Menning

Samkór Kópavogs og Breiðfirðingakórinn í Stykkishólmskirkju

Næst komandi laugardag heldur Samkór Kópavogs tónleika í Stykkishólmskirkju kl. 17 þar sem Breiðfirðingakórinn í Reykjavík verður gestakór. Samkór Kópavogs var stofnaður árið 1966 af framsæknum og söngelskum Kópavogsbúum og fagnar því 50 ára afmæli sínu nú í ár. Kórinn er nú skipaður áttatíu félögum en þess má geta að …

Meira..»

Sumarkomu fagnað á Leir 7

Þær Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Lára Gunnarsdóttir bjóða Hólmurum og gestum hvaðanæva að í opið hús á verkstæði sitt við Aðalgötu 20 á sumardaginn fyrsta. Þar hafa þær stöllur um nokkurt skeið starfað undir sama þaki. Í Leir 7 vinnur Sigríður Erla með leirinn frá Ytri-Fagradal m.a. í borðbúnað og …

Meira..»

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi og Nótan

Síðastliðinn fimmtudag fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Grundarfirði. Nemendur í 7. bekk í grunnskólum Snæfellsness tóku þar þátt og lásu hátt og snjallt fyrir gesti kvöldsins. Markmiðið með keppninni er að leggja rækt við vandaðan upplestur. Á meðfylgjandi mynd er hópurinn samankominn í Grundarfjarðarkirkju. Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir varð í fyrsta …

Meira..»

Góðgerðartónleikar til styrktar Krabbameinsfélaginu

Sunnudaginn 17. apríl kl. 17 standa hressir krakkar úr Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir góðgerðartónleikum í Stykkishólmskirkju. Á dagskrá verða fjölbreytt verk sem nemendur hafa undirbúið í tengslum við komandi stigspróf. Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og rennur hann allur til Krabbameinsfélagsins. Enginn posi verður á staðnum. Hlökkum til að sjá …

Meira..»

Lítil orgelsaga frestast

Það var sagt frá því hér í síðustu viku að Lítil saga úr orgelhúsi yrði flutt hér í Stykkishólmskirkju n.k. laugardag. Af óviðráðanlegum orsökum frestast söguflutningurinn og verður auglýstur nánar síðar. frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Orgelsaga í Stykkishólmskirkju

Allir kannast við sögur og ævintýri Maxa Músar sem býr í Hörpunni í Reykjavík. Maxi hefur heldur betur slegið í gegn langt út fyrir landssteinana en ævintýri á borð við Maxa, Pétur og úlfinn, Tobba túbu og fleiri þar sem tónlistin spilar sannarlega stórt hlutverk á alltaf upp á pallborðið …

Meira..»

Saga Breiðfirðinga I

Sverrir Jakobsson prófessor við miðaldasögu í HÍ heimsótti Norska húsið laugardaginn fyrir páska þar sem hann kynnti nýútkomna bók sína um sögu Breiðfirðinga, fyrsta bindi. Nær fyrsta bindið frá landnámi til plágunnar miklu. Sverrir hefur s.l. 10 ár stundað rannsóknir á þessu viðfangsefni og unnið jafnt í frumheimildum og nýrra …

Meira..»

Von á góðum gestum

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika sunnudaginn 20. mars við messu kl. 11 í Stykkishólmskirkju og síðar um daginn á Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi. Bjöllukórinn var stofnaður fyrir fjórum árum, eða haustið 2012, og er eini starfandi bjöllukór landsins. Stjórnandi er Karen J. Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, en hún var fyrst til …

Meira..»

Nótan í Stykkishólmi

S.l. laugardag var Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Vesturlandi og Vestfjörðum haldin hér í Stykkishólmi. Þetta er í sjö-unda sinn sem Nótan er haldin og er tilgangurinn að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar til þess að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu. Að þessu sinni voru 24 tónlistaratriði á dagskrá …

Meira..»

Árshátíð GSS

Yngri bekkir grunnskólans héldu sína árshátíð á Hótel Stykkishólmi s.l. þriðjudag og var fullt hús gesta á árshátíðinni. Það er alltaf gaman að sjá krakkana spreyta sig á leik- og söngatriðum en jafnframt um leið viðurkennt að krúttfaktorinn nær algjöru hámarki hjá yngstu bekkjunum. Eldri bekkirnir halda sína árshátíð í …

Meira..»