Íþróttir

,,Einhvers staðar verður að byrja”

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars síðastliðinn, fannst mér ekki annað hægt en að vekja athygli á misrétti kvenna og karla í körfuboltaheiminum á Íslandi í dag. Til eru endalaus dæmi. Ég ætla einungis að nefna örfá en ég veit varla hvar ég á að byrja. Þegar …

Meira..»

Silfurstúlkurnar deildarmeistarar

Ágætu stuðningsmenn og styrktaraðilar Snæfells Ég undirritaður, formaður kkd Snæfells, þakka ykkur mikinn stuðning og um leið ótrúlega stemningu á úrslitaleik í bikarkeppni KKÍ sl. laugardag, hvort sem þið náðuð að vera með okkur í Höllinni eða sátuð í stofunni heima. Því miður náðum við ekki að spila okkar besta …

Meira..»

Tap gegn Haukum í bikarnum

Snæfellsstelpurnar urðu að játa sig sigraðar í dag 70-78  í úrslitaleik bikarsins þar sem liðið mætti Haukum.  Snæfellsliðið byrjaði mun betur og var með góða forystu eftir fyrsta leikhlutann 21-11 en afar slakur annar leikhluti reyndist liðinu dýrkeyptur.  Þann leikhluta unnu Haukar 14-30 þar sem Lele Hardy smellti þristi á …

Meira..»

Snæfell deildarmeistari

Snæfellsstelpurnar urðu deildarmeistarar í kvöld, í fyrsta sinn í sögu félagsins, þegar þær sigruðu Hamar sannfærandi 79-91 í Hveragerði.   Það var greinilegt strax í byrjun að Snæfellsstelpurnar ætluðu sér að landa deildarmeistaratitlinum í kvöld, þær tóku strax frumkvæðið og voru í bilstjórasætinu allt til loka.  Það eru því komnir …

Meira..»

Mikilvægur leikur hjá Snæfelli

Snæfell mætir ÍR í kvöld í úrvalsdeild karla í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið.  Liðin eru nú í 8.-9.sæti í deildinni með jafnmörg stig en þar sem Snæfell hafði betur 77-110 í fyrri viðureign liðanna þá er Snæfell í 8.sæti og þar með inn í úrslitakeppninni.  ÍR hefur verið á …

Meira..»

Fjórtán í röð

Snæfell steig enn eitt skrefið að deildarmeistaratitlinum í úrvalsdeild kvenna í kvöld þegar liðið sigraði Val 85-69 og vann þar með ellefta sigur sinn í röð í deildinni.  Snæfell hefur í raun unnið fjórtán sigra í röð, hafa ekki tapað leik í deildinni síðan í lok nóvember og auk þessara sigra í …

Meira..»

Snæfell stungið af

Snæfellsstelpurnar fóru langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í kvöld þegar þær mörðu sigur á KR 67-65.  Sigurinn var tæpur eins og sést á lokatölunum og var ekki öruggur fyrr en lokaflautið gall.  Snæfell var þó með yfirhöndina í leiknum allt fram í miðjan fjórða leikhlutann að þær gáfu eftir …

Meira..»

Snæfell áfram í bikarnum

Snæfellsstelpurnar halda sigurgöngu sinni áfram á nýju ári og unnu Val í dag 72-86 á Hlíðarenda í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar. Snæfell hefur þá unnið alla fimm leiki sína á árinu, 4 í deild og einn í bikar.  Með sigrinum í dag er Snæfell komið áfram í undanúrslit bikarkeppninnar ásamt …

Meira..»

Hafþór öflugur í sigri Snæfells

Snæfell sigraði Skallagrím í Borgarnesi í kvöld 86-89 og geta þakkað Hafþóri Inga Gunnarssyni þann sigur.  Hafþór var allt í öllu hjá Snæfelli á lokakaflanum, ruslaði upp fráköstunum á báðum vallarhelmingum og sannaði þar heldur betur að viljinn sigrar hæðina.  Skoraði auk þess mjög mikilvægar körfur og ef hann átti …

Meira..»

Snæfell á Laugarvatn

Dregið var í fyrstu umferð bikarkeppni karla í dag þ.e. 32 liða úrslitin.  Snæfell slapp við úrvalsdeildarlið í fyrstu umferðinni því mótherjinn verður lið Laugdæla úr 1.deild.  Neðri deildar liðin fá heimaleikinn og því mun leikurinn fara fram á Laugarvatni en 32 liða úrslitin verða leikin helgina 1.-3.nóvember.  Aðra leiki …

Meira..»