Íþróttir

Sigurför drengjaflokks

10. flokkur drengja í körfubolta lagði í mikla sigurför síðustu helgi. Ferðuðust þeir austur á Hérað og spiluðu þrjá leiki á Egilsstöðum. Lagt var af stað klukkan hálfþrjú á föstudegi og átti liðið flug frá Reykjavík kl. 18:00. Þeirri vél seinkaði um hálftíma og lentu drengirnir á Egilsstöðum kl. 19:30. …

Meira..»

Nýr hópur landsliðs

Búið er að tilkynna landsliðshóp kvenna í körfubolta sem kemur saman til æfinga sunnudaginn 13. nóvember. Í frétt frá karfan.is segir að miklar breytingar séu frá síðustu landsleikjum á liðinu. Einungis átta eru nú í liðinu af sextán manna hóp sem spilaði gegn Portúgal í febrúar. Fjórar nýjar eru í …

Meira..»

Stjörnuleikur

Meistaraflokkur karla fær til sín feiknasterkt lið í kvöld þegar Stjarnan mætir til leiks. Snæfell er nú í neðsta sæti Domino’s deildarinnar en Stjarnan taplausir í öðru sæti eftir fjórar umferðir. Fremstir meðal jafningja hjá Stjörnumönnum verða þeir Hlynur Bæringsson og Justin Shouse en þeir eru einmitt gamalkunnir Snæfellsmenn. Hlynur …

Meira..»

Leikmenn á hreyfingu

Snæfellsstúlkur hafa nú kvatt Taylor Brown og spilar hún ekki meira með liðinu á tímabilinu. Hún er þegar farin af landi brott og er ástæðan sögð vera vegna persónulegra ástæðna. Taylor Brown skoraði 21,4 stig að meðaltali í leik, tók 4,8 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar fyrir Snæfell. Körfuknattleiksdeild Snæfells …

Meira..»

Yngri flokkar Snæfells

Síðustu helgi hófst Íslandsmót yngri flokka í körfubolta og er öruggt að segja að Snæfellsliðin hafi staðið sig frábærlega. 8. flokkur stúlkna lék í C-riðli hér í Hólminum og vann alla sína leiki örugglega gegn Njarðvík, Fjölni og Breiðablik. Þær færast því upp um riðil og leika næst í B-riðli. …

Meira..»

Nýr liðsmaður Snæfells

Meistaraflokkur Snæfells karla hefur ráðið til sín nýjan leikmann fyrir tímabilið. Er það Kanadamaðurinn Sefton Barrett. Sefton er fæddur árið 1983 og er ætlunin að hann komi með mikla leikreynslu í lið Snæfells, enda hefur hann leikið um víða veröld s.s. í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi og Kanada. Snæfell spilaði …

Meira..»

Uppskeruhátíð og maraþon

Fótboltamaraþon fór fram um helgina á vegum Snæfellsnessamstarfsins, var það haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar og í leiðinni voru haldnar uppskeruhátíðir hjá krökkunum og veittar viðurkenningar. Krakkarnir spiluðu fótbolta í 22 tíma og tók meistaraflokkur karla síðustu tvo tímana fyrir þau í Reykjavík þegar þeir spiluðu síðasta leik sumarsins í Pepsídeildinni við Stjörnuna. Grillaðar voru pylsur fyrir krakkana sem þau gæddu sér á, á …

Meira..»

Meistarar meistaranna

Íslandsmeistararnir í körfuknattleik kvenna, Snæfell, vann frækinn sigur á Grindavík um helgina. Er Snæfell þá meistari meistaranna. Barist er um titilinn ár hvert og etja kappi Íslands- og bikarmeistarar. Snæfell var einnig bikarmeistari svo það kom í hlut Grindavíkur að vera fulltrúi bikarmeistara þessa leiks þar sem þær lutu í …

Meira..»