Miðvikudagur , 26. september 2018

Íþróttir

Þór – Snæfell frestað

Leik Snæfells og Þórs í 1.deild kvenna sem fara átti fram í kvöld var frestað fram yfir áramót.  Snæfellsstelpurnar eru því komnar í jólafrí en eiga leik við Njarðvík hér heima 4.janúar.  Þar verður um áhugaverðan leik að ræða því Njarðvík og Þór Akureyri eru þau lið sem helst hafa verið að veita Snæfelli keppni í deildinni fram til þessa.

Meira..»

Snæfell tapaði fyrir ÍR

Snæfell steinlá í kvöld fyrir ÍR í Seljaskólanum 102-77. Það var vitað að þessi leikur gæti orðið erfiður því ÍR hefur verið að sækja í sig veðrið eftir komu Nate Brown. Hlynur Bærings er einnig meiddur og óvíst hvort hann léki í kvöld og Snæfellsliðið má illa við enn einum leikmann í meiðsli hvað þá jafn mikilvægum leikmanni og Hlyni. Tölfræði leiksins er hér.

Meira..»

George Byrd með hæsta framlagið til þessa

Á heimasíðu KKÍ er búið er að taka saman framlag leikmanna í hverri umferð Iceland Expressd. karla og kvenna í fyrstu 9 umferðunum. George Byrd leikmaður Hamars er með langhæsta framlagið til þessa en hann náði 50 stigum í leiknum gegn KR í 9.umferðinni. Efstu menn Snæfells eru Hlynur og Justin. Sjá má heildarúttektina hér.

Meira..»

Mostri vinnur enn

Mostri lét ekki óvænt tap gegn bikarmeisturum ÍR í Lýsingarbikarnum slá sig út af laginu í 2.deildinni. Þar hélt sigurganga liðsins áfram á heimavelli í gær þegar liðið lagði lið ÍBV í deildinni 55-50. Þetta var sannkallaður toppslagur þessara efstu liða í deildinni. Mostri er því eftir þessa umferð í efsta sæti B-riðils 2.deildar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Meira..»

Snæfell sigraði Skallagrím

Snæfell burstaði lið Skallagríms í 1.deild kvenna á föstudagskvöldið 71-28. Varnarleikurinn var greinilega að virka hjá Snæfellsstelpunum því Skallagrímur náði ekki að skora nema 4 stig í 1.leikhluta, 5 í 2.leikhl. og 3 í 3. leikhluta. Gunnhildur Gunnars var stigahæst í liði Snæfells með 22 stig, Alda Leif 14, Berglind Gunnarsd. og Unnur Ásgeirsd með 8 hvor, aðrar minna. Snæfell heldur því örugglega efsta sætinu í 1.deildinni og ljóst að Snæfell getur farið að huga að því að vera með tvö lið í efstu deildum næsta ár. Tölfræði leiksins.

Meira..»

Óvænt tap Mostra

Leik Mostra og bikarmeistara ÍR í Lýsingarbikarnum sem fram fór í Stykkishólmi lauk með sigri ÍR 48-122. Eins og tölurnar e.t.v. gefa til kynna var sigurinn aldrei í hættu nema þá á upphafssekúndunni.

Meira..»

Héraðsmót HSH í frjálsum

Sunnudaginn 11. nóvember var Héraðsmót HSH í frjálsum haldið  í íþróttahúsinu Stykkishólmi og var það Snæfell sem sá um að halda mótið að þessu sinni. Þátttaka var mjög góð um 80 keppendur voru skráðir flestir á aldursbilinu 7- 10 ára.  

Meira..»

Stórleikur hjá Snæfellsstelpum

Það er sannkallaður stórleikur í kvöld í 1.deild kvenna þegar Snæfell mætir liði Hauka B í Fjárhúsinu kl.19:15. Bæði liðin eru ósigruð og sitja ein á toppi 1.deildar. Það er ljóst að lið Hauka hlýtur að vera feiknasterkt og að öllum líkindum skipað mörgum úr A liði félagsins því fresta varð þessum leik á sínum tíma því hann rakst á leikdag A liðsins. Það reynir því á Snæfellsstelpur í kvöld og þær þurfa góðan stuðning og því nauðsynlegt að fá sem flesta á pallana.

Meira..»

Snæfell sigraði Hauka

Snæfell sigraði Hauka í kvöld í 1.umferð Lýsingarbikarsins. Leikurinn fór fram á heimavelli Haukanna og lauk með sigri Snæfells 89-63.

Tölfræði leiksins, því miður eru leikmenn enn og aftur óskráðir en númer leikmanna eru þó þau sömu ef einver man þau.
Umfjöllun um leikinn á karfan.is

Meira..»