Íþróttir

Vetrarstarfið að fara af stað hjá Snæfelli

Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá Snæfelli og æfingatímar klárir í Íþróttamiðstöðinni.  Æfingar samkvæmt æfingatöflunni hefjast í dag en heildartöflu yfir æfingatímana í Íþróttamiðstöðinni má sjá á heimasíðu Snæfells snaefell.is.

Meira..»

Snæfell sigraði Reykjanes Cup

Snæfell sigraði lið Njarðvíkur 99-81 í úrslitaleik æfingamótsins Reykjanes Cup Invitational. Snæfell lék 3 leiki í mótinu og sigraði þá alla. Vann Grindavík í 1.leik 86-79, Breiðablik 95-59 og loks Njarðvík í úrslitaleiknum. Snæfell átti einnig besta mann mótsins og það var Jón Ólafur sem var sjóðheitur á mótinu og var með enn einn stórleikinn í úrslitaleiknum þar sem hann skoraði 31 stig.

Meira..»

Snæfell í úrslitaleikinn

Snæfell sigraði lið Breiðabliks örugglega 95-59 í kvöld á æfingamótinu Reykjanes Cup Invitational. Jón Ólafur var stigahæstur í kvöld hjá Snæfelli með 25 stig og heldur því ágætis meðaltali í mótinu en hann var með 27 í fyrsta leiknum. Emil Þór stimplaði sig vel inn og kom næstur með 16 stig. Snæfell er þar með komið í úrslitaleikinn í mótinu gegn Njarðvík. 

Meira..»

Snæfell kynnir meistaraflokkana

Í kvöld munu meistarflokksráð Snæfells kynna báða leikmannahópa meistaraflokka Snæfells í körfuboltanum í vetur.  Einnig munu leikmenn sem enn eiga eftir að skrifa undir samninga við félagið undirrita sína samninga og þar með verða hópar beggja meistaraflokka Snæfells fullmótaðir fyrir tímabilið.  Kynningin og undirskrift samninganna mun fara fram í andyri Íþróttamiðstöðvarinnar og hefjast kl.21:00.

Meira..»

Karfan af stað

Nú styttist í að körfuboltatímabilið hefjist og æfingmótin eru nú að renna af stað eitt af öðru.  Í kvöld hefst eitt slíkt ,,Reykjanes Cup Invitational" og munu bæði meistaraflokkslið Snæfells taka þát í mótinu.  Strákarnir hefja leik í kvöld kl.19 þegar þeir mæta liði Grindavíkur í Ljónagryfjunni í Njarðvík.  Bæði liðin eiga svo leiki á fimmtudag og föstudag.

Meira..»

HSH á Unglingalandsmóti á Sauðárkróki – leiðrétting

Þau klaufalegu mistök urðu í greininni um unglingalandsmótið í síðasta blaði að við gleymdum að þakka Hlyni Bæringssyni körfuboltaþjálfara fyrir sitt framlag á mótinu. Hann stóð sína plikt í íþróttahúsinu alla helgina, allt upp í 12 klst á dag. Hann og hans lið stóðu sig með miklum ágætum og komu heim með 1 gull og 2 silfur.  Við biðjum Hlyn velvirðingar á þessum mistökum.Að lokum viljum við minna fólk á að skila sem fyrst keppnisbúningum ef það er ekki búið að því nú þegar. Og ef einhver veit eitthvað um skótöskuna frá Símanum með svörtum og ljósbláum Nike fótboltaskóm eða svarta ruslapokann með rúmfötunum í, sem tapaðist á leiðinni heim, þá endilega látið okkur vita.Með landsmótskveðjumMonika 862-1765, Eygló 863-0185 og Kristín

Meira..»

Mostrakonur gera það gott

Sveitakeppni kvenna í 1. og 2. deild var haldin á Garðavelli á Akranesi 7.-9. ágúst sl. Golfklúbburinn Mostri átti sveit í 2. deild kvenna en þetta er í þriðja skipti sem Mostri sendir kvennasveit í sveitakeppni þessa en sveitina skipuðu Auður Kjartansdóttir, Helga Björg Marteinsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, Katrín Pálsdóttir og Sara Jóhannsdóttir en liðsstjóri var Unnur H. Valdimarsdóttir.

Meira..»

HSH á Unglingalandsmóti á Sauðárkróki

HSH átti 95 keppendur á 12. unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Af þessum 95 keppendum voru 70 skráningar í fótbolta, 39 í körfubolta, 20 í frjálsum, 3 í sundi, 2 í mótorcross, ein í hestaíþróttum og einn í skák.

Meira..»

Öldungamót í blaki – sýn „unglingsins“

Um síðastliðna helgi fór fram öldungamót í blaki á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Þangað fóru nokkrir öldungar úr Stykkishólmi og sýndu þar tilþrif sem hver öldungur gæti verið stoltur af.  Einn öldungurinn var þó sínu yngri en aðrir og skrifaði pistil um reynslu sína í heimi eldri öldunga og fer sá pistill hér á eftir. 

Meira..»

Snæfell – Grindavík í kvöld

Nú er heldur betur komið líf í rimmu Snæfells og Grindavíkur eftir sanngjarnan 97-104 sigur Snæfells í Grindavík.  Snæfell sýndi þar á köflum þann góða varnarleik sem liðið er þekkt fyrir og nú er svo komið að pressan verður öll á Grindavík í kvöld í Fjárhúsinu.

Meira..»