Fimmtudagur , 20. september 2018

Íþróttir

Næstved

Næstved tapaði þriðja leiknum gegn Bakken Bears í undanúrslitunum í Danmörku. Þriðji leikurinn var á gær á heimavelli Bakken Bears og lauk með 75-92 sigri Bakken. Fjóra sigra þarf til að komast í úrslitaleikina og Geof og hans lærisveinar í Næstved eru því komnir upp að vegg líkt og Snæfell nú.

Meira..»

Stórtap hjá Snæfelli í fyrsta leik

Snæfell og Grindavík léku fyrsta leik sinn í undanúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. Leknum lauk með sanngjörnum sigri Grindavíkur 110-82. Það var aðeins í byrjun að Snæfell hélt í við Grindavík og reyndar gott betur var með forystu þar til að Grindavík jafnaði 17-17 þegar 1.leikhluti var hálfnaður. Eftir það skildu leiðir og Snæfell fór á hælana og náði sér ekki upp aftur.

Meira..»

Tap hjá Geof og Næstved

Lið Geof Kotila Team Fog Næstved tapaði leik nr.2 gegn Bakken Bears í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Staðan var jöfn 75-75 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.  Í framlengingunni náði Bakken Bears að síga yfir í blálokin og sigruðu á endanum 91-96. Staðan er því orðin 2-0 fyrir Bakken Bears í viðureign liðanna.


Meira..»

Fyrsti leikur hjá Snæfelli í kvöld

Fyrsti leikur Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar, verður í Grindavík í kvöld.  Liðin mættust einnig í undanúrslitum í fyrra og þá eins og nú var Grindavík með heimaleikjaréttinn eftir að hafa endað í 3.sæti í deildarkeppninni en Snæfell í 5.sætinu.

Meira..»

Tap hjá Geof og Næstved

Geof Kotila og lið hans Næstved eru komnir í undanúrslitin í dönsku úrvalsdeildinni þar sem liðið mætir Bakken Bears frá Ársósum fyrrum Keflavíkurbönunum og lið Geofs. Bakken átti heimaleik og þar mættu 4.816 áhorfendur til að fylgjast með sem er met. Bakken vann fremur auðveldan 92-74 sigur og ljóst að Næstved fer ekki mikið lengra nema það mæti hressar til leiks á heimavelli sínum við Rólegheitagötu (Rolighedsvej) í Næstved. Snæfellingurinn Martin Thuesen var með 3 stig fyrir Bakken. Sjá má myndband með 1.leiknum hér.

Meira..»

Leikur tvö hjá Snæfelli í kvöld

Snæfell og Stjarnan mætast öðru sinni í kvöld í átta liða úrslitum Iceland Expressdeildarnarinnar.  Snæfell vann fyrri leikinn hér heima 93-81 og getur tryggt sig í fjórðungsúrslitin með sigri í kvöld.  Það er athyglisvert að skorið er mjög svipað í leikjum liðanna í vetur.

Meira..»

Geof og Næstved í undanúrslit

Geof Kotila er kominn í undanúrslit í dönsku úrvalsdeildinni með lið sit Fog Næstved eftir tvo sigra á Amager. Amager var með heimaleikjaréttinn en það stöðvaði Fog Næstved ekki að vinna viðureignina 2-0 og þar af seinni leikinn í kvöld á heimavelli 112-83. Sjá tölfræði leikjanna hér.

Meira..»

Yngri landsliðin klár í körfunni

Snæfell hefur átt nokkra krakka sem hafa æft með landsliðshópum yngri landsliðanna undanfarið fyrir komandi Norðurlandamót í maí.  Nú hafa endanlegir hópar verið kynntir þ.e. 12 manna lið.  Hjá stelpunum náðu fjórar stelpur úr Snæfell alla leið í lokahópinn. 

Meira..»

Anders Katholm hittir enn

Anders Katholm hefur verið að leika vel með Horsens IC undanfarið en liðið hefur lengst af tímabilsins verið í tómu tjóni vegna meiðsla leikmanna. Þeir hafa hinsvegar verið að tínast inn undanfarið og sigrarnir um leið. Horsens vann lið Randers Cimbria í gær 95-89 í síðustu umferðinni í deildakeppninni fyrir úrslitakeppnina.

Meira..»

Bikarinn búinn, baráttan framundan

Bikarhelgin að baki í körfunni og ekki hægt að segja annað en að úrslitin hafi verið okkur Hólmurum að skapi.  Systurnar Hildur og Guðrún Sigurðardætur bikarmeistarar með KR  hjá stelpunum og Justin Shouse og félagar tóku KR algjörlega í bólinu.

Meira..»