Föstudagur , 21. september 2018

Íþróttir

Tipparar 12.leikviku: Högni og Pétur

Þessa helgina eru landsleikir á seðlinum, það þurfti því að fá tvo getspaka í landsliðsklassa.  Það eru því Héraðsmeistarinn Pétur Kristinsson og Högni Högnason sem hefur verið í landsliðsklassa í mörg ár í fótboltanum en ekki getað spilað sökum meiðsla í fingri, sem spá.

Meira..»

Jón og Sigmundur dæma Snæfell-KR

Þá er komið á hreint hverjir dæma 1.leik Snæfells og KR í undanúrslitunum.  Það verða þeir Jón Guðmundsson og Sigmundur Már Herbertsson.
                                                     
                     Sigmundur                                             Jón
Ljósm.KKI.is

Meira..»

Hlynur sterkur í úrslitunum

KKÍ hefur birt á heimasíðu sinni, samantekt á frammistöðu einstakra leikmanna í úrslitakeppninni í körfuboltanum.  Það kemur ekki á óvart að Hlynur Bærings átti besta einstaka leikinn en hann hlaut 38 í einkunn fyrir seinni leikinn gegn Keflavík.

Meira..»

Enn vinna konurnar í getraunum

Í síðustu leikviku mættust Guðlaugur og Oddrún sem bæði vinna á Íþróttamiðstöðinni.  Það var í annað sinn sem kona skellti sér í leikinn og tippaði og í bæði skiptin hafa konurnar haft betur og báðar halda þær með Arsenal. 

Meira..»

Snæfell komið áfram og hvað svo?

Það varð uppi fótur og fit hjá sumum í Stykkishólmi þegar það uppgötvaðist að leikur Snæfells og Keflavíkur yrði sýndur á Sýn en ekki Rúv og þá voru góð ráð dýr fyrir þá stuðningsmenn sem ekki komust til Keflavíkur.  En málum var reddað og leikurinn sýndur á skjám á Fimm fiskum og í X-inu og mikil stemming á báðum stöðum.  Það var síðan mjög gaman að sjá á skjánum hversu margir stuðningsmenn Snæfells voru mættir til Keflavíkur.  Af fjöldanum að dæma og þeim hrópum sem heyrðust í gegnum skjáinn hefði mátt halda að Snæfellsliðið hafi verið á heimavelli.  Það voru því ekki síður stuðningsmennirnir sem áttu stórleik í Keflavík og nú er bara að bíða og sjá hvert skal halda næst.

Meira..»

Keflavík – Snæfell leikur 2

Þá er komið að leik nr.2 í úrslitarimmu Snæfells og Keflavíkur og víst að sú rimma verður hörð.  Keflvíkingar þóttu spila hart og komast upp með takta í fyrsta leiknum sem lítið höfðu með körfubolta að gera, sérstaklega í fyrrihluta leiksins.  Víst er að hafi sá leikur verið harður þá verður leikurinn í dag harðari og því reikna Snæfellsmenn með.

Meira..»

Tipparar 11.leikviku: Gunnlaugur og Oddrún

Í síðustu viku mættust Árni Ásgeirs og Nonni Mæju og hafði Árni auðveldan sigur.  Var með 6 rétta á móti heilum 4 hjá Nonna og hefur Nonni beðið um að þetta verði ekki rætt frekar .  Þessa vikuna mætast Oddrún Sverrisdóttir og Guðlaugur Ingi bæði starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar.  Oddrún er líkt og Olla 9 réttir, Arsenal aðdáandi en segist ekki vita neitt um fótbolta, það skýrir sennilega aðdáunina á Arsenal.  Spurning með Guðlaug, ætli hann sé ekki ManU. eða í versta falli Liverpoolmaður. 

Meira..»

Snæfell – Keflavík

Nú er fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur hafinn og við verðurm með fréttir af gangi mála hér á íþrótttasíðunni.
staðan er 43-36 Snæfelli í vil.

Meira..»

Snæfell – Keflavík 84-67

Snæfell sigraði Keflavík í kvöld nokkuð örugglega eftir baráttubyrjun.  Staðan í hálfleik var  43-36 og í þriðja leikhluta smellti Snæfell í lás og Keflavík skoraði einungis 11 stig í þeim leikhluta og staðan að honum loknum 61-47.   Snæfell jók svo enn muninn í seinni hálfleik og Keflvíkingar aldrei líklegir til að komast inn í leikinn.  Sigurinn því sanngjarn og ljóst að Keflvíkingar þurfa mikið að hressast ætli þeir sér að sigra á sínum heimavelli á laugardag.  Tölfræði leiksins hér.

Meira..»

Snæfell – Keflavík

Við skoðuðum viðureignir þessara liða frá 1998 fyrir lokaleikinn í deildinni í Keflavík 8.mars. Það væri kanski ekki úr vegi að líta á það aftur og þá með síðasta leikinn þar inn í. Einnig að skoða viðureignirnar í vetur, hverjir hafa verið að standa upp úr hjá liðunum í þessum leikjum?

Meira..»