Íþróttir

Unglingalandsliðsfólk

Unglingalandsliðin í körfunni eru nú öll meira og minna farin að koma saman og æfa fyrir komandi Norðurlandamót í maí.  Allir krakkarnir sem valdir voru úr Snæfelli í æfingahópanna fyrir jólin og æfðu með þeim yfir hátíðirnar eru í 15 manna landsliðshópunum sem nú eru byrjaðir æfingar.

Meira..»

Unglingalandsmótið á Sauðárkróki

Stjórn Ungmennasambands Íslands ákvað á mánudaginn að Unglingalandsmótið í ár verði haldið á Sauðárkróki.  Eftir að Grundfirðingar og HSH fengu frestun á umsjón mótsins til 2010, sóttu

sex staðir um að halda mótið í ár. 

 

Meira..»

Góður sigur hjá Snæfelli

Snæfell sigraði Keflavík í kvöld í baráttunni um 3.sætið í Iceland Expressdeild karla. Keflavík byrjaði sterkt og vann 1.leikhluta 26-15 en Snæfell vann þá þrjá leikhluta sem eftir voru og saxaði smám saman á forskotið sem var þrjú stig við lok 3.leikhluta. 4.leikhlutann vann Snæfell svo sannfærandi 18-29 og þar með leikinn 73-81.
Snæfell náði með sigrinum 3.sætinu af Keflavík þar sem Snæfell hefur betra hlutfall úr innbyrðisviðureignum liðanna en fyrri leikur þeirra hér í Hólminum fór 62-67.

Meira..»

Snæfell mætir KR í kvöld

Það er spennandi leikur framundan kl.19:15 í Fjárhúsinu í kvöld þegar lið KR kemur í heimsókn öðru sinni á tímabilinu.  Liðin hafa mæst tvisvar í hörkuviðureignum og rimman í kvöld ætti ekki að verða síðri því nú mætir Snæfell sterkara til leiks en í hinum tveimur því nýji leikstjórnandinn Lucious Wagner leikur sinn fyrsta heimaleik.

Meira..»

Góður sigur hjá stelpunum

Snæfellsstelpurnar sigruðu lið Grindavíkur 68-81 í kvöld og unnu því báða leikina á milli liðanna í deildarkeppninni. Snæfell leiddi allan tímann og vann alla leikhlutana þannig að sigurinn var sanngjarn. Gunnhildur lék vel í kvöld, dró vagninn framan af og Kristen Green vex með hverjum leik eftir því sem mínútunum fjölgar í Snæfellsbúningnum.

Meira..»

Snæfell mætir Þór í kvöld fyrir norðan

Snæfell heldur norður fyrir heiðar til Akureyris eins og Bó sagði forðum. Á Akureyris mætir Snæfell Þórsurum og nú snýst málið um það fyrir Snæfell að verja 4.sætið. Fyrir Þórsarana er málið að koma sér upp í 8.sætið og þar með inn í úrslitakeppnina.

Meira..»

Snæfell – Skallagrímur í kvöld

Snæfell mætir liði Skallagríms kl.19:15 í kvöld í Fjárhúsinu.  Liðin hafa bæði lent í mannahremmingum í vetur þó leikmannaraunir Snæfells séu smá vandamál við hliðina á hremmingum Skallagrímsmanna.  En þeir fengu þó einn öflugan úr herbúðum Snæfells og það er Sveinn Davíðsson sem hefur heldur betur skilað sínu til þessa og verður gaman að sjá hvort karlinn verður ekki í stuði á sínu heimaparketi.

Meira..»

Geof Kotila enn í bikarúrslitum

Geof Kotila hélt áfram þar sem frá var horfið í Danmörku og kom nýja liði sínu Næstved i úrslit bikarsins í Danmörku s.l.helgi.  Þetta var í 7unda skiptið sem Geof fer í úrslit bikarsins í Danmörku og hér heima vann hann sem kunnugt er bikarinn með Snæfelli síðasta vor.  Nú var Geof mættur með sitt nýja lið, Team Fog Næstvedí leik gegn Bakken Bears sem Geof þjálfaði á sínum tíma og vann einmitt bikarinn með en með því liði leikur nú annar gamall Snæfellspiltur, Martin Thuesen.

Meira..»

Botnslagur hjá stelpunum

Snæfell mætir Fjölni kl.19:15 í kvöld í Iceland Expressdeild kvenna. Það er ekki vafi á þvi að Snæfellsstelpurnar ætla ekki að gefa Fjölni neitt í kvöld heldur sækja sinn annan sigur og komast þar með upp fyrir Fjölni í deildinni. Fjölnir vann fyrri leik liðanna í Reykjavík þar sem Snæfell náði sér engan vegin á strik. Kirsten Green leikur sinn fyrsta heimaleik með Snæfelli og verður spennandi að sjá hvort hún nái sér á strik í kvöld.

Meira..»

Snæfell mætir KR í kvöld

Nú er seinni hluti Íslandsmótsins að fara í gang í körfunni.  Hjá stelpunum byrjar Snæfell nýja árið í með leik gegn KR í kvöld í DHL-höllinni í Reykjavík.  Kristen Green er mætt og það verður spennandi að sjá hvað hún gerir í sínum fyrsta leik.

Meira..»