Menning

Lítil orgelsaga frestast

Það var sagt frá því hér í síðustu viku að Lítil saga úr orgelhúsi yrði flutt hér í Stykkishólmskirkju n.k. laugardag. Af óviðráðanlegum orsökum frestast söguflutningurinn og verður auglýstur nánar síðar. frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Orgelsaga í Stykkishólmskirkju

Allir kannast við sögur og ævintýri Maxa Músar sem býr í Hörpunni í Reykjavík. Maxi hefur heldur betur slegið í gegn langt út fyrir landssteinana en ævintýri á borð við Maxa, Pétur og úlfinn, Tobba túbu og fleiri þar sem tónlistin spilar sannarlega stórt hlutverk á alltaf upp á pallborðið …

Meira..»

Saga Breiðfirðinga I

Sverrir Jakobsson prófessor við miðaldasögu í HÍ heimsótti Norska húsið laugardaginn fyrir páska þar sem hann kynnti nýútkomna bók sína um sögu Breiðfirðinga, fyrsta bindi. Nær fyrsta bindið frá landnámi til plágunnar miklu. Sverrir hefur s.l. 10 ár stundað rannsóknir á þessu viðfangsefni og unnið jafnt í frumheimildum og nýrra …

Meira..»

Von á góðum gestum

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika sunnudaginn 20. mars við messu kl. 11 í Stykkishólmskirkju og síðar um daginn á Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi. Bjöllukórinn var stofnaður fyrir fjórum árum, eða haustið 2012, og er eini starfandi bjöllukór landsins. Stjórnandi er Karen J. Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, en hún var fyrst til …

Meira..»

Nótan í Stykkishólmi

S.l. laugardag var Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Vesturlandi og Vestfjörðum haldin hér í Stykkishólmi. Þetta er í sjö-unda sinn sem Nótan er haldin og er tilgangurinn að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar til þess að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu. Að þessu sinni voru 24 tónlistaratriði á dagskrá …

Meira..»

Árshátíð GSS

Yngri bekkir grunnskólans héldu sína árshátíð á Hótel Stykkishólmi s.l. þriðjudag og var fullt hús gesta á árshátíðinni. Það er alltaf gaman að sjá krakkana spreyta sig á leik- og söngatriðum en jafnframt um leið viðurkennt að krúttfaktorinn nær algjöru hámarki hjá yngstu bekkjunum. Eldri bekkirnir halda sína árshátíð í …

Meira..»

Tónleikar á Snæfellsnesi

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika laugardaginn 19. mars kl.14 í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju, sunnudaginn 20. mars við messu kl. 11 í Stykkishólmskirkju og síðar um daginn á Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi. Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var stofnaður fyrir fjórum árum, eða haustið 2012, og er eini starfandi bjöllukór landsins. Stjórnandi er Karen J. …

Meira..»

Ljósmyndasýning í Norska húsinu

Fjárbændurnir er heitið á ljósmyndasýningu sem opnar í Norska húsinu n.k. laugardag. Viðfangsefnið er samfélag frístundabænda sem stunda búfjárrækt í jaðri bæjarins. Myndirnar voru teknar árið 2015 að vori til í miðjum sauðburði þegar vaktin stendur allan sólarhringinn og mikið um að vera. Ljósmyndarinn er Guðrún Svava Guðmundsdóttir og er …

Meira..»

Dagur tónlistarskólanna

Það var mikið um að vera s.l. helgi hér í Stykkishólmi. Júlíönuhátíð stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags, Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur á laugardeginum í Stykkishólmskirkju, körfuboltamót var hjá 8. flokk drengja, opið hús var á Hamraendum hjá Sæþóri á Narfeyrarstofu og svo var félagstarfið Sprettur með vöfflukaffi á …

Meira..»

Tvöföld skemmtun

Tvær umferðir fóru fram í Spurningakeppni Snæfellsbæjar síðasta föstudagskvöld. Að þessu sinni kepptu GSNB strákar í Ólafsvík á móti Valafelli í fyrri umferðinni. Þar var hörkukeppni sem endaði með sigri Valafells. Í seinni umferðinni kepptu Iðnaðarmenn á móti saumaklúbbnum Preggí. Í báðum umferðum réði gleðin og glens ferðinni þó keppnisskapið …

Meira..»