Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Íþróttir

Snæfell – KR í kvöld

Snæfell mætir Íslandsmeisturum KR í kvöld kl.19:15 í Fjárhúsinu í Íþróttamiðstöðinni. Snæfell hefur ekki tapað leik á heimavelli á árinu og m.a. lagt Njarðvík og Keflavík þannig að það er engin ástæða til að ætla annað en þeir geti tekið KR líka sem hafa leikið fremur illa nú eftir áramótin.

Meira..»

Iceland Expressdeildin í augsýn

Snæfell er á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu deild kvenna á næsta ári.  Stelpurnar eru búnar með 9 leiki af 16 og hafa unnið þá alla sannfærandi.  Þær eru að skora að meðaltali um 73 stig í leik og fá á sig 43 og hafa því skorað alls 655 stig og fengið á sig 390 sem gerir 256 stig í +.

Meira..»

Snæfell – Fjölnir

Leiknum er lokið með sigri Fjönis 51-64. Fjölnir reyndust því of stór biti í þetta skiptið en Snæfellsstelpurnar geta þó vel við unað. Munurinn í lokin var þó mun meiri en hann hefði þurft að vera því Snæfellsstelpurnar fengu argrúa góðra færa undir körfunni sem þær nýttu ekki.
Stigahæstar hjá Snæfelli voru Gunnhildur 11 stig, Berglind 11 stig og Alda Leif 7
Hjá Fjölni: Slavica Dimovska 19 stig og Gréta M. 13 stig.

Meira..»

Körfuboltadagurinn mikli

Það verður heldur betur fjör í Íþróttamiðstöðinni í dag hér í Stykkishólmi tveir stórleikir í 8 liða úrslitum Lýsingarbikarsins þar sem bæði meistaraflokkslið Snæfells standa í ströngu. Hjá konunum mætir Snæfell Fjölni kl.17 og í karlaflokki mætir Snæfell Keflavík í annað skiptið á þremur dögum. Þar sem þetta er bikar þá er bara eitt í stöðunni vilji liðin áfram og það er sigur. Bæði lið eiga ágæta möguleika fái þau góðan stuðning áhorfenda. Því er ekki að neita að róðurinn er þyngri hjá stelpunum en þær hafa engu að tapa og eru með hörkulið, þannig að allt getur gerst.

Meira..»

Andrés áminntur

Aganefnd KKÍ úrskurðaði í tveimur málum í vikunni og varðaði annað málið atvik sem kom upp í leik Mostra og Umf. Álftanes í 2.deildinni sem leikinn var s.l. sunnudag. Samkvæmt úrskurðinum þá fær Andrés Már Heiðarsson, leikmaður Mostra áminningu vegna þessa atviks en honum var vikið af velli í leiknum.

Meira..»

Snæfell – Njarðvik kl.16:00

Snæfell leikur gegn Njarðvík í dag í Fjárhúsinu kl.16:00.  Leikurinn verður jafnframt í beinni útsendingu í sjónvarpinu, þannig að nú gefst þeim stuðningsmönnum sem ekki hafa séð liðið í leik loks tækifæri til þess.  Þeir sem eru staddir í Stykkishólmi og nágrenni og eiga heimangegnt hljóta þó að skella sér í Fjárhúsið til að styðja liðið þar sem það finnur fyrir stuðningnum. Snæfell átti skínandi leik gegn Þórsurum á fimmtudaginn og nú er að sjá hvort liðið nái að fylgja þeim sigri eftir.

Meira..»

Snæfell sigraði Þór

Snæfell sigraði lið Þórs Akureyri örugglega í kvöld 93-63. Leikurinn fór mjög rólega af stað í stigaskorinu og bæði liðin greinilega ákveðin í að landa sigri í sínum fyrsta leik á árinu. En það var eins og hugur fylgdi ekki alveg máli hjá Þórsurum í baráttunni því hún fjaraði nánast út strax í 2.leikhluta og eftir það var í raun aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi lenda þótt munurinn færi ekki yfir 20 stiginn fyrr en í 3.leikhluta þegar Snæfell náði tveimur góðum leikköflum. Snæfell þurfti því engan stórleik til að sigra Þórsara á endanum með 30 stiga mun.
Tölfræðin

Meira..»

Búið að draga í bikarnum hjá yngri flokkum

Í dag var dregið í 8 liða úrslitin hjá yngri flokkunum en Snæfell er með þrjú lið þar.  Samkvæmt drættinum er Snæfell með lið í bikarnum í unglingaflokki drengja en er annars ekki með í Íslandsmótinu í þeim flokki.  Unglingaflokkurinn dróst gegn FSu, drengjaflokkurinn gegn Fjölni og 10.flokkur stúlkna gegn Keflavík B.  Lukkan var ekki með Snæfelli í drættinum því allir eru þeir útileikir

Meira..»

Snæfell – Þór í kvöld kl.19:15

Snæfells mætir Þór frá Akureyri í kvöld í Fjárhúsinu en það er frestaður leikur frá 28.desember. Snæfell lauk árinu með stórtapi gegn ÍR 13.desember og töpuðu því tveimur af þremur síðustu leikjunum í deildinni. Útkoman fyrir áramót úr 10 leikjum varð því 4 sigrar og 6 töp í deildinni og liðið í 7.sæti, einu sæti fyrir ofan Þór sem er með jafnmörg stig en aðeins 9.leiki.

Meira..»