Þriðjudagur , 25. september 2018

Íþróttir

Strákarnir að standa sig

Snæfell vann góðan sigur á Þór Akureyri s.l. föstudag. Snæfell var með yfirhöndina allan leikinn þó munurinn hafi aldrei verið mikill lengst af. Snæfell náði af og til að auka muninn en Þór kom jafnan til baka þar til að þá þraut örendið í 4.leikhluta þegar Snæfell skellti á Jordancopressu eftir skoraða körfu og náði þannig muninum í 20 stig í lokin.

Meira..»

Snæfell sigraði Þór 88-71

Snæfell vann Þór Akureyri í kvöld 88-71. Munurinn var þó ekki svo mikil lengst af leiks þó frumkvæðið hafi verið Snæfells allan leikinn. Það var einkum Guðmundur Jónsson sem hélt Þórsurum inn í leiknum en hann átt alveg magnaðan leik, virtist skora að vild á köflum. Það munaði mikið um það í leik Þórsara að Óðinn Ásgeirsson gat ekki leikið með í kvöld sökum veikinda.

Meira..»

Snæfell – Þór

Leikur Snæfells og Þórs er hafinn og er í lýsingu á tölfræðivef KKÍ

Eitthvað er tölfræðina að stríða mannskapnum hér en staðan er nú 27-16 og 7:33 eftir af 2.leikhluta.
Staðan í hálfleik er 43-38
Það er fyrst og fremst Guðmund Jóns sem hefur séð um að halda Þór inn í leiknum kom með 10 stigí röð. Hjá Snæfelli hefur Hlynur hirt svo mörg frákost að stattarinn brann yfir. Snæfell hefur leikið ágætlega á köflum en misstu forystuna niður í restina þegar Isom tók smá sprett fyrir Þór.

Höldum áfram inn á lýsingarsíðu Stykkishólmspóstsins

Meira..»

Snæfell – Þór Ak. í kvöld

Snæfell á heimaleik í kvöld gegn Þór Akureyri og hefst leikurinn kl.19:15.  Bæði lið eru búin að leika tvo leiki og bæði unnu seinni leikinn af þeim.  Þór sigraði Breiðablik örugglega á Akureyri og Snæfell tók Skallagrím í kennslustund í Borgarnesi.

Meira..»

Skallagrímur – Snæfell í kvöld

Þá er komið að Vesturlandsslagnum hinum fyrri á tímabilinu og þessi verður um margt athyglisverður.  Bæði lið eru gjörbreytt og hafa séð á eftir mörgum leikmönnum og þjálfurunum.  Sveinn  Davíðs leikur í fyrsta sinn gegn sínum gömlu félögum í Snæfelli.  Sveinn hefur farið mjög vel af stað með Skallagrími og verið einn af þeirra lykilmönnum en hann fær ekkert gefins í kvöld.  En hvað sem öllum breytingum líður þá er þetta leikur sem Snæfell á að taka mæti menn með hugarfarið í lagi í Borgarnesið.  Þetta er jú líka afmælisvika félagsins sem verður 70 ára á fimmtudaginn 23.okt. og er ekki við hæfi að landa sem flestum sigrum í vikunni í tilefni afmælisins?  Áfram Snæfell !

Meira..»

Stelpurnar hefja leik í kvöld

Snæfell spilar sinn fyrsta leik í Iceland Expressdeild kvenna í kvöld þegar liðið mætir Hamri í Hveragerði kl.19:15.  Snæfelli var spáð 7.-8.sætinu í deildinni á sínu fyrsta ári og Hamri sætinu þar fyrir ofan.  Þetta gæti því orðið hörku leikur og nái stelpurnar að yfirstíga byrjunarhrollinn fljótt þá getur allt gerst.  Leikurinn hefst kl.19:15 og hægt verður að fylgjast með honum á tölfræðisíðu KKÍ.

Meira..»

Snæfell mætir Keflavík í meistarakeppninni

Bikarmeistarar Snæfells mæta Íslandsmeisturum Keflavíkur í meistarkeppninni kl.19:15 í dag í Keflavík. Sviptingar síðustu viku gera það að verkum að bæði lið mæta með breyta hópa til leiks þar sem bæði liðin hafa rift samningum við sína erlendu leikmenn. Það kemur því til með að reyna á verulega á mannskapinn hjá Snæfelli núna og í leikjum vetrarins og ekki síður á stuðningsmenn Snæfells að mæta á leiki liðsins og styðja liðið í þeirri erfiðu baráttu sem er framundan. Þeir sem ekki komast á leikinn geta fylgst með honum á tölfræðisíðu KKÍ. Áfram Snæfell!

Meira..»

Tap hjá Snæfelli

Snæfell tapaði fyrir Grindavík í kvöld 71-74 og er þar með úr leik í Poweradebikarnum. Það verða KR og Grindavík sem mætast í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru Hlynur og Nate sem drógu vagninn í kvöld, Hlynur með heil 17 fráköst, 17 stig, 4 stoðsendingar og 4 varin skot. Nate lék allan leikinn og var með 18 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Eftir að hafa verið 34-38 yfir í hálfleik missti Snæfell leikinn úr höndum sér í 3.leikhluta sem tapaðist 11-24. Þrátt fyrir að Snæfell hafi unnið 4.leikhlutann 22-16 þá dugði það ekki til og 71-74 tap því staðreynd. Sjá má tölfræðina hér.

Meira..»

Snæfell yfir í hálfleik

Snæfell er yfir 38-34 í hálfleik gegn Grindavík í undanúrslitaleik fyrirtækjabikarsins sem nú fer fram í Laugardalshöllinni. Hlynur er með 9 stig, 9 fráköst og 3 stoðs, Nate er með 9 sitig og 5 stoðsendingar, Nonni er með 7 stig og 3 villur og Nikola 7 stig, Atli 4 og Siggi 3. Hægt er að fylgjast með leiknum á tölfræðisíðu KKÍ.

Meira..»

Snæfell – Grindavík í kvöld

Snæfell mætir liði Grindavíkur í í Laugardalshöllinni í kvöld kl.21 í undanúrslitum fyrirtækjabikarsins.  Bæði lið unnu stóra sigra í síðustu umferð, Snæfell vann Tindastól 97-72 og Grindavík vann Njarðvík 104-86.  Snæfell hafði vinninginn í viðureignum þessara liða í fyrra en þau mættust í sex leikjum og sigraði Snæfell fimm þeirra. 

Meira..»