Íþróttir

Snæfellsjökulhlaup á kjördag

Snæfellsjökulhlaup var háð laugardaginn 24. júní þegar hlaupið var 22 km veglengd frá Arnarstapa til Ólafsvík yfir Jökulhálsveg.  152 hlauparar luku keppni en stærstur hluti hlaupara kom af höfuðborgarsvæðinu.  Úrslit í hlaupinu má sjá hér! Ljósmyndir frá hlaupinu er hægt að skoða á Facebook síðu hlaupsins Mynd: Facebooksíða Snæfellsjökulshlaupsins 2016 …

Meira..»

Æfingabúðir í frjálsum 15.-16. júní

SamVest stefnir að því að hafa 2ja daga æfingabúðir fyrir 10 ára og eldri í Borgarnesi 15. – 16. júní nk. Planið er æfing og skemmtun í bland og svo er endað á stuttu æfingamóti á fimmtudeginum. Kristín Halla hefur umsjón með þjálfuninni og einnig höfum við leitað til gestaþjálfara. …

Meira..»

Fyrsta skóflustunga tekin að reiðskemmu

Laugardaginn 4. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustunga tekin að reiðskemmu á svæði Hesta-mannafélagi Stykkishólms (HEFST) við Fákaborg. Það voru krakkarnir í HEFST sem tóku skóflustunguna en mjög líflegt barnastarf hefur verið í félaginu í vetur og mun þessi aðstaða bæta verulega úr í þeim málaflokki, þar sem ítrekað hefur þurft …

Meira..»

Kveðja frá Snæfelli

Ágætu stuðnings – og styrktaraðilar Snæfells Að loknu tímabili hjá meistara-flokkum okkarí körfuboltanum er stórt þakklæti efst í okkar huga. Starfið hefur verið ótrúlega gefandi og um leið skemmtilegt. Við erum mjög stolt af okkar hópum. Í lokahófi KKÍ sem haldið var s.l. föstudag í Reykjavík var okkar starf verðlaunað …

Meira..»

Íslandsmeistararnir aðsópsmiklir á lokahófinu

Körfuknattleikssambandið hélt árlegt lokahóf sitt í hádeginu þar sem veittar voru viðurkenningar til þeirra leikmanna sem sköruðu framúr á tímabilinu sem var að ljúka.  Íslands- og bikarmeistarar Snæfells sópuðu viðurkenningunum til sín, áttu tvo leikmenn í úrvalsliðinu, besta varnarmanninn, prúðasta leikmanninn, besta erlenda leikmanninn og síðast en ekki síst var …

Meira..»

Æfing og mót hjá SamVest

Föstudaginn 22. apríl sl. var haldin samæfing í frjálsum íþróttum á vegum Sam-Vest. SamVest er samstarf í frjálsum íþróttum milli sjö héraðssambanda á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Fyrir ári sömdu SamVest og frjálsíþróttadeild FH um samstarf og eru samæfingar nú haldnar 3svar á vetri í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika …

Meira..»

Hestamót

Íþróttamót Hestamannafélagsins Snæfellings fór fram í Stykkishólmi um liðna helgi þar sem fjöldi hestamanna af Snæfellsnesi í öllum aldursflokkum tók þátt. Vonir standa til að bætt verði verulega úr aðstöðu hestamanna í Stykkishólmi á næstunni þar samþykkt hefur verið að gefa út byggingarleyfi fyrir reiðskemmu hjá Skipulags- og byggingarnefnd Stykkishólmsbæjar. …

Meira..»

Íslandsmeistarar þriðja árið í röð

Þær hafa staðið í ströngu Snæfellsstelpurnar síðustu dagana í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Eftir öflugan leik hér heima s.l. sunnudag var jafnt komið með liðunum og því var leikinn oddaleikur í Hafnarfirðinum s.l. þriðjudagskvöld gegn Haukum. Leikurinn var æsispennandi en Snæfell tók forystu í fyrsta leikhluta og hélt til leiksloka. Í þriðja …

Meira..»