Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Menning

Fréttir frá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla

Frá 3. júní hefur staðið yfir á safninu sýningin Gluggi til fortíðar, gersemar nútíðar og arfur framtíðar. Endurgerð Norska hússins.  Sýningin verður tekin niður 16. nóvember og verður síðar sett upp á Átthagastofu Snæfellsbæjar. Við viljum því hvetja þá er eiga eftir að sjá sýninguna að kíkja við í Norska …

Meira..»

Norðurljósin 2018 – Enn fleiri myndir og ávarp

Nú er fimmta Norðurljósahátíðin um garð gengin. Vel var mætt á viðburði og það var sérstaklega ánægjulegt hversu bæjarbúar voru duglegir að mæta. Svona hátíð er ekki hægt að halda nema með góðum vilja heimamanna. Þar voru margir hópar og einstaklingar sem lögðu fram óeigingjarna vinnu við hátíðina. Við viljum …

Meira..»

Tímarit um bókmenntir og listir

2. hefti 13. árgangs tímaritsins Stínu kom út á dögunum. Útgefandi tímaritsins er Mostraskegg í Stykkishólmi. Höfundar efnis eru 23 í þessu tölublaði og þar bæði ljóð, greinar, smásögur og myndlist. Ritstjórn skipa Guðbergur Bergsson, Kormákur Bragason og Kári Tulinius. am/frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Að lokinni Norðurljósahátíð 2018

Dagana 25.-28.október var haldin Norðurljósahátíð í Stykkishólmi. Þetta er í fimmta skipti sem þessi hátíð er haldin og mér finnst ég verða að skrifa örfá orð í þakklætisskyni. Mér fannst hátíðin vera afar vel heppnuð og dagskáratriðin fjölbreytt og skemmtileg. Ég var svo heppin að geta sótt marga af þeim …

Meira..»

Blóðsystur

N.k. laugardag frumsýnir Leikfélagið Grímnir leikverkið Blóðsystur í Vatnasafninu. Verkið er afrakstur samstarfs Leikfélags Kópavogs og Guðmundar Lúðvíks Þorvaldssonar en Guðmundur á 17 leikverk sem ratað hafa á svið. Árný Leifsdóttir leikstýrir hópnum sem er ungur að árum, yngsti meðlimur hópsins er 12 ára. Sögusvið leikritsins er nunnuklaustur og segja …

Meira..»

Norðurljósin 2018

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í fimmta sinn í Stykkishólmi dagana 25. – 28. október. Í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands verða nokkrir viðburðir á hátíðinni því tengdir. Opnun hátíðarinnar verður í Stykkishólmskirkju (með fyrirvara um að kirkjan verði tilbúin eftir viðgerð, annars í Tónlistarskólanum) á fimmtudagskvöldinu. Þar mun Hallveig …

Meira..»

Blóðsystur

Leikfélagið Grímnir er þessa dagana að hefja æfingar á leikverkinu Blóðsystur eftir Guðmund L. Þorvaldsson og Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frá árinu 2010. Þetta er annað leikverkið á þessu ári sem leikfélagið setur upp en vel heppnuð sýning á Maður í mislitum sokkum er í fersku minni. Árný Leifsdóttir hefur verið …

Meira..»

Iðandi tónlist

Það er líflegt yfir tónlistarskólanum þessa dagana enda um 30 nemendur í tónlistarnámi við Listaháskóla Íslands staddir hér eins og oft áður á þessum árstíma til að vinna að verkefnum í húsnæði tónlistarskólans. Hópastarf með nemendum tónlistarskólans er einnig þessa dagana og svo verða tónleikar í sal skólans í kvöld, …

Meira..»

Bókaormar

Í sumar var bryddað upp á þeirri nýbreytni að efna til lestrarhvetjandi verkefni á Amtsbókasafninu. Sumarlesturinn stóð frá 1. júní til 1. september og tóku alls 26 börn þátt og lásu samtals 140 bækur. Nanna Guðmundsdóttir forstöðukona bókasafnins segir það sérlega ánægjulegt að sjá hversu duglegir drengir voru að taka …

Meira..»

Norðurljósin 25. – 28. október

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í fimmta sinn í Stykkishólmi dagana 25. – 28. október 2018. Við leitum því að aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburðum, sýningum, skemmtunum og gjörningum, hvort heldur sem eru einstaklingar, skólar, félagasamtök eða fyrirtæki. Einnig þeim sem eru með hugmyndir eða hafa áhuga …

Meira..»