Miðvikudagur , 26. september 2018

Íþróttir

Íþrótta og tómstundahandbók Stykkishólmsbæjar 2016-2017 komin út

Í dag var Íþrótta- og tómstundahandbók  Stykkishólmsbæjar fyrir komandi vetur dreift til íbúa. Má alveg hrósa Agnesi Sigurðardóttur fyrir góða samantekt og yfirlit til glöggvunar á þeim fjölmörgu valmöguleikum sem í boði eru.  Við vinnslu handbókarinnar var á síðustu stundu verið að breyta og bæta úr í töflu íþróttahússins og því …

Meira..»

Víkingar safna sigum að nýju

Víkingur tók á móti Fjölni í hörkuleik á Ólafsvíkurvelli á síðasta sunnudag þegar liðin mættust í 16. umferð Pepsídeildarinnar. Fyrsta mark leiksins kom á sjöundu mínútu þegar Kenan Turudija kom Víkingi yfir með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Hrvoje Tokic. Það var á síðustu mínútum fyrri hálfleiks sem hlutirnir gerðust …

Meira..»

Mjög þýðingarmikill leikur

Einn þýðingarmesti leikur sumarsins fyrir okkar stelpur verður hér á Ólafsvíkurvelli annað kvöld kl. 18.00 þegar ÍR stelpurnar koma í heimsókn. Leikurinn, er baráttan um annað sætið í riðlinum, hreinn úrslitaleikur. ÍR stelpurnar eru tveimur stigum fyrir ofan okkar stelpur og þar sem að þetta er síðasti leikurinn í riðlinum …

Meira..»

Bikarlið SamVest

21. ágúst sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, í frjálsum íþróttum utanhúss fyrir 15 ára og yngri. SamVest sendi lið til keppni, bæði stúlkna- og piltalið, og náði að manna allar keppnisgreinar. Hver keppandi má keppa mest í 2 greinum og boðhlaupi, þannig að það reynir á að geta skipað …

Meira..»

SamVest með lið í Bikarkeppni FRÍ

Sunnudaginn 21. ágúst 2016 fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, í frjálsum íþróttum utanhúss fyrir 15 ára og yngri. Um er að ræða liðakeppni, þar sem félög eða héraðssambönd senda lið til keppni í tilteknum íþróttagreinum. SamVest sendi lið til keppni, bæði stúlkna- og piltalið, og náði að manna allar keppnisgreinar. …

Meira..»

Sumarmót SamVest

Árlegt sumarmót SamVest var haldið á Völuvelli á Bíldudal laugardaginn 13. ágúst sl. Það var Héraðssambandið Hrafna-Flóki sem bauð til mótsins á Völuvelli á Bíldudal. Aðstæður á vellinum voru prýðilegar; atrennubraut langstökks og svæði fyrir hástökk og spjót eru lögð tartanefni og hlaupabrautin var mjög hörð og góð og merkt …

Meira..»

Víkingur fær 14,3 milljónir í EM-framlag

KSÍ greiðir 453 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna EM í Frakklandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna, segir í tilkynningu frá KSÍ. Meðal félaga sem fá framlag frá KSÍ er Víkingur Ó sem fær 14.297.000. Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. …

Meira..»

Komnir heim!

Það er ánægður hópur 24 drengja af Snæfellsnesinu sem nú er kominn heim úr vikuferð á Barcelona Summer Cup, sem er stórt fótboltamót fyrir krakka. Snæfellsnessamstarfið hefur í mörg ár sent lið til þátttöku á Gothia Cup mótið í Svíþjóð fyrir ungt knattspyrnufólk og hafa stúlkna- og drengjalið 4. flokks …

Meira..»

Landsliðsmenn heimsækja Hólminn

KKÍ hefur sett á laggirnar verkefnið Körfuboltasumarið sem á að efla iðkun körfuknattleiks yfir sumartímann. Verkefnið nær yfir sumrin 2016 og 2017 og er það styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe. Fyrsti áfangi verkefnisins snýst um að A-landsliðsfólk heimsæki þau félög sem eru með sumaræfingar og eða námskeið. Annar áfangi verkefnisins …

Meira..»

Unglingalandsmót í Borgarnesi 2016

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina.  Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár verður mótið haldið í Borgarnesi. Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11 – 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi …

Meira..»