Menning

Kvennamúsík?

Það fór nú kannski ekki framhjá mörgum að í síðustu viku voru staddar hér 6 ungar konur sem allar eru tónskáld og unnu liðlangann daginn að tónlistarsköpun. Afraksturinn var svo í boði fyrir alla á föstudagskvöld á Hótel Stykkis-hólmi. Góð mæting var á kvöldið og dagskráin mjög skemmtileg. Þær stöllur …

Meira..»

Ný bók um Snæfellsjökul

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hefur nýverið sent frá sér bók um Snæfellsjökul sem fjallar um listasögu Jökulsins, jarðfræði og menninguna umhverfis Jökul. Bókin er á ensku og er fáanleg í Eldfjallasafninu. am/frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Anna og Sölvi

Dúóið Anna og Sölvi verður á tónleikaferðalagi um Ísland í seinnihluta ágúst og halda tón-leika í Stykkishólmskirkju þann 16. ágúst kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af hringferð þeirra um landið. Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó) og Sölvi Kolbeinsson (saxófónn) leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið …

Meira..»

Sumardagskrá Frystiklefans í Rifi er líka fyrir heimamenn

Kæru bæjarbúar, Nú á dögunum fengu þið inn um bréfalúguna dreyfibréf frá Frystiklefanum í Rifi. Ástæða þessarar sendingar er sú að sumardagskráin okkar er byrjuð. Í 90 kvöld í röð verður einhver menningarviðburður í boði í húsinu og það er okkar ósk að heimamenn láti sig ekki vanta, enda er …

Meira..»

Ljóti andarunginn í Stykkishólmi

Þriðjudaginn 13. júlí var leiksýning í Kvenfélagsgarðinum. Þar var mættur Leikhópurinn Lotta og flutti sýninguna Ljóti andarunginn. Leikhópurinn hefur þótt mjög vinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Þetta er ellefta sýningin sem þau setja upp og ferðast með í kringum landið. Efniviðurinn er fenginn úr klassískum ævintýrum sem flestum eru kunn. Eins …

Meira..»

Myndlistarsýning í Listasal Stykkishólmskirkju

N.k. laugardag opnar myndlistarsýning í Listasal Stykkishólmskirkju sem tekinn var í notkun í fyrra.  Það er Listvinafélag Stykkishólmskirkju sem sér um listviðburði í kirkjunni ár hvert, sem skipuleggur þessa sýningu. Tónlistarviðburðir hafa verið fastur liður í starfsemi félagsins allt frá því að kirkjan var vígð fyrir rúmum 25 árum. Hafa fjölmargir …

Meira..»

Orgeltónleikar á sunnudag

Organistinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgel Stykkishólmskirkju n.k. sunnudag. Sigrún Magna er organisti við Akureyrarkirkju og hlaut Listamannalaun í fyrra. Hún hefur rannsakað orgeltónlist eftir konur og eru tónleikarnir á sunnudaginn hluti af því verkefni. Sigrún hefur haldið tónleika á Íslandi er erlendis sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Tónleikarnir …

Meira..»

Menningarstyrkir veittir

Stjórn lista- og menningarsjóðs í Stykkishólmi hefur farið yfir umsóknir og tillögur að úthlutun styrkja. Samþykkt var að veita eftirtöldum félagasamtökum og viðburðum peningastyrki, frá 120.000 kr. til 250.000 kr. Emblur – 180.000 kr. Júlíana – Hátíð sögu og bóka – 150.000 kr. Kór Stykkishólmskirkju 180.000 kr. Listvinafélag Stykkishólmskirkju – …

Meira..»

Nú ljóma aftur ljósin skær

Sl. föstudag komu bæjarbúar Stykkishólms saman í Hólm- garði til að tendra ljósin á jólatré bæjarins. Tréð ferðaðist alla leið frá Drammen í Noregi en hann er vinabær okkar Hólmara. Tónlistarnemar frá Tónlistaskóla Stykkishólms spiluðu og sungu nokkur jólalög með aðstoð kennara sinna og myndaðist regluleg jólastemning. Fyrstu bekkingar úr Grunnskóla …

Meira..»

Northern Wave á Rifi

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin helgina 21.-23. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en hingað til hefur hún farið fram í Grundarfirði. Með auknum ferðamannastraumi reyndist erfitt að fá nægt gistipláss fyrir gesti hátíðarinnar í Grundarfirði og hefur hátíðin því verið færð í Snæfellsbæ. Gestir hátíðarinnar munu gista í ólíkum …

Meira..»