Íþróttir

Bein textalýsing

Þeir sem ekki komast á völlinn í kvöld og ekki hafa Sýn geta fylgst með leiknum á vef KR.  Munið að endurglæða síðuna með því að ýta á F5 eða smella með músinni á refresh á skjástikunni hér fyrir ofan.  En leikurinn er að hefjast og stemmingin er gríðarleg í Fjárhúsinu.  Leikurinn er hér.

Meira..»

Atli og Björgvin valdir í æfingahóp U18

Búið er að velja 18 manna æfingahóp í landsliði karla undir 18ára.  Hólmarar eiga þar tvo leikmenn,  Atla Rafn Hreinsson Snæfelli og Björgvin Valentínusson FSu.  Líkt og hjá U16 þá er Norðurlandamótið framundan seinnipartinn í maí.

Meira..»

KR-Snæfell í kvöld

Þá er komið að leik nr.2 og nokkuð ljóst að Snæfellsdrengir verða heldur betur að bíta í skjaldarrendur og koma grimmir til leiks í kvöld.  Sth.-Pósturinn bað Bárð Eyþórs um að spá aftur í spilin eftir þessar fyrstu viðureignir í undanúrslitunum og hann settist niður eftir leik Grindavíkur og Njarðvíkur í gær og kíkti á stöðuna.

Meira..»

Sigmundur og Kristinn dæma næsta leik

KKÍ hefur tilkynnt á vef sínum hverjir koma til með að dæma næst leik Snæfells og KR hér heima á morgun.  Það verða þeir Sigmundur M. Herbertsson og Kristinn Óskarsson.
                                                                                                      
Sigmundur                                                                                      Kristinn

Meira..»

KR vann fyrsta leikinn

Það var greinilegt á upphafsmínútum leiks KR og Snæfells að KR-ingarnir voru tilbúnir í leikinn og byrjuðu strax með látum.  Snæfellingarnir hinsvegar eitthvað annars hugar og komust ekki almennilega í gang fyrr en í lokafjórðungnum. 

Meira..»

KR – Snæfell í kvöld

Fyrsti leikur Snæfells og KR í undanúrslitunum er kl.19:15 í DHL höllinni í Reykjavík í kvöld .  Nú þarf sigur í þremur leikjum til að komast í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitilinn.  Stykkishólms-Pósturinn leit við á æfingu í gærmorgun hjá Snæfellsliðinu og átti stutt spjall við Nonna Mæju sem var sjóðheitur í síðasta leik liðsins.

Meira..»

Snæfell sigraði UMFH

Snæfell sigraði lið UMFH örugglega 31-67 í 2.deild kvenna á föstudaginn en leikið var á Flúðum. Snæfell situr því sem fastast í fjórða sæti deildarinnar.

Meira..»