Íþróttir

Snæfell gefur ekkert eftir

Snæfellsstelpurnar unnu Hauka í kvöld 72-75 í hörkuleik eins og vænta mátti í Hafnarfirðinum.  Enn og aftur sýndu Snæfellsstelpurnar stáltaugar og seiglu og höluðu sigrinum inn þó Haukar hafi saumað að þeim undir lokin.  Snæfell sem lék án Chynna Brown í kvöld eins og í fyrsta leiknum, var lengst af …

Meira..»

Nonni kveður

Jón Ólafur Jónsson Nonni Mæju sem hefur verið lykilmaður í Snæfelli síðasta áratug hefur nú lagt skóna á hilluna. Nonni hefur átt í meiðslum á tímabilinu og varð það m.a. áhrifavaldur í þessari ákvörðun. Hið gleðilega er að háskólaneminn Nonni leggur stund á sálfræði og hyggst snúa sér alfarið að …

Meira..»

Jóga Jón

Það kom, þeim sem fylgjast með körfunni hér í bæ ekki algjörlega á óvart þegar Jón Ólafur Jónsson eða Nonni Mæju eins og við þekkjum hann, tilkynnti það eftir lokaleikinn gegn KR að hann væri hættur í körfunni. Gengi Snæfells dapurt og Jón búinn að glíma við meiðsli meira og …

Meira..»

Snæfell tók fyrsta leikinn

Snæfellsstelpurnar gefa ekkert eftir í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.  Þær sigruðu Hauka í dag 59-50 í fyrsta leik liðanna og eru þar með komnar í 1-0 en þrjá sigra þarf til að vinna titilinn.  Það var hálfgerð landsliðsstemming í byrjun því Karlakór Reykjavíkur skellti sér út mitt gólf og söng þjóðsönginn …

Meira..»

Snæfellspiltar í sumarfrí, stelpurnar fá sviðið

Snæfell tapaði í kvöld þriðja leiknum í viðureign liðsins við KR 101-88 í 8. liða úrslitum Íslandsmótsins.  Þar með lauk tímabilinu hjá Snæfelli, tímabili vonbrigða þar sem Snæfellsliðið náði sér aldrei á strik.  Það þarf ekki að hafa mörg orð um leikinn í kvöld.   Hann var líkur hinum tveimur, …

Meira..»

Seigla, seigla, seigla

Snæfellsstelpurnar halda áfram að bæta nýjum köflum í sögu kvennakörfunnar hjá Snæfelli og sá nýjasti kom í gærkveldi þegar þær sigruðu Val 72-66 í oddaleik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þar með er Snæfell komið í úrslit Íslandsmótsins í úrvalsdeild kvenna í fyrsta sinn. Snæfellsstelpurnar sýndu ótrúlega seiglu og sigurvilja í …

Meira..»

Mikilvægur sigur hjá Snæfelli

Snæfell sigraði Val nokkuð örugglega 81-67 í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni.  Snæfell er þar með komið í bílstjórasætið á ný í viðureign liðanna, komið í 2-1 og þarf nú einungis einn sigur til að komast áfram í úrslitin.  Öllum á óvörum var Chynna Brown mætt á bekkinn …

Meira..»

Valur jafnaði metin

Snæfell tapaði fyrir Val 78-66 í leik tvö í úrslitakeppninni í kvöld.  Staðan er því jöfn í rimmu liðanna.  Það var ljóst fyrir leikinn að Snæfell myndi vera án Chynnu Brown og  Hugrúnu E. Valdimarsdóttur og því gæti orðið á brattann að sækja fyrir Snæfellsstelpurnar í kvöld.  Það kom á …

Meira..»

Er Eyjólfur að hressast?

Snæfell tapaði naumlega 83-81 í gær fyrir Njarðvík í úrvalsdeild karla, voru óheppnir að ná ekki leiknum í framlengingu.  En þar sem ÍR tapaði á sama tíma þá var sæti Snæfells í úrslitunum engu að síður tryggt og spurningin einungis sú hvort það verður 7. eða 8.sætið.  Stjarnan situr í 7.sætinu …

Meira..»

SigurIngi og Hildur tvær

Snæfellsstelpurnar luku deildarkeppninni í úrvalsdeild kvenna í gær með sigri á Keflavík 72-60 hér heima og höfðu þá unnið 16 leiki í röð í deildinni en síðasti tapleikurinn var 27.nóv gegn KR hér heima.  Snæfell vann 25 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni, sex leikjum meira en liðið í 2.sætinu og …

Meira..»