Myndasafn

Tendrun jólatrés

[nggallery id=55] Það var talsvert frost s.l. fimmtudag þegar jólatréð frá Drammen var tendrað í Hólmgarði. Allir voru dúðaðir enda veitti ekki af. Það var því notalegt að leita inn til kvenfélagskvenna sem buðu upp á heitt súkkulaði og smákökur skv. venju í kvenfélagshúsinu í garðinum. am

Meira..»

Minningartónleikar um Hadda

[nggallery id=51] Það voru sérlega vel heppnaðir tónleikarnir s.l. sunnudag sem haldnir voru á Hótel Stykkishólmi í minningu Hafsteins Sigurðssonar tónlistarkennara við tónlistarskóla Stykkishólms. Tæplega þriggja tíma dagskrá var í boði og samstóð efnisskráin af fjölbreyttri tónlist. Mjög vel var mætt á tónleikana og gerðu tónleikagestir góðan róm að þeim. …

Meira..»

Skátar í skóginum

[nggallery id=45] Krakkarnir í skátastarfi Hvítasunnukirkjunnar í Stykkishólmi Royal Rangers fóru s.l. sunnudag í Nýræktina og dvöldu yfir daginn. Elduðu mat yfir opnum eldi og fóru í leiki m.m.

Meira..»

Ömmu og afadagur í Leikskólanum

[nggallery id=44] Meðalaldurinn á Leikskólanum í Stykkishólmi hækkaði um nokkuð mörg ár s.l. fimmtudag þegar ömmur og afar fjölmenntu á opið hús. Krakkarnir sýndu skólann sinn með miklu stolti og fengu jafnvel afa og ömmu til að föndra.

Meira..»

Björgunaræfing í Baldri

S.l. föstudag var efnt hópbjörgunaræfingu um borð í Baldri. Auglýst hafði verið eftir sjálfboðaliðum og tóku um 70 manns þátt í æfingunni sem gekk mjög vel. Aðeins tók um 20 mínútur að flytja farþega um borð í stærðar björgunarbát sem féll með miklum gusugangi í sjóinn svo undir tók í …

Meira..»