Fimmtudagur , 20. september 2018

Fréttir

Danskir, smábátar og sameining

Bæjarráð hélt fund þriðjudaginn 9. júní síðastliðinn þar sem m.a. bæjarhátíðin Danskir dagar var rædd með fulltrúum Eflingar, Snæfells, formanni Íþrótta og æskulýðsnefndar, Upplýsinga og markaðsfulltrúa og Æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Í fundargerð kemur fram að Umf. Snæfell muni bjóða upp á dansleik með Páli Óskari 15. ágúst og einnig kemur …

Meira..»

Danskir

Heimsókn danskra nemenda hér til Stykkishólms stendur yfir þessa dagana en Danirnir koma frá Lyshöjskolen í Kolding. Þau taka þátt í skólastarfinu auk þess sem þau upplifa náttúruperlur bæði hér á Snæfellsnesi og víðar. Dvöl þeirra lýkur n.k. föstudagskvöld með kveðjuveislu og sundlaugarpartýi. Af dönskum dögum er það að frétta …

Meira..»

Á toppnum

Árlegt vorverk hér í Stykkishólmi er vorferð elstu leikskólabarnanna. Í ár var gengið á Gráukúlu og þaðan í gegnum hraunið niður á Hraunflöt þar sem borðað var nesti, farið var í fjársjóðsleit og fleira skemmtilegt. Veðrið lék við hópinn í göngunni s.l. föstudag og allir komu glaðir heim, enda höfðu …

Meira..»

Siðareglur sveitarfélaga

59 af 74 sveitarfélögum hafa sett sér siðareglur og sent ráðuneytinu til staðfestingar. Á lista sem Innanríkisráðuneytið birti í síðustu viku er Stykkishólmur ekki á blaði með staðfestar siðareglur en önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi vinna nú þegar eftir staðfestum siðareglum, sem sveitarstjórnarlögin kveða á um. Í kjölfar umræðu um siðareglur …

Meira..»

Fjölbrautarskóli Snæfellinga í 3. sæti sem stofnun ársins 2015

Á dögunum fékk Fjölbrautarskóli Snæfellinga viðurkenningu sem stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnananna. Fimm fyrirmyndarstofnanir eru í flokki með FSN, sem lenti í 3. sæti, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Einkaleyfastofa, Landmælingar og Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu. Þetta er í tíunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af …

Meira..»

Athafnasemi í Stykkishólmi

Af fundargerðum nefnda og ráða bæjarins má sjá að nóg er um að vera og margar hugmyndir í farvatninu. Sótt er um breytingar, nýungar og fleira á byggingum í bænum og virðist enginn hugmyndaskortur vera þar á ferðinni. Verið er að skipuleggja árvissa umhverfisdaga í Stykkishólmi í lok maí og …

Meira..»

Frú Agnes Sigurðardóttir predikaði

S.l. sunnudag var því fagnað í Stykkishólmskirkju að 25 ár eru frá vígslu hennar. Frú Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands predikaði, prestur var Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson sóknarprestur, Kór Stykkishólmskirkju söng og organisti var Lázsló Petö. Frú Agnes fór fögrum orðum um kirkjuna, altarismyndina og orgelið í predikun sinni auk þess …

Meira..»

Framtíðarsýn fyrir Vesturland

Rúmlega sjötíu íbúar af Vesturlandi komu sama til fundar í Hjálmakletti í Borgarnesi í gær til að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland. Þær Björg Ágústsdóttir og Matthildur Elmarsdóttir ráðgjafar hjá Alta stýrðu fundinum sem var gagnlegur og árangursríkur, að sögn SSV. Fundarmenn störfuðu í 11 hópum og unnu með spurningar um …

Meira..»

Miðvikudagsútgáfa í næstu viku

Þar sem Uppstigningadag ber upp á fimmtudag í næstu viku verður Stykkishólms-Pósturinn borinn út á miðvikudeginum 13. maí. Skilafrestur efnis í blaðið færist því fram til mánudagsins 11. maí – um hádegisbil. Eins og gestum stykkisholmsposturinn.is hafa tekið eftir, þá hefur nýr vefur tekið við af honum. Vefurinn snaefellingar.is er …

Meira..»

Snæfellsstúlkur meistarar annað árið í röð

S.l. mánudag tryggðu Snæfellstúlkur sér Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna, annað árið í röð með enn einum spennusigrinum á Keflavík 81-80. Snæfell vann þar með viðureign liðanna 3-0 en sú tala gefur svo sannarlega ekki rétta mynd af viðureigninni sem var jöfn og spennandi. Snæfellsstelpurnar voru hinsvegar ríkjandi Íslandsmeistarar og höfðu …

Meira..»