Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Íþróttir

Gull og silfur á Snæfellsnesið

Laugardaginn 12. maí s.l. var Vesturlandsmót í Boccia fyrir 60+ haldið í Grundarfirði. Þangað sendum við félagar úr Aftanskin fjögur lið, hvert öðru betra, sem stóðu sig öll með sóma. Vesturlandsmótin eru haldin ár hvert. Árið 2019 verður mótið haldið á Akranesi, og árið 2020 er röðin komin að okkur …

Meira..»

78. héraðsþing HSH

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu hélt ársþing sitt í Samkomuhúsinu í Grundarfirði 16. apríl s.l. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk þingið vel fyrir sig undir stjórn Bjargar Ágústdóttur þingforseta. Hjörleifur K. Hjörleifsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Berglind Long, Garðar Svansson, Ragnhildur Sigurðardóttir og …

Meira..»

Fótboltaæfingar alla helgina

Nýliðna helgi voru haldnar fótboltabúðir í Stykkishólmi sem UMF Snæfells stóð að. Félagið fékk til sín Heiðar Birni Torleifsson til að leiða æfingabúðirnar en hann þjálfar undir merkjum Coerver Coaching aðferðarfræðarinnar. Þessi aðferð byggir á hugmynda- og æfingaáætlun sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 …

Meira..»

Boltinn af stað

Meistaraflokkslið Víkings var rétt komið heim úr æfingaferð til Spánar þegar keppni hófst í Mjólkurbikarnum, fyrsta lið sem Víkingur mætti var lið KFG á Bessastaðavelli þann 19. apríl. Leikurinn fór 0-5 fyrir Víking en Ívar Reynir Antonsson skoraði eitt og Kwame Quee skoraði tvö, leikmenn KFG skoruðu tvö sjálfsmörk. Með …

Meira..»

Alltaf í boltanum

Það má segja að eitt taki við af öðru í heimi íþróttanna hér í bæ. Nú þegar körfuboltatímabilinu er að ljúka tekur knattspyrnan við. Meistaraflokkur karla í fótbolta æfir stíft þessar vikurnar og er hugur í leikmönnum og þjálfurum. Yngriflokkastarfið í fótboltanum verður með sama sniði og áður, æft hér …

Meira..»

Töltmót HEFST – hluti af mótaröð Snæfellings

Hesteigendafélag Stykkishólms hélt töltmót miðvikudaginn 28. mars sl. en mótið var annað mótið af þremur í mótaröð Hestamannafélagsins Snæfellings. Fyrsta mótið var haldið í Ólafsvík 16. mars sl. og þriðja og síðasta mótið verður í Grundarfirði miðvikudaginn 18. apríl nk. Mótaröðin var sett á í þeim tilgangi að efla og …

Meira..»