Menning

Stórsveitartónleikar

Stórsveit Snæfellsness hélt tónleika á Uppstigningardag í Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Sveitin undir stjórn Símonar Karls Sigurðarsonar fékk stórsveitarsnillinginn Samúel Jón Samúelsson, „Samma í Jagúar“ til liðs við sveitina á vorönninni. Tónlistin sem flutt var á tónleikunum var eftir meðlimi sveitarinnar, Samma, sem einnig hafði útsett sérstaklega fyrir sveitina og ýmsa aðra. …

Meira..»

Töfrar orgelsins

Leikskóla- og grunnskólabörn úr Stykkishólmi og Grundarfirði streymdu í Stykkishólmskirkju í gær miðvikudag til að hlusta á ævintýri sem gerist inni í orgelinu í kirkjunni. Þau fylgdust andaktug með sögumanninum Bergþóri Pálssyni segja söguna og fylgdust með myndum úr bókinni „Lítil saga úr orgelhúsi“ auk þess að hlusta á orgelið …

Meira..»

Tónleikar með Stórsveit Snæfellsness og Samúel Jóni Samúelssyni

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí, heldur Stórsveit Snæfellsness tónleika í hátíðarsal FSN í Grundarfirði. Stórsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki af Snæfellsnesi, nemendum í Fjölbrautskóla Snæfellinga og að þessu sinni munu eldri félagar einnig leggja sveitinni lið. Fönkið verður í forgrunni á tónleikunum, en á efnisskránni er meðal annars frumsamið efni …

Meira..»

Samkór Kópavogs og Breiðfirðingakórinn í Stykkishólmskirkju

Næst komandi laugardag heldur Samkór Kópavogs tónleika í Stykkishólmskirkju kl. 17 þar sem Breiðfirðingakórinn í Reykjavík verður gestakór. Samkór Kópavogs var stofnaður árið 1966 af framsæknum og söngelskum Kópavogsbúum og fagnar því 50 ára afmæli sínu nú í ár. Kórinn er nú skipaður áttatíu félögum en þess má geta að …

Meira..»

Sumarkomu fagnað á Leir 7

Þær Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Lára Gunnarsdóttir bjóða Hólmurum og gestum hvaðanæva að í opið hús á verkstæði sitt við Aðalgötu 20 á sumardaginn fyrsta. Þar hafa þær stöllur um nokkurt skeið starfað undir sama þaki. Í Leir 7 vinnur Sigríður Erla með leirinn frá Ytri-Fagradal m.a. í borðbúnað og …

Meira..»

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi og Nótan

Síðastliðinn fimmtudag fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Grundarfirði. Nemendur í 7. bekk í grunnskólum Snæfellsness tóku þar þátt og lásu hátt og snjallt fyrir gesti kvöldsins. Markmiðið með keppninni er að leggja rækt við vandaðan upplestur. Á meðfylgjandi mynd er hópurinn samankominn í Grundarfjarðarkirkju. Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir varð í fyrsta …

Meira..»

Góðgerðartónleikar til styrktar Krabbameinsfélaginu

Sunnudaginn 17. apríl kl. 17 standa hressir krakkar úr Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir góðgerðartónleikum í Stykkishólmskirkju. Á dagskrá verða fjölbreytt verk sem nemendur hafa undirbúið í tengslum við komandi stigspróf. Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur hann allur til Krabbameinsfélagsins. Enginn posi verður á staðnum. Hlökkum til að sjá …

Meira..»

Lítil orgelsaga frestast

Það var sagt frá því hér í síðustu viku að Lítil saga úr orgelhúsi yrði flutt hér í Stykkishólmskirkju n.k. laugardag. Af óviðráðanlegum orsökum frestast söguflutningurinn og verður auglýstur nánar síðar. frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Orgelsaga í Stykkishólmskirkju

Allir kannast við sögur og ævintýri Maxa Músar sem býr í Hörpunni í Reykjavík. Maxi hefur heldur betur slegið í gegn langt út fyrir landssteinana en ævintýri á borð við Maxa, Pétur og úlfinn, Tobba túbu og fleiri þar sem tónlistin spilar sannarlega stórt hlutverk á alltaf upp á pallborðið …

Meira..»

Saga Breiðfirðinga I

Sverrir Jakobsson prófessor við miðaldasögu í HÍ heimsótti Norska húsið laugardaginn fyrir páska þar sem hann kynnti nýútkomna bók sína um sögu Breiðfirðinga, fyrsta bindi. Nær fyrsta bindið frá landnámi til plágunnar miklu. Sverrir hefur s.l. 10 ár stundað rannsóknir á þessu viðfangsefni og unnið jafnt í frumheimildum og nýrra …

Meira..»