Menning

Tónleikar á Snæfellsnesi

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur tónleika laugardaginn 19. mars kl.14 í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju, sunnudaginn 20. mars við messu kl. 11 í Stykkishólmskirkju og síðar um daginn á Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi. Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var stofnaður fyrir fjórum árum, eða haustið 2012, og er eini starfandi bjöllukór landsins. Stjórnandi er Karen J. …

Meira..»

Ljósmyndasýning í Norska húsinu

Fjárbændurnir er heitið á ljósmyndasýningu sem opnar í Norska húsinu n.k. laugardag. Viðfangsefnið er samfélag frístundabænda sem stunda búfjárrækt í jaðri bæjarins. Myndirnar voru teknar árið 2015 að vori til í miðjum sauðburði þegar vaktin stendur allan sólarhringinn og mikið um að vera. Ljósmyndarinn er Guðrún Svava Guðmundsdóttir og er …

Meira..»

Dagur tónlistarskólanna

Það var mikið um að vera s.l. helgi hér í Stykkishólmi. Júlíönuhátíð stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags, Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur á laugardeginum í Stykkishólmskirkju, körfuboltamót var hjá 8. flokk drengja, opið hús var á Hamraendum hjá Sæþóri á Narfeyrarstofu og svo var félagstarfið Sprettur með vöfflukaffi á …

Meira..»

Tvöföld skemmtun

Tvær umferðir fóru fram í Spurningakeppni Snæfellsbæjar síðasta föstudagskvöld. Að þessu sinni kepptu GSNB strákar í Ólafsvík á móti Valafelli í fyrri umferðinni. Þar var hörkukeppni sem endaði með sigri Valafells. Í seinni umferðinni kepptu Iðnaðarmenn á móti saumaklúbbnum Preggí. Í báðum umferðum réði gleðin og glens ferðinni þó keppnisskapið …

Meira..»

Dagur tónlistarskólanna í Stykkishólmi

Næstkomandi laugardag, 27. febrúar, fögnum við í Stykkishólmi Degi tónlistarskólanna. Dagur tónlistarskólanna hefur verið árviss viðburður hjá tónlistarskólum landsins undanfarin ár og hefur jafnan verið haldinn hátíðlegur í febrúarmánuði. Tónlistarskóli Stykkishólms hefur tekið þátt í þessum viðburði hin síðari ár og blásið til veglegra tónleika þar sem öllum bæjarbúum og …

Meira..»

Eyrarrósin afhent í Frystiklefanum

Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016 en hún er árlega veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Aðstandendur Verksmiðjunnar veittu viðurkenningunni móttöku við athöfn í Frystiklefanum á Rifi fimmtudaginn 18. febrúar en Frystiklefinn er einmitt handhafi Eyrarrósarinnar 2015. Verksmiðjan á Hjalteyri er listamiðstöð með sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs …

Meira..»

Safn sem námsvettvangur

Þann 8. febrúar síðastliðinn hélt Ragna Gestsdóttir safnfræðingur hjá Minjasafni Akureyrar, erindi í Grunnskóla Stykkishólms um söfn sem námsvettvang. Í erindinu kynnti Ragna starfsemi safna og hvernig þau þjóna samfélaginu sem óformlegar menntastofnanir í samfélaginu. Erindið var liður í samvinnuverkefni Norska hússins – Byggaðsafn Snæ-fellinga og Hnappdæla og Grunnskóla Stykkishólms, …

Meira..»

Körfur fléttaðar

Í Stykkishólmi er skipulagt félagsstarf aldraðra mánudaga til fimmtudaga og er það úr mörgu að velja. Nýlega var bryddað upp á þeirri nýjung að kenna körfugerð. Það er Hrafnkell Alexandersson sem býr í þjónustuíbúðum aldraðra við Dvalarheimilið sem sér um kennsluna. Kennslan er opin íbúum í þjónustuíbúðunum, heimilisfólki á Dvalarheimilinu …

Meira..»

Krafturinn engu líkur í söngbúðum

Freyjukórinn hvetur allar syngjandi konur á Vesturlandi og víðar að taka þátt. Öllum syngjandi konum á Vesturlandi og víðar stendur til boða að taka þátt í söngbúðum með djasssöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Söngbúðirnar verða haldnar í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 12. til 13. mars og stendur skráning nú yfir. Þátttakendur munu …

Meira..»

Safn sem námsvettvangur

Mánudaginn 8. febrúar næst-komandi kl.14:30 mun Ragna Gestsdóttir safnafræðingur flytja erindi í Grunnskóla Stykkishólms um söfn sem námsvettvang. Í erindinu kynnir Ragna starfsemi safna og hvernig þau þjóna samfélaginu sem óformlegar menntastofnanir í samfélaginu. Söfn og sýningar búa yfir fjölbreyttum möguleikum í kennslu fyrir öll skólastig og eru spennandi námsvettvangur. …

Meira..»