Þriðjudagur , 25. september 2018

Íþróttir

Igor í Njarðvík

Igor Beljanski sem lék með Snæfelli í fyrra hefur gert eins árs samning við lið Njarðvíkur.  Hann mun leika sinn fyrsta leik með Njarðvík þann 5.nóvember og það vill svo skemmtilega til að þá mun Njarðvík mæta Snæfelli hér heima í Fjárhúsinu.  

Meira..»

Snæfell sigraði B-riðilinn og E-riðilinn

Leikjum í 1.umferð B-riðils 8.flokks stúlkna lauk í dag í íþróttahúsinu í Stykkishólmi.  Snæfellsstúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með glæsibrag og eru því komnar upp í A-riðilinn í næstu umferð.  Strákarnir í 8.flokknum eru líka komnir upp um riðil því þeir unnu sinn riðil á Hvammstanga í dag.

Meira..»

B-riðill í 8.flokki kvenna

Í dag og á morgun leika stelpurnar í 8.flokki B-riðli, 1.umferðina í Íslandsmótinu hér í Stykkishólmi.  Snæfellsstelpunum hefur gengið mjög vel það sem af er.  Úrslit dagsins eru komin.

Meira..»

Snæfell úr leik í Powerade bikarnum

Snæfell tapaði í kvöld fyrir Tindastól í 1.umferð Powerade-bikarsins 83-90.  Liðið lék án Sigurðar Þorvaldssonar sem varð pabbi í dag þegar Alda Leif unnusta hans ól þeim frumburðinn.  Þeim var  vel fagnað í upphafi leiks þegar það var tilkynnt í hátalarakerfi Fjárhússins. 

Meira..»

Leikur í kvöld! Snæfell – Tindastóll

Tímabilið að hefjast í körfuboltanum og allt í gangi hjá körfuknattleiksdeild Snæfells.  Ýmislegt verður í boði fyrir stuðningsmenn liðsins m.a. spjall við leikmenn að loknum leik.  Nánar um það hér á eftir í fréttatilkynningu körfuknattleiksdeildar.

Meira..»

Tap gegn Skallagrími í æfingaleik

Snæfell tapaði með eins stigs mun 78-79 gegn Skallagrími í kvöld í æfingaleik í Borgarnesi.   Um nokkuð jafnan leik var að ræða þar sem Snæfellingar náðu þó um 10 stiga forskoti um tíma en í lokin náðu Skallagrímsmenn að skríða yfir og landa sigrinum. 

Meira..»

Blakið byrjað hjá stelpunum

Blakdeildin vill minna konur á að blakæfingar eru hafnar.  Allar konur sem hafa áhuga  á að spila og læra blak í góðum félagsskap eru velkomnar á æfingar á mánudögum kl.19:30 og miðvikudögum kl.20:00.  Það er Hreinn Þorkelsson sem mun þjálfa hópinn.

Meira..»

Ísland töpuðu fyrir Austurríki

Íslendingar áttu dapran dag og steinlágu fyrir Austurríki með 21 stiga mun 64-85.  Þar með er vonin úti hjá Íslendingum að fara upp í A-deildina.  Austurríkismenn sem áður höfðu rétt marið slakt lið Lúxemburgar, eru nú komnir í 3 sætið og upp fyrir Hlyn og félaga í riðlinum.  Hlynur spilaði í rúmar 24 mínútur, var með 3 stig og 4 fráköst og 5 villur í leiknum.  Nánar má sjá um tölfræðina á síðunni sem bent er á hér í fréttinni fyrir neðan.

Meira..»

Ísland-Austurríki í beinni

Áhugafólk um körfuboltann og leik íslenska liðsins gegn Austurríki er minnt á að hann er í beinni texta- og tölfræði lýsingu á vef fiba núna.  Þegar komið er á síðuna þá er nóg að smella á einhvern leikinn sem er Live hægra megin á síðunni þá kemur upp skortafla þar sem hægt er að velja leiki/games efst í horninu hægra megin.  Hér er síða Fiba

Meira..»

Snæfell sigraði Fjölni og mætir Haukum í úrslitum

Snæfell sigraði Fjölni 86-72 í síðasta leik sínum í sínum riðli á Greifamótinu á Akureyri í dag.  Snæfell er því komið í úrslitaleikinn á mótinu á móti Haukum en bæði liðin unnu alla þrjá leiki sína í sínum riðlum.  Úrslitaleikurinn verður kl.13:00 á morgun.

Meira..»