Íþróttir

Í rétta rauða litnum á ný

S.l. sunnudag undirritaði UMF Snæfell samninga við leikmenn fyrir komandi leikár. Ánægjulegar fréttir bárust frá þeirri athöfn að þær Gunnhildur Gunnarsdóttir og María Björnsdóttir væru að koma aftur í liðið eftir fjarveru um tíma. Helga Hjördís Björgvinsdóttir sem var gríðarlega mikilvæg þegar Snæfell vann Íslandsmeistaratitilinn í ár skrifaði einnig undir …

Meira..»

Hildur í landsliðinu

Búið er að velja endanlegan 12 leikmanna landsliðshóp kvenna sem mun keppa í Evrópukeppni smáþjóða  í Austurríki seinnipart júlímánaðar.  Tveir leikmenn koma úr hópi Íslandsmeistara Snæfells, þær Hildur Sigurðardóttir sem er jafnframt leikreyndasti leikmaður landsliðsins með 73 landsleiki og Hildur Björg Kjartansdóttir sem er að stíga sín fyrstu skref með …

Meira..»

Hlupu hringinn í kringum Snæfellsnes

S.l. fimmtudag, Uppstigningadag, tóku strákarnir í 10. og 11.flokk Snæfells sig til og hlupu áheitahlaup hringinn í kringum Snæfellsnes. Þeir eru á fullum krafti að safna sér fyrir æfinga- og keppnisferð til Spánar í lok júnímánaðar og kláruðu þeir áheitahlaupið hringinn í kringum Snæfellssnesið með stæl fimmtudaginn 29. maí. Lagt …

Meira..»

Hildur á leið til Texas

Það var ljóst í lok körfuboltatímabilsins að Hildur Björg Kjartansdóttir myndi halda vestur um haf til Bandaríkjanna til náms ásamt því að þróa sig áfram í körfuboltanum.  Á mánudaginn varð það svo opinbert að hún mun stunda nám við UPTA háskólann í Edenburg Texas, eða University of Texas-Pan American eins og hann heitir fullu …

Meira..»

Snjólfur og Stefán í U20

Nú styttist í Norðurlandamót yngri landsliða og þar hefur Snæfell átt nokkra fulltrúa undanfarin ár í hinum ýmsu landsliðshópum.  Yngri landsliðshóparnir eru nú að koma saman til æfinga og nýverið tilkynnti Finnur Freyr Stefánsson val sitt í 28 leikmanna æfingahóp U20 ára landsliðs karla.  Í þeim hópi eru tveir úr …

Meira..»

Lengi má á sig blómum bæta

Körfuboltatímabilinu lauk formlega í kvöld með lokahófi körfuknattleikssambandsins og venju samkvæmt hlutu þeir verðlaun og viðurkenningar sem þóttu, öðrum fremur, hafa skarað framúr í vetur.  Ekki hægt að segja annað en Íslandsmeistarar Snæfells hafi haldið áfram að hala inn verðlaununum fram á síðustu sekúndu tímabilsins.  Sex viðurkenningar runnu til Íslandsmeistara Snæfells …

Meira..»

Helga Hjördís nýliði

Ívar Ásgrímsson og Margrét Sturlaugsdóttir þjálfarar A- landsliðs kvenna í körfubolta hafa nú valið 16 leikmenn til áframhaldandi æfinga með landsliðinu fyrir komandi verkefni sumarsins.  Þrír leikmenn Íslandsmeistara Snæfells eru í þeim hóp, þær Hildur Sigurðardóttir sem er reyndasti leikmaður landsliðsins með 76 landsleiki,  Hildur Björg Kjartansdóttir sem á að baki 4 landsleiki og …

Meira..»

Fimm frá Snæfelli

Fimm leikmenn úr liði Íslandsmeistara Snæfells hafa verið valdir í 26 leikmanna æfingahóp kvennalandsliðsins sem hefja mun æfingar næstu helgi 2.-4.maí.  fyrir verkefni sumarsins.  Það eru þær Eva Margrét Kristjánsdóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir,  Hildur Björg Kjartansdóttir og Hildur Sigurðardóttir.  Framundan hjá kvennalandsliðinu er þátttaka í C-riðli í Evrópukeppninni sem fara …

Meira..»

Snægrímur með silfur

Snæfell og Skallagrímur sendu sameiginlegt lið til keppni í unglingaflokki karla á Íslandsmótinu í vetur.  Piltarnir stóðu sig mjög vel, voru með hörkulið sem fór alla leið í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn.  Sá leikur fór fram í gær í Kópavoginum þar sem leikið var til úrslita í yngri flokkum Íslandsmótsins.  Í úrslitaleiknum …

Meira..»

Snæfellsstúlkur Íslandsmeistarar

Það var gríðarleg stemning í Íþróttahúsi Stykkishólms í gærkveldi þegar Snæfellsstúlkur mættu Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í meistarflokki kvenna.  Möguleiki var á að klára dæmið á heimavelli þar sem staðan í úrslitnum var 2-0 Snæfelli í vil. Það var allt lagt undir í leiknum og fengum áhorfendur körfuboltaveislu í …

Meira..»