Fréttir

Niðurstöður forvals VG í NV-kjördæmi

Í gærkvöldi lauk talningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Talið var í Leifsbúð í Búðardal. Alls voru 859 atkvæði greidd og þar af reyndust 787 gild. Á kjörskrá voru 1102 og var því kjörsókn 78%. Niðurstaðan varð sú að Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður frá Suðureyri varði forystusæti …

Meira..»

Stækkun Dvalarheimilis í Grundarfirði

Nú stendur til að stækka dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði. Fellaskjól er sjálfseignarstofnun með 12 herbergi. Er ætlunin að stækka með viðbyggingu upp í 18 herbergi og skipta þannig heimilinu svo einn gangur verði notaður undir hjúkrunarrými og annar fyrir dvalarrými. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að verkið muni kosta …

Meira..»

„Þeir eyðilögðu fyrir okkur bílinn og komust upp með það.”

  Mikil óánægja er hjá flutningafyrirtækinu BB & Sonum í Stykkishólmi vegna úrskurðar Hæstaréttar í máli þeirra gegn Sæferðum, sem kveðinn var upp í gær. BB & Synir kröfðust skaðabóta vegna tjóns á flutningabifreið þeirra, í ferð frá Brjánslæk til Stykkishólms, í Breiðafjarðarferjunni Baldri sem er í eigu Sæferða. Eimskip …

Meira..»

Af framboði Framsóknarmanns

Sá sem þetta ritar er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í norðvestur kjördæmi og er auðmýkt og þakklæti efst í huga yfir því trausti sem sýnt er með að fá þriðja sætið á listanum. Ég hef verið fyrsti varaþingmaður fyrir fjóra þingmenn á yfirstandandi kjörtímabili og tekið sæti á þingi í …

Meira..»

Skemmtiferðaskipin í Stykkishólmi

Það má segja að skemmtiferðaskipavertíðinni ljúki nú 22. september í Stykkishólmi þegar síðasta skip sumarsins leggur úr höfn. Frá 23. maí hafa tvö skip komið samtals 13 sinnum. Alls voru farþegar 1982 og bætast þeir við fjölda ferðamanna sem ferðast um Nesið. Gestir þessir fara í skipulagðar ferðir um Stykkishólm …

Meira..»

Körfuboltinn rúllar af stað

Þegar líða fer á haustið bíða margir óþreyjufullir þess að körfuboltatímabilið gangi í garð. Íslandsmeistararnir í Snæfell munu keppa við bikarmeistarana frá Grindavík um titilinn meistarar meistaranna 2. október nk. og hrinda þar af stað tímabilinu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á liðinu en nýlega skrifaði Taylor Brown undir samning …

Meira..»

Framboðslisti Viðreisnar í NV

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október næstkomandi. Listinn er fjórði listinn af sex sem Viðreisn kynnir til leiks fyrir kosningarnar. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur, leiðir listann sem er skipaður konum og körlum til jafns. Listann má sjá hér fyrir neðan: Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur, Ísafirði Lee Ann …

Meira..»

Vegir og vegleysur – aðgerðir strax

Bílvelta á Skógarstrandarvegi s.l. föstudag og fleiri í vikunni. Vatnsnesvegur svo holóttur að nálgast hættumörk. Vegurinn út á Reykjaströnd ófær vegna aurs og skriðufalla. Svona mætti áfram telja. Þannig hljóma fréttirnar nú dag eftir dag. Um marga þessa sveitar og héraðsvegi er þó börnum ekið daglega í skóla. Í haustmyrkri og rigningu …

Meira..»

Forval VG

Kæru félagar nú er hafin kosning í forvali Vinstri grænna  í Norðvesturkjördæmi  fyrir komandi Alþingingiskosningar. Ég býð mig fram  til að leiða listann í 1. sæti. Mikilvægt er að svæðið, kjördæmið og landsbyggðin öll hafi öfluga talsmenn á Alþingi. Ég  tel mig hafa góða reynslu af því að vinna að …

Meira..»

Góðir félagar í VG

Nú berast kjörseðlar í hús í forvali VG sem stendur yfir dagana 12. til 20. september. Mikilvægt er að við tökum öll þátt og og mótum sigurstranglegan lista í komandi Alþingiskosningum. Það er ánægjulegt að sjá hve margir góðir og hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér í forystusveit fyrir …

Meira..»