Íþróttir

Skvísumót

Árlegt skvísumót Golfklúbbanna í Stykkishólmi og Grundarfirði var í gær þegar skvísur úr Mostra og Vestarrr áttust við á Víkurvelli.  Spilaður var einn hringur að kvenna venju og mikið spjallað á leiðinni. 

Meira..»

Kvennagolf

Konur í Mostra spiluðu hring númer tvö af þremur, á kvennamóti klúbbsins á gær.  Spilaðir verða þrír hringir á vellinum og skorið á tveimur bestu látið ráða. 

Meira..»

Snæfell – Tindastóll 1-8

Nú gerist það hratt eftir um 20 mín er staðan orðin 2-0  leikf yrir Tindastól sem leikur heldur á  móti vindinum.
Staðan komin í 3-0 fyrir Tindastóll en Snæfellingar þó að hressast og heldur minnkað vindurinn er nú aðeins 9 metrar á sek.
43 mín Predraq skoraði fyrir Snæfell og staðan orðin 3-1.
45 mín Tindastólsmenn bættu við fjórða markinu með síðustu spyrnu hálfleiksins staðan 4-1 í hálfleik fyrir Tindastól.
46.mín Seinni hálfleikur hafinn og enn hægir vindinn kominn niður í 8ms.
50. mín 5-1 Stórglæsilegt mark hjá Tindastólsmönnum, við skeytin í vinstra hornið uppi, sláin inn.
65 mín. Fátt gerst síðustu mínúturnar staðan enn 5-1
75 mín.  6-1 Tindastólsmenn bæta enn við marki eftir harða sókn.
80 mín. Snæfellsmenn með þrumuskot rétt framhjá.  Nú kemur lognið úr suðvestan sem þýðir að vindurinn er þvert á völlinn.
82 mín 7-1 Tindastólsmenn bæta enn við.
87 mín 8-1 Tindastóll með mark eftir hornspyrnu.  Snæfellsmönnum mislagðar fætur við að hreinsa frá sem endar með því að boltinn berst til Tindastólsmanns sem skallar hann inn.
90 mín enn syrtir i álinn hjá Snæfelli einum leikmanni vikið af leikvelli.
Leik lokið með sigri Tindastóls 8-1

 

Meira..»

Unglingalandsmótið á Laugum framundan

Nú styttist í hið árlega unglingalandsmót sem að þessu sinni er haldið að Laugum í Þingeyjarsveit dagana 4.-6.ágúst.   Spá fréttamanna segir að það verði ennþá öflugara unglingalandsmót að Laugum heldur en var í Vík í Mýrdal í fyrra!  Nú þegar er hafin skráning á unglingalandsmótinu og hvetur HSH foreldra til að skrá börnin sín til keppni á slóðinni www.ulm.is 

Meira..»

Snæfell af stað í körfunni

Nú er meistaraflokkurinn að skríða af stað eftir sumarfrí og ekki laust við að fólk sé orðið spennt fyrir vetrinum.  Geof Kotila þjálfari var hér um síðastliðna helgi og stýrði nokkrum æfingum en fór svo til Bandaríkjanna í dag. 

Meira..»

Mót í Borgarnesi

Mikið var um að vera hjá krökkunum í yngri flokkunum á Nesinu um helgina.  Gott samstarf er nú á milli Víkings Ólafsvík, Reynis Hellissandi og Snæfells í fótboltanum og er það vel. 

Meira..»

Fjör á Smábæjarleikum

Fríður hópur stúlkna og stráka úr 4.flokki Snæfells í fótboltanum fór á Smábæjarleika á Blönduósi síðastliðna helgi.  Með í för voru líka strákar úr Víkingi Ólafsvík og spiluðu með í sameiginlegu liði félaganna.  En hér kemur nánari lýsing á ferðinni.

Meira..»

Héraðsmót HSH í sundi

Héraðsmót HSH í sundi var haldið í sundlauginni í Stykkishólmi fimmtudaginn 22.júní.  Því miður var mæting keppenda ekki góð á mótið en það voru einungis keppendur frá Grundarfirði og Stykkishólmi sem tóku þátt.

Meira..»