Fimmtudagur , 15. nóvember 2018

Íþróttir

Tap gegn Grindavík

Snæfell varð enn að bíta í það súra að tapa fyrir Grindavík í fjögurra liða úrslitum Poweradebikarsins en þessi lið mættust líka í fyrra og þá sigraði Grindavík einnig.  Í leiknum í gær leiddi Grindavík nánast allan tímann og náðu mest 19 stiga forskoti en Snæfell gafst aldrei upp og náði muninum niður í 6 stig minnst en lokatölur urðu 95-89.

Meira..»

Snæfell mætir Grindavik í kvöld

Eftir öruggan sigur á Stjörnunni s.l. sunnudag er Snæfell komið í undanúrslitin í Poweradebikarnum. Líkt og í fyrra þá mætir Snæfell þar Grindavík og nær vonandi að snúa úrslitunum í fyrra við. Í fyrra léku liðin hér á heimavelli Snæfells og þá sigraði Grindavík 71-74 eftir arfaslakan 3.leikhluta hjá Snæfelli.

Meira..»

Karfan byrjuð

Keppnistímabilið í körfunni hófst síðustu helgi en þá léku báðir meistaraflokkar Snæfells í Poweradebikarnum.  Stelpurnar mættu KR í Reykjavík og töpuðu stórt fyrir sterku liði KR 71-39.  KR stelpurnar byrjuðu strax af miklum krafti og náðu tuttugu stiga forskoti og eftir það var þetta á brattann hjá Snæfellsstelpunum. 

Meira..»

Snæfell mætir Stjörnunni

Snæfell mun hefja keppnistímabilið með leik gegn bikarmeisturum Stjörnunnar í 2.umferð Poweradebikars karla.  Það varð ljóst í kvöld þegar Stjarnan sigraði Hamar örugglega 103-83.  Leikur Snæfells og Stjörnunnar verður hér heima í Fjárhúsinu næsta sunnudag, 27.sept. kl.19:15.

Meira..»

Meistaraflokkarnir klárir

Starfinu hjá meistaraflokkunum í körfunni var formlega ýtt úr vör s.l. fimmtudag með kynningu á starfinu, leikmannahópunum og einnig undirskriftum leikmannasamninga.  Ingi Þór þjálfari beggja flokkanna rakti hvernig gengið hefði fram að þessu hvað framundan væri.  Hann var hógværðin uppmáluð varðandi góðan árangur strákanna fram að þessu en þeir hafa enn ekki tapað leik undir hans stjórn og unnu sem kunnugt er Reykjanes Cup æfingamótið.

Meira..»

Meistaraflokkar Snæfells kynna leikmenn og starfið

Í kvöld kl.18:00 munu stjórnir meistaraflokka Snæfells standa fyrir kynningu í Íþróttamiðstöðinni á leikmönnum sem og á starfinu í vetur.  Fyrirhugað var að hafa þessa kynningu í síðustu viku en henni var frestað þar til nú en það er ekki verri tímapunktur því bæði liðin hafa nú lokið nokkrum æfingaleikjum.  Það verðu því fróðlegt að heyra í Inga Þór þjálfara liðana fjalla um starfið það sem af er og veturinn framundan ásamt því að svara fyrirspurnum.

Meira..»

Snæfell lagði Fjölni

Snæfell lék æfingaleik við Fjölni í kvöld en Fjölnir eru eins og kunnugt er nýliðar í Iceland Expressdeildinni í ár.  Sem fyrr er Bárður þjálfari Fjölnis og einnig gekk Ingvaldur Magni til liðs við Fjölni í vor.  En þeir félagar máttu játa sig sigraða af Snæfelli í kvöld 65-97.  

Meira..»

Vetrarstarfið að fara af stað hjá Snæfelli

Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá Snæfelli og æfingatímar klárir í Íþróttamiðstöðinni.  Æfingar samkvæmt æfingatöflunni hefjast í dag en heildartöflu yfir æfingatímana í Íþróttamiðstöðinni má sjá á heimasíðu Snæfells snaefell.is.

Meira..»

Snæfell sigraði Reykjanes Cup

Snæfell sigraði lið Njarðvíkur 99-81 í úrslitaleik æfingamótsins Reykjanes Cup Invitational. Snæfell lék 3 leiki í mótinu og sigraði þá alla. Vann Grindavík í 1.leik 86-79, Breiðablik 95-59 og loks Njarðvík í úrslitaleiknum. Snæfell átti einnig besta mann mótsins og það var Jón Ólafur sem var sjóðheitur á mótinu og var með enn einn stórleikinn í úrslitaleiknum þar sem hann skoraði 31 stig.

Meira..»

Snæfell í úrslitaleikinn

Snæfell sigraði lið Breiðabliks örugglega 95-59 í kvöld á æfingamótinu Reykjanes Cup Invitational. Jón Ólafur var stigahæstur í kvöld hjá Snæfelli með 25 stig og heldur því ágætis meðaltali í mótinu en hann var með 27 í fyrsta leiknum. Emil Þór stimplaði sig vel inn og kom næstur með 16 stig. Snæfell er þar með komið í úrslitaleikinn í mótinu gegn Njarðvík. 

Meira..»