Íþróttir

Kristen Green til Snæfells

Meistaraflokkur kvenna í Snæfelli hefur fengið liðsstyrk, eftir því sem næst verður komist þá hefur stjórn deildarinnar samið við bandarískan leikmann Kristen Green um að leika með liðinu eftir áramótin.  Þar er einkum horft til þeirra leikja sem skipta lykilmáli um að halda liðinu í deildinni.

Meira..»

Snæfell mætir Stjörnunni í kvöld

Það verður skekmmtileg viðureign í Fjárhúsinu í kvöld þegar Snæfell mætir Justin Shouse og félögum hans í Stjörnunni.  Þetta verður fyrsti leikur Justins gegn Snæfelli hér á heimavelli og spennandi að sjá hvað hann gerir gegn sínum gömlu félögum.  Justin kom reyndar hér fyrr í haust  þegar Stjarnan marði Mostra í bikarnum.  Stuðningsmenn Snæfells taka örugglega vel á móti þessum baráttujaxli sem vonandi tekur það rólega í kvöld.

Meira..»

Bikarmeistararnir mæta KR í kvöld

Bikarmeistarar Snæfells mæta KR í 32 liða úrslitum bikarsins í Fjárhúsinu kl.19:15 í kvöld. Það efast enginn um það að á pappírnum er KR með best mannaða liðið í ár og Snæfell þarf algjöran stórleik ætli þeir sér sigur. Snæfell fór þó langt með að sigra KR í deildinni í haust og það án fyrirliðans Hlyns Bæringssonar. KR ingar sigu þá fram úr á lokasekúndunum, þannig að það er enginn vafi á því að KR liðið er illsigrandi en langt í frá ósigrandi og verandi á heimavelli með góðan stuðning áhorfenda þá gæti Snæfell orðið fyrst liða til að leggja KR í vetur.

Meira..»

Stelpurnar stóðu sig vel um helgina

Tvö lið hjá yngri flokkum Snæfells í körfunni voru að keppa síðustu helgi í 2.umferð Íslandsmótsins.  Stúlknaflokkurinn sem vann sig upp í A-riðilinn í 1.umferðinni fór í Hafnarfjörð og 7.flokkur stúlkna keppti hér heima.

Meira..»

Snæfell mætir KR í kvöld

Snæfell mætir KR í kvöld í Iceland Expr.deild kvenna.  Það ætti að geta orðið spennandi leikur ná Snæfellsstelpur að halda þeim góða stíganda sem hefur verið í leik þeirra fram að þessu og stöðugt styttist í fyrsta sigurinn.  Snæfell á góða möguleika í næstu tveimur leikjum að bæta stöðu sína í deildinni verulega.

Meira..»

Snæfell mætir KR í bikarnum

Dregið var í dag í forkeppni og 32 liða úrslit Bikarkeppni KKÍ karla sem nú er styrkt af Subway.  Bikarmeistarar Snæfells mæta KR hér heima í 32 liða úrslitunum.  Mostri fær einnig heimaleik gegn Justin Shouse og félögum í Stjörnunni.  Leikirnir munu fara fram  í kringum 20.-22.nóvember.

Meira..»

Súrt tap gegn Keflavík

Snæfellspiltar ollu sjálfum sér og stuðningsmönnum vonbrigðum með algjörlega óþörfu 62-65 tapi gegn vængbrotnu liði Keflavíkur á mánudaginn.  Hlynur Bærings kom aftur inn í Snæfellsliðið þrátt fyrir að glíma enn við meiðsli en það dugði ekki til.

Meira..»

Snæfell – Keflavík í lýsingu

Hægt er að fylgjast með leik Snæfells og Keflavíkur á lýsingarsíðu snaefellingar.is
Leikurinn hefur ekki verið leikur tilþrifanna fram að þessu og staðan eftir því í hálfleik 28-27 fyrir Snæfell en staðan að loknum 1.leikhluta 11-18 fyrir Keflavík.

Meira..»

Snæfell mætir Keflavík í kvöld

Snæfell mætir Íslandsmeisturum Keflavíkur í Fjárhúsinu í kvöld. Liðin mættust í meistarakeppninni í upphafi móts í Keflavík en það var jafnframt fyrsti leikurinn eftir að erlendum leikmönnum liðanna var sagt upp. Þá hafði Keflavík betur og sigraði 77-74 en síðan hefur leikur Snæfells vaxið í hverjum leik en Keflvíkingar hafa verið brokkgengari. Bæði lið töpuðu síðasta leik sínum, Keflavík nokkuð stórt og óvænt fyrir Breiðabliki og Snæfell tapaði naumlega fyrir KR og lék þá án Hlyns Bæringssonar sem var frá vegna meiðsla en verður þó vonandi með kvöld.

Meira..»

Naumt tap gegn KR

Snæfellsliðið sýndi það í kvöld að það býr mikið í liðinu og þar kemur maður í manns stað.  Snæfell sem lék í kvöld án Hlyns Bæringssonar byrjaði illa og tapaði 1.leikhluta 30-17 en vann  2. og 3.leikhlutan en tapaði 4.leikhlutanum með einu stigii 18-17.  Það var því byrjunarskrekkurinn sem varð liðinu að falli nú en liðið sýndi þó mikla baráttu ao koma til baka þó strákarnir hafi á endanum orðið að játa sig sigraða með 11 stiga mun 91-90.  Í 4.leikhluta voru Snæfellspiltar búnir að koma sér inn í leikinn og munurinn kominn niður í 3 stig þegar rúmar 2.mín voru eftir.  Það verður að teljast gott að vera inn í leiknum fram á lokamínutur sé litið til þess að liðið tapaði 29 boltum en baráttan var greinilega góð sem og vörnin því KR tapaði líka mörgum boltum (20) og fráköstin hjá Snæfell án frákastakóngsins Hlyns voru 44 á móti 42 hjá KR og það er mjög gott.
Tölfræðin

Meira..»