Íþróttir

Snæfell – Fjölnir

Strákarnir í 5.flokki í fótboltanum spiluðu í gær við A og B. lið Fjölnis í Grafarvoginum.  Skiptu félögin sigrunum bróðurlega á milli sín,  A lið Snæfells/Víkings vann sinn leik 4-0 en B liðið tapaði hinsvegar sínum leik gegn Fjölni 1-5.

Meira..»

FH-ingar lagðir

Strákarnir í 5.flokki í fótboltanum spiluðu gegn knattspyrnustórveldinu FH á þriðjudaginn og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í báðum leikjum. 

Meira..»

Tap gegn Tindastóli

Snæfell lék gegn Tindastóli á Sauðárkróki í gær í 3.deildinni og lauk þeim leik með sigri Tindastóls 11-1.  Mark Snæfells gerði Baldvin I. Baldvinsson á 5.mín. leiksins og jafnaði þá leikinn.  Snæfell hefur þá leikið 4 leiki og eru komnir með 1 stig og markatöluna 5-27.  Það má geta þess að lið Snæfells er mjög ungt og ekki ólíklegt að það sé það yngsta í 3.deildinni en margir leikmenn liðsins eru um og yngri en tvítugt.  Þannig að þeirra er framtíðin og náist það markmið sumarsins að festa meistaraflokkinn í sessi í fótboltanum þá geta spennandi hlutir gerst á næstu árum hjá Snæfelli á sparkvellinum.

Meira..»

Fyrsti leikur Snæfells

Sá merki atburður gerðist í fótboltanum hér í bæ að meistaraflokkur Snæfells spilaði sinn fyrsta leik í tíu ár í Íslandsmótinu.  Leikurinn var hér heima síðastliðinn laugardag, gegn Neista frá Hofsósi

Meira..»

Jafntefli í fyrsta leik

Það var eftirvænting í stúkunni á Stykkishólmsvelli í dag þegar Snæfell spilaði sinn fyrsta leik í tíu ár meistaraflokki í knattspyrnu.  Áhorfendur voru þó nokkrir og fjölgaði þegar leið á leikinn og voru margir bjartsýnir á góð úrslit.  Snæfellsliðið mætti liði Neista frá Hofsósi og átti alveg prýðisleik sem þó dugði ekki til meira en jafnteflis 1-1 í jöfnum leik sem hefði þó með smá heppni getað endað með sigri Snæfells.

Meira..»

Tvö töp hjá U16 ára landsliðinu

Gunnhildur og stallsystur hennar í landsliðinu hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð.  Þær hófu leik gegn Dönum á miðvikudaginn sem þær töpuðu 43-59.  Í dag töpuðu þær svo stórt gegn Svíum 34-74.  Sjá má nánar um úrslit á http://www.basket.se/t1.asp?p=104847 og ef einhver vill fylgjast með í beinni meðan á leik stendur þá er þetta slóðin http://smartstat.svenskidrott.se/netcasting/.  Stelpurnar leika tvo leiki á morgun föstudag, gegn Noregi kl.9 að sænskum tíma(kl.7 að ísl.tíma) og gegn Finnum kl.21:00 að sænskum tíma.

Meira..»

Gunnhildur á Norðurlandamóti

Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfelli leikur nú með 16.ára landsliði kvenna í körfubolta, á Norðurlanda-mótinu sem hefst í dag í Stokkhólmi.  Fyrsti leikurinn hjá stelpunum er kl.18:00 í dag gegn Dönum og verður örugglega erfiður því þær koma til Svíþjóðar í dag. 

Meira..»

Snæfell-Skallgrímur frestað

Fyrirhuguðum leik Snæfells og Skallgríms í 3.deildinni í knattspyrnu sem vera átti í kvöld var frestað vegna veðurs.  Óskiljanlegt, sagði Rafn Rafnsson sem þjálfaði hvern flokkinn á fætur öðrum á vellinum í dag.  Hann sagði búið að vera hið besta veður hér í dag og logn í stúkunni.  Einu skýringuna fyrir þessari seinkunn væri að það hlyti að hafa verið vont veður í Borgarnesi.

Meira..»

Sterkir heimamenn í Snæfelli

Það er ekki slæmt hjá um 1170 íbúa byggðalagi að vera með hóp upp á 16-18 manns í körfunni og það allt heimamenn.  Ekki hefur liðið heldur lækkað,  tíu leikmenn eru 190cm og þar fyrir ofan og þar af fjórir um og yfir tvo metra. 

Meira..»