Íþróttir

Leikmenn á hreyfingu

Snæfellsstúlkur hafa nú kvatt Taylor Brown og spilar hún ekki meira með liðinu á tímabilinu. Hún er þegar farin af landi brott og er ástæðan sögð vera vegna persónulegra ástæðna. Taylor Brown skoraði 21,4 stig að meðaltali í leik, tók 4,8 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar fyrir Snæfell. Körfuknattleiksdeild Snæfells …

Meira..»

Yngri flokkar Snæfells

Síðustu helgi hófst Íslandsmót yngri flokka í körfubolta og er öruggt að segja að Snæfellsliðin hafi staðið sig frábærlega. 8. flokkur stúlkna lék í C-riðli hér í Hólminum og vann alla sína leiki örugglega gegn Njarðvík, Fjölni og Breiðablik. Þær færast því upp um riðil og leika næst í B-riðli. …

Meira..»

Nýr liðsmaður Snæfells

Meistaraflokkur Snæfells karla hefur ráðið til sín nýjan leikmann fyrir tímabilið. Er það Kanadamaðurinn Sefton Barrett. Sefton er fæddur árið 1983 og er ætlunin að hann komi með mikla leikreynslu í lið Snæfells, enda hefur hann leikið um víða veröld s.s. í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi og Kanada. Snæfell spilaði …

Meira..»

Uppskeruhátíð og maraþon

Fótboltamaraþon fór fram um helgina á vegum Snæfellsnessamstarfsins, var það haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar og í leiðinni voru haldnar uppskeruhátíðir hjá krökkunum og veittar viðurkenningar. Krakkarnir spiluðu fótbolta í 22 tíma og tók meistaraflokkur karla síðustu tvo tímana fyrir þau í Reykjavík þegar þeir spiluðu síðasta leik sumarsins í Pepsídeildinni við Stjörnuna. Grillaðar voru pylsur fyrir krakkana sem þau gæddu sér á, á …

Meira..»

Meistarar meistaranna

Íslandsmeistararnir í körfuknattleik kvenna, Snæfell, vann frækinn sigur á Grindavík um helgina. Er Snæfell þá meistari meistaranna. Barist er um titilinn ár hvert og etja kappi Íslands- og bikarmeistarar. Snæfell var einnig bikarmeistari svo það kom í hlut Grindavíkur að vera fulltrúi bikarmeistara þessa leiks þar sem þær lutu í …

Meira..»

Pálína Gunnlaugsdóttir í Snæfell

Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur um að leika með félaginu á komandi tímabili. Pálína samdi til eins árs við Snæfell og mun hún æfa fyrir sunnan. Pálína skoraði 10.9 stig að meðaltali í leik fyrir Hauka á síðasta tímabili og er hún mikill liðsstyrkur fyrir Íslandsmeistara Snæfells. Pálína …

Meira..»

Körfuboltinn rúllar af stað

Þegar líða fer á haustið bíða margir óþreyjufullir þess að körfuboltatímabilið gangi í garð. Íslandsmeistararnir í Snæfell munu keppa við bikarmeistarana frá Grindavík um titilinn meistarar meistaranna 2. október nk. og hrinda þar af stað tímabilinu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á liðinu en nýlega skrifaði Taylor Brown undir samning …

Meira..»

Íþrótta og tómstundahandbók Stykkishólmsbæjar 2016-2017 komin út

Í dag var Íþrótta- og tómstundahandbók  Stykkishólmsbæjar fyrir komandi vetur dreift til íbúa. Má alveg hrósa Agnesi Sigurðardóttur fyrir góða samantekt og yfirlit til glöggvunar á þeim fjölmörgu valmöguleikum sem í boði eru.  Við vinnslu handbókarinnar var á síðustu stundu verið að breyta og bæta úr í töflu íþróttahússins og því …

Meira..»