Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Íþróttir

Þjálfaramál hjá Snæfelli í góðum farvegi

Stjórn meistarflokks Snæfells vinnur nú að krafti að því að finna nýjan þjálfara fyrir meistaraflokkinn.  Stjórnin hefur þegar fundað með leikmönnum um framhaldið og ekkert sem bendir til annars en að allir leikmenn munu halda sig á heimaslóð næsta vetur.

Meira..»

9.flokkur og 10.flokkur í úrslitum

Eitthvað hafa þeir verið að hringla með úrslitaleikina hjá stelpunum í 10.flokki og hjá strákunum í 9.flokki.  Nú virðist þetta loks verða klárt og verða leikirnir spilaðir dagana 28-30.apríl.

Meira..»

Rassskelling hjá Woonaris

Hlynur og Sigurður fengu heldur betur  að finna til tevatnsins í síðasta leik Woonaris en þá steinlá liðið fyrir Demon Astronauts frá Rotterdam 57-107.

Meira..»

Gunnhildur og María í U-16 ára landsliðinu

Þær stöllur Gunnhildur Gunnarsdóttir og  María Björnsdóttir í 10.flokki Snæfells, munu ekki vera í mikilli slökun í páskafríinu.  Þær eru í landsliðshópi U-16 ára í körfunni sem hefur verið kallaður til æfinga um páskana. 

Meira..»

Aðalfundur Snæfells

Aðalfundur Ungmennafélagsins Snæfells var haldinn í gærkvöldi.  Engar breytingar urðu á stjórn félagsins en hana skipa:  Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson formaður, María Alma Valdimarsdóttir gjaldkeri, Eydís B. Eyþórsdóttir ritari og Árþóra Steinarsdóttir meðstjórnandi

Mættir voru 9 fyrir utan stjórnarmeðlimi sem þykir góð mæting.

Meira..»

Gissur hættir sem formaður

Þau tíðindi hafa helst gerst í körfunni hjá meistaraflokknum að Daði Sigurþórsson hefur tekið við formannssætinu í  stjórn meistaraflokks Snæfells af Gissuri Tryggvasyni.  Gissur líkur þar með 6 ára starfi í formannssætinu og getur verið ánægður með árangur liðsins á þeim tíma, sérstaklega hin síðari ár.  Gissur er þó ekki hættur í stjórninni, hann mun nú færa sig í gjaldkerasætið og halda utan um fjármálin. 

Meira..»

Unglingaflokkurinn í stuði

Hún var góð helgin hjá strákunum í unglingaflokknum.  Þeir unnu ÍR-ingana á laugardeginum með einu stigi í hörkuleik 69-68.  Tóku svo Haukana daginn eftir með 11 stiga mun eftir framlengingu 92-81 í leik sem hafði verið frestað 18.mars.

Meira..»

Héraðsmót HSH í blaki kvenna

Héraðsmót HSH í blaki kvenna var haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar mánudagskvöldið 27. mars sl.  kepptu þar um það bil 60 snæfellskar konur sem skiptust í 8 lið í 1. og 2. deild. 

Meira..»