Íþróttir

Haukar – Snæfell í kvöld

Snæfell mætir liði Hauka í kvöld í 3.umferð Iceland Expressdeildarinnar á heimavelli Hauka, Ásvöllum kl.19:15.  Leikur Snæfells hefur batnað með hverjum leik og vonandi að framhald verður þar á. 

Meira..»

Snæfell – Fjölnir í kvöld

Þá er komið að fyrsta heimaleik Snæfells í Iceland Expressdeildinni og verður leikið gegn Fjölni.  Bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik og því verður örugglega hart barist í kvöld.  Leikurinn í kvöld hefst kl.19:15 og lofar stjórn kkd. Snæfells mikilli skemmtun.  Sbr. orðsendingu frá þeim í síðasta tbl. Stykkishólms-Póstsins.

Meira..»

Engir leikir í dag hjá 10.flokki

Vegna brottfalls tveggja liða í B- riðli 10.flokks stúlkna sem leika átti í dag laugardag og sunnudag hafa leikirnir í dag verið felldir niður.  Í stað þess verða þrír leikir á morgun sunnudag í Íþróttamiðstöðinni.  
Kl. 13:00  Fjölnir - KR
 -   14:30  Snæfell - KR
 -   16:00  Snæfell - Fjölnir 

Meira..»

Snæfell tapaði gegn KR

Snæfell tapaði sínum fyrsta leik í Iceland Expressdeildinni í kvöld gegn KR 79-83.  Justin Shouse fékk möguleika á að jafna leikinn með þremur vítaskotum þegar 8 sek. voru eftir en hann klikkaði á öllum þremur.  Tölfræðin úr leiknum er hér og fjallað um hann á síðu KR hér fyrir neðan.

Meira..»

KR – Snæfell í kvöld

í kvöld leikur Snæfell sinn fyrsta leik í Iceland Expressdeild karla á þessu leiktímabili.  Liðið mætir KR ingum í DHL höllinni í Reykjavík og mun leikurinn hefjast kl.19:15.  
Fjölmargir munu renna til Reykjavíkur til að fylgjast með og ekki að efa að stuðningsmenn liðsins á höfuðborgarsvæðinu láta sig ekki vanta. 

Meira..»

KB banki styrkir Snæfell

KB banki hefur undanfarin ár stutt vel við bakið á Snæfelli sem og annarri félagsstarfsemi í Stykkishólmi.  Síðastliðið þriðjudagskvöld undirrituðu Kjartan Páll Einarsson útibústjóri KB banka í Stykkishólmi, Daði Sigurþórsson formaður körfuknattleiksdeildar meistaraflokks Snæfells og Högni Högnason fyrir hönd yngri flokka Snæfells samstarfssamning fyrir tímabilið 2006-2007.

Meira..»

María setur íslandsmet

María Valdimarsdóttir tók þátt í opna Norðurlandamótinu í sundi í Óðinsvéum í Danmörku í síðustu viku og var þar í 24 manna keppnishópi frá Íslandi. 

Meira..»

Igor í Njarðvík

Igor Beljanski sem lék með Snæfelli í fyrra hefur gert eins árs samning við lið Njarðvíkur.  Hann mun leika sinn fyrsta leik með Njarðvík þann 5.nóvember og það vill svo skemmtilega til að þá mun Njarðvík mæta Snæfelli hér heima í Fjárhúsinu.  

Meira..»