Menning

Býr í þér ljóðskáld?

Í tengslum við Júlíönu – hátíð sögu og bóka, sem haldin verður í Stykkishólmi 22. – 25. febrúar næstkomandi, verður efnt til ljóðasamkeppni. Þátttaka er öllum opin og til mikils að vinna því vegleg verðlaun verða í boði fyrir vinningshafa. Skila skal ljóðunum fyrir 12. febrúar næstkomandi á Hótel Egilsen, …

Meira..»

Styrkt úr Menningarsjóði

Þann 29. desember síðastliðinn veitti Menningarsjóðurinn Fegurri Byggðir, Sjóminjasafninu í sjómannagarðinum á Hellissandi viðurkenningu og styrk að upphæð 200.000 krónur. Stjórn sjómannasafnsins með Þóru Olsen í fararbroddi hefur unnið mikið starf í uppbyggingu á húsnæði safnsins ásamt því að settar hafa verið upp metnaðarfullar sýningar í safninu. Markmið menningarsjóðsins er …

Meira..»

Úthlutanir úr Lista- og menningar-sjóði Stykkishólmsbæjar 2018

11 umsóknir um styrki bárust stjórn sjóðsins og fengu þær allar styrki: Bók, Sögur úr Stykkishólmi og Helgafellssveit. Hanna Jónsdóttir 200.000 kr. Júlíana – hátíð sögu og bóka 150.000 kr. Kór Stykkishólmskirkju 180.000 kr. Ljúfmetismarkaður 120.000 kr. Ljósmyndabók Ægir Jóhannsson 250.000 kr. Lúðrasveit Stykkishólms 200.000 kr. Leikfélagið Grímnir 250.000 kr. …

Meira..»

Íslands- og heims-meistaramótið í Pítró 2017

Íslands- og heimsmeistaramótið í Pítró var haldið föstudaginn 29. desember sl. Að mótinu stóðu, með dyggri aðstoð staðarhaldara á Skildi Álfgeirs Marinóssonar, eins og áður kvenfélagið Björk og Lárus Ástmar Hannesson. Alls spiluðu 34 spilarar sem er með því mesta sem hefur verið. Spilað var með sama fyrirkomulagi og undanfarið. …

Meira..»

Júlíana – hátíð sögu og bóka 22. – 25. febrúar 2018

Leshringur Hátíðin verður haldin í sjötta sinn dagana 22. – 25. febrúar nk. Viðfangsefni hátíðarinnar er ástin í ljóðum og sögu. Dagskráin verður að vanda fjölbreytt. Leshringur í tengslum við hátíðina hefst mánudaginn  8. janúar kl. 20:00 á Hótel Egilsen og verður vikulega fram að hátíð og er öllum að …

Meira..»

Hvað á að horfa á um jólin?

Í fyrra tókum við upp á því að nefna sjónvarpsefni sem gaman gæti verið að horfa á yfir hátíðarnar í jólablaðinu. Gísli Sveinn sá um dálkinn þá en nú fengum við Símon Karl Sigurðarson og Jöru Hilmarsdóttur til að setja saman lista. Hann lítur svona út: Game of thrones Drekar, …

Meira..»

Vilborg, Bubbi og Unnsteinn á Júlíönuhátíðinni 2018

Júlíönuhátíðin verður haldin í sjötta sinn dagana 22.-25. febrúar 2018. Í undirbúningshóp sitja að þessu sinni Þórunn Sigþórsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Þórhildur Einarsdóttir og Gréta Sigurðardóttir. Meginþema hátíðarinnar að þessu sinni verður Ástin í sögum og ljóðum. Eins og í fyrra verður unnið með skólabörnum á ýmsum stigum. Bók hátíðarinnar 2018 …

Meira..»

Grímnir 50 ára

Leikfélagið Grímnir var stofnað í Stykkishólmi árið 1967 og hefur starfað óslitið síðan. Þess var minnst s.l. sunnudag í sal Tónlistarskólans. Boðið var á bíó, þar sem upptökur frá leikritum voru sýndar. Yngstu gestir fylgdust spenntir með Karíusi og Baktusi á tjaldinu og gestir gæddu sér á nýbökuðum vöfflum og …

Meira..»

Bongótónlistin bjarta

Það var heldur betur góð stemning í Stykkishólmskirkju s.l. mánudag þegar bongókvartett Tómasar R. Einarssonar hélt lokatónleika sína í tónleikaferð um landið. Tónleikarnir voru vel sóttir og þótt það geti verið vandasamt að flytja svona tónlist í svona ómandi rými eins og kirkjan er, þá virkaði hún vel þetta kvöld. …

Meira..»