Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Menning

Tónlistarskólanum færð hljóðfæragjöf

Fyrir tveimur árum voru haldnir minningartónleikar hér í Stykkishólmi um Hafstein Sigurðsson sem starfaði meðal annars sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Stykkishólms um árabil. Við það tilefni var stofnaður sjóður til minningar um Hadda, en nú um helgina eru liðin 70 ár frá fæðingu hans. Í upphafi vikunnar var tónlistarskólanum færð …

Meira..»

Fundað um menningarstefnu

Síðastliðið þriðjudagskvöld var haldinn fundur á Ráðhúsloftinu um menningarmál. Það var Safna- og menningarmálanefnd Stykkishólmsbæjar sem boðaði til fundarins, sem var öllum opinn og sérlegur gestur var Guðrún Jónsdóttir forstöðukona Safnahúss í Borgarnesi. Safnahúsið í Borgarnesi samanstendur af fimm söfnum: Héraðsbókasafni Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar, Byggðasafni Borgarfjarðar, Náttúrugripasafni Borgarfjarðar og Listasafni …

Meira..»

Leir7   Sumarsýning

Senn líður að lokum sumarsýningar Leir7 sem nefnist Núningur-Snúningur. Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistamaður er sýningarstjóri en hann hefur valið með sér 7 aðra myndlistamenn til að vinna verkin. Öll hafa þau valið einn keramikhlut héðan eða þaðan til fyrirmyndar að tvívíðu verki. Verkin eru oliumálverk, teikningar og lágmynd og áhugavert …

Meira..»

Söngur er alheimsmál

Kórstarfið hjá Kór Stykkishólmskirkju er komið á fullan skrið og margt skemmtilegt framundan eftir hreint frábæra ferð til Ungverjalands s.l. sumar. Þar voru haldnir þrennir vel sóttir tónleikar auk þess sem sungið var við ýmis tækifæri – bæði kirkjulegt, þjóðlegt og létt efni. Gleðin í hópnum var þvílík að nú …

Meira..»

Þjóðlög í Vatnasafninu

Sunnudaginn 6. september klukkan 20:30 flytur Anna Jónsdóttir sópransöngkona íslensk þjóðlög í töfrandi rými Vatnasafnsins í Stykkishólmi, þar sem ljós og vatn mynda magnaða umgjörð um forna texta og tóna. Anna mun syngja þjóðlögin án meðleiks og eins og andinn blæs henni í brjóst, segja frá þjóðlögunum, sögu þeirra og …

Meira..»

Söngdjass og orgel í Stykkishólmskirkju

Mikið er um að vera í Stykkishólmskirkju þessa dagana, unnið er hörðum höndum að viðgerðum á kirkjunni en einnig eru tónlistarviðburðir framundan. N.k. sunnudagskvöld verða léttir djasstónleikar þar sem tónlist Bjarkar hefur verið útsett fyrir söngkonu og hljóðfæraleikara. Það er djasssöngkonan Stína Ágústsdóttir sem er í broddi fylkingar en hún …

Meira..»

Rakubrennsla – eldsmíði

Helgina 18. – 19. júlí verður heit helgi í Leir7 í Stykkishólmi. Þá munu valinkunnir keramikerar og eldsmiðir kynda ofna og smiðjur og brenna og smíða gripi úr leir og járni. Bæði leirinn og járnið þurfa nauðsynlega tengingu við eld og hita til að hægt sé að smíða úr þeim …

Meira..»

Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan í Stykkishólmi 17.-19. júlí 2015

Ellefta árið er haldin þjóðbúningahátíð í Stykkishólmi. Það var Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið í Stykkishólmi sem bryddaði upp á þeirri nýjung fyrir 11 árum að hvetja fólk sem átti í fórum sínum þjóðbúning, að klæða sig upp og þiggja kaffi og pönnukökur í Norska húsinu í Stykkishólmi, uppáklætt. …

Meira..»

Sungið í Ungverjalandi

Kór Stykkishólmskirkju er ný-kominn heim úr söngferðalagi til Ungverjalands. Ferðin stóð yfir í 10 daga og voru haldnir þrennir tónleikar, sungið í tveim messum auk þess sem lagið var tekið víða um borg og bý. Fyrstu dagana var dvalið í Budapest, höfuðborg Ungverjalands þar sem kórstjórinn tók á móti hópnum …

Meira..»