Þriðjudagur , 18. september 2018

Menning

Rakubrennsla – eldsmíði

Helgina 18. – 19. júlí verður heit helgi í Leir7 í Stykkishólmi. Þá munu valinkunnir keramikerar og eldsmiðir kynda ofna og smiðjur og brenna og smíða gripi úr leir og járni. Bæði leirinn og járnið þurfa nauðsynlega tengingu við eld og hita til að hægt sé að smíða úr þeim …

Meira..»

Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan í Stykkishólmi 17.-19. júlí 2015

Ellefta árið er haldin þjóðbúningahátíð í Stykkishólmi. Það var Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið í Stykkishólmi sem bryddaði upp á þeirri nýjung fyrir 11 árum að hvetja fólk sem átti í fórum sínum þjóðbúning, að klæða sig upp og þiggja kaffi og pönnukökur í Norska húsinu í Stykkishólmi, uppáklætt. …

Meira..»

Sungið í Ungverjalandi

Kór Stykkishólmskirkju er ný-kominn heim úr söngferðalagi til Ungverjalands. Ferðin stóð yfir í 10 daga og voru haldnir þrennir tónleikar, sungið í tveim messum auk þess sem lagið var tekið víða um borg og bý. Fyrstu dagana var dvalið í Budapest, höfuðborg Ungverjalands þar sem kórstjórinn tók á móti hópnum …

Meira..»

Skarkali í Stykkishólmskirkju

Í júlí verður nóg um að vera á tónlistarsviðinu hér í Stykkishólmi. Í Stykkishólmskirkju verða fernir tónleikar, eins og fram kemur í auglýsingu frá Listvinafélagi kirkjunnar í blaðinu. Fyrstu tónleikar mánaðarins í kirkjunni eru með ungum hæfileikamönnum á íslenska djasssviðinu í Tríói Skarkala. Tríóið er skipað þeim Inga Bjarna Skúlasyni …

Meira..»

Hvar er húfan mín?

Hvar er húfan þín? Hvernig er hún á litinn? Prjónuð, hekluð, saumuð, ofin? Með skotti? Í fyrra var blásið til skotthúfukeppni á samnefndri þjóðbúningahátíð hér í Stykkishólmi. Fallegar húfur bárust og gátu gestir kosið sína uppáhaldshúfu og dómnefnd valdi síðan sína uppáhaldshúfu. Verðlaunahúfur! Aftur verður blásið til skotthúfukeppni og hafa …

Meira..»

Eyjar

Ingibjörg Helga Ágústsdóttir opnaði sýningu á tréskurðarverkum sínum s.l. laugardag í vinnustofu sinni í Tang & Riis húsinu. Þema sýningarinnar var eyjur er þar unnið með eyjur á Breiðafirði ekki síður en kvenmannsnöfnin. Altaf gaman að koma í vinnustofu Ingibjargar og skoða verk hennar sem hafa yfir sér þjóðsagnakenndan og …

Meira..»

Björn Steinar, Bach og Björk

Í kvöld fimmtudag, hefst sumar-tónleikaröð Stykkishólmskirkju með tónleikum Björns Steinars Sólbergssonar sem er organisti Hallgrímskirkju. Eins og margir vita þá eru tvö orgel á Íslandi frá þýsku Klaisorgelverksmiðjunni. Annað er staðsett í Hallgrímskirkju og er stærsta orgel á Íslandi hitt er hér í Stykkishólmskirkju, öllu minna. Það hefur staðið til …

Meira..»