Miðvikudagur , 19. september 2018

Íþróttir

Sparkvöllurinn vígður

Það var mikið líf í kringum sparkvöllinn við formlega vígslu hans föstudaginn 5.maí.  Völlurinn hefur verið í notkun í þó nokkurn tíma en ekki reyndist unnt að vígja hann formlega fyrr.  Það var Eyjólfur Sverrisson sem mættur var fyrir hönd KSÍ en hann hefur leitt þetta verkefni hjá sambandinu.  

Meira..»

Sparkvöllurinn vígður

Sparkvöllurinn verður vígður með pompi og pragt á morgun föstudag kl.11.  Eyjólfur Sverrisson fyrrum atvinnu knattspyrnumaður m.a. hjá Stuttgart og Herthu Berlín í Þýskalandi mætir frá KSÍ og vígir völlinn formlega.  Grunnskólinn og Snæfell munu fá afhenta bolta frá UEFA og styrktaraðilum við þetta tækifæri.   Yngri flokkar Snæfells spila einn leik að tvo í tilefni dagsins.

 

Meira..»

Siglingamenn kjósa stjórn

Formlegur stofnfundur siglingadeildar Snæfells var á sunnudaginn 30.maí.   Guðbrandur Björgvinsson og Sigurjón Jónsson kynntu hugmyndir sínar um starfsemi siglingadeildarinnar og væntanlega aðstöðu hennar í Vogsbotninum ef samþykki allra landeigenda næst um það.

Meira..»

Snæfellingar við það að ráða þjálfara

Daði og félagar í stjórn meistarflokks Snæfells í körfunni eru á góðri leið með að landa nýjum þjálfara.  Samkvæmt heimildum þá er þetta spurning um örfáa daga þar til allt er klárt.  Daði vinnur greinilega samkvæmt textanum góða „láttu Hólminn heilla þig“ því það sást til hans á rúntinum með þjálfarann um bæinn í dag og fór hann víða. 

Meira..»

Snæfellingar töpuðu í undanúrslitunum

Strákarnir í 9.flokki Snæfells töpuðu nú í morgun undanúrslitaleiknum gegn Fjölni 36-57.  Stelpurnar í 10.flokknum töpuðu líka sínum leik gegn Haukum 32-45.  Bæði liðin eru því úr leik í Íslandsmótinu en geta þó vel við unað með 3.-4.sætið.  Bæði liðin hafa bæði náð frábærum árangri í vetur og strákarnir í 9.flokknum komust einnig alla leið í úrslitaleikinn í bikarnum, þar sem þeir töpuðu einnig fyrir Fjölni.  Þannig að það er við hæfi að óska báðum flokkum til hamingju með árangurinn sem og þjálfurum þeirra þeim Helga Reyni með 10.flokkinn og Jóni Ólafi með 9.flokkinn.

Meira..»

Þjálfaramál hjá Snæfelli í góðum farvegi

Stjórn meistarflokks Snæfells vinnur nú að krafti að því að finna nýjan þjálfara fyrir meistaraflokkinn.  Stjórnin hefur þegar fundað með leikmönnum um framhaldið og ekkert sem bendir til annars en að allir leikmenn munu halda sig á heimaslóð næsta vetur.

Meira..»