Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Íþróttir

KR-Snæfell í kvöld

Þá er komið að leik nr.2 og nokkuð ljóst að Snæfellsdrengir verða heldur betur að bíta í skjaldarrendur og koma grimmir til leiks í kvöld.  Sth.-Pósturinn bað Bárð Eyþórs um að spá aftur í spilin eftir þessar fyrstu viðureignir í undanúrslitunum og hann settist niður eftir leik Grindavíkur og Njarðvíkur í gær og kíkti á stöðuna.

Meira..»

Sigmundur og Kristinn dæma næsta leik

KKÍ hefur tilkynnt á vef sínum hverjir koma til með að dæma næst leik Snæfells og KR hér heima á morgun.  Það verða þeir Sigmundur M. Herbertsson og Kristinn Óskarsson.
                                                                                                      
Sigmundur                                                                                      Kristinn

Meira..»

KR vann fyrsta leikinn

Það var greinilegt á upphafsmínútum leiks KR og Snæfells að KR-ingarnir voru tilbúnir í leikinn og byrjuðu strax með látum.  Snæfellingarnir hinsvegar eitthvað annars hugar og komust ekki almennilega í gang fyrr en í lokafjórðungnum. 

Meira..»

KR – Snæfell í kvöld

Fyrsti leikur Snæfells og KR í undanúrslitunum er kl.19:15 í DHL höllinni í Reykjavík í kvöld .  Nú þarf sigur í þremur leikjum til að komast í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitilinn.  Stykkishólms-Pósturinn leit við á æfingu í gærmorgun hjá Snæfellsliðinu og átti stutt spjall við Nonna Mæju sem var sjóðheitur í síðasta leik liðsins.

Meira..»

Snæfell sigraði UMFH

Snæfell sigraði lið UMFH örugglega 31-67 í 2.deild kvenna á föstudaginn en leikið var á Flúðum. Snæfell situr því sem fastast í fjórða sæti deildarinnar.

Meira..»

Tipparar 12.leikviku: Högni og Pétur

Þessa helgina eru landsleikir á seðlinum, það þurfti því að fá tvo getspaka í landsliðsklassa.  Það eru því Héraðsmeistarinn Pétur Kristinsson og Högni Högnason sem hefur verið í landsliðsklassa í mörg ár í fótboltanum en ekki getað spilað sökum meiðsla í fingri, sem spá.

Meira..»

Jón og Sigmundur dæma Snæfell-KR

Þá er komið á hreint hverjir dæma 1.leik Snæfells og KR í undanúrslitunum.  Það verða þeir Jón Guðmundsson og Sigmundur Már Herbertsson.
                                                     
                     Sigmundur                                             Jón
Ljósm.KKI.is

Meira..»

Hlynur sterkur í úrslitunum

KKÍ hefur birt á heimasíðu sinni, samantekt á frammistöðu einstakra leikmanna í úrslitakeppninni í körfuboltanum.  Það kemur ekki á óvart að Hlynur Bærings átti besta einstaka leikinn en hann hlaut 38 í einkunn fyrir seinni leikinn gegn Keflavík.

Meira..»