Örvarsdóttur og Guðbjörgu Helgu Halldórsdóttur. Ísól og Jón Grétar koma frá Stykkishólmi. Þjálfari liðsins er Loftur Árni Björgvinsson. Í Morfís (Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi) …

Meira..»

Undirskriftasöfnun á næstunni

Nokkur viðbrögð hafa verið vegna greinar (sjá hér) sem birtist í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins. Í greininni, sem var aðsend, fer Lárus Ástmar Hannesson nokkrum orðum um miðbæjarskipulagið og nefnir þar mögulega atkvæðagreiðslu íbúa. Tekur hann þar fram að samkvæmt sveitastjórnarlögum geti ákveðið hlutfall kosningabærra manna óskað eftir atkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn tæki …

Meira..»

Vesturlandsslagur í Maltbikarnum

Dregið var í vikunni hvaða lið munu mætast í undanúrslitum Maltbikarsins í körfubolta. Kvennalið Snæfells mætir þar Skallagrími í alvöru Vesturlandsslag. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Keflavík og Haukar. Báðir leikirnir fara fram þann 8. febrúar nk. í Laugardalshöllinni. Leikur Skallagríms og Snæfells fer fram kl. 20:00. Í viðtali við mbl.is …

Meira..»

Þjónusta Stígamóta á Vesturlandi

Stígamót auglýsa að fljótlega hefjist ókeypis þjónusta fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á Vesturlandi. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi. Nú eru talsmenn Stígamóta á ferð um landshlutann að kynna starfsemina fyrir fagaðilum og almenningi. Stígamót eru grasrótarsamtök sem aðstoðar fólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi. Þar geta brotaþolar fengið stuðning og deilt …

Meira..»

Stykkishólms-Pósturinn 23 ára í dag

Fyrsta tölublað Stykkishólms-Póstsins kom út 13. janúar árið 1994. Það var Prentsmiðjan Stykkishólmi hf. sem gaf hann út. Blaðið hefur tekið nokkrum breytingum síðan þá og skipt um eigendur og ritsjtóra en alltaf hefur hann komið út. Þykir það gott hjá prentmiðli í litlu samfélagi. Engar auglýsingar eru á forsíðu …

Meira..»

Björn kveður Vegagerðina

Björn Jónsson lét af störfum sem rekstrarstjóri hjá Vega­gerðinni nú um áramótin eftir 31 árs farsælt starf sem héraðsstjóri og svo rekstrarstjóri. Var af því tilefni boðið til veislu til að þakka honum fyrir störf sín og kveðja. Björn hefur unnið hjá eða fyrir Vegagerðina stóran hluta starfsævinnar. Hann er …

Meira..»

Fjárfest í öflugu kælikerfi

Nú í haust hafa staðið yfir tals­verðar framkvæmdir í slægingar­ og flokkunarstöð Fiskmarkaðs Íslands í Rifi, þó ber helst að nefna kælikerfi sem ætlað er að halda hráefni kældu í móttöku eða við bestu mögulegar aðstæður fyrir og eftir meðferð. Kælikerfið var keypt af Frostmark ehf., hafa þeir víðtæka reynslu …

Meira..»

Úrslit í Futsal

Ú́rslitaleikur meistaraflokks karla í Futsal fór fram í Laugar­dalshöll á síðasta sunnudag. Þar áttust við Selfoss og Víkingur frá Ólafsvík. Fyrir leikinn átti Víkingur möguleika á því að vinna titilinn þriðja árið í röð. Svo varð þó ekki en Selfoss vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitili í Futsal og endaði leikurinn 3 …

Meira..»

Jólin kvödd í roki og rigningu

Jólin voru kvödd með hefðbundnum hætti í Snæfellsbæ á þrettándanum. Lionsklúbbarnir í Ólafsvík stóðu fyrir göngu frá Pakkhúsinu í Ólafsvík að brennunni sem staðsett var rétt fyrir innan félagsheimilið Klif. Gengið var í fylgd álfadrottingar, álfakóngs og álfameyja. Einnig var Grýla mætt ásamt púkum. Þegar búið var að kveikja í …

Meira..»