Við sem stöndum að Stykkishólms-Póstinum og fréttaveitunni snaefellingar.is þökkum allt gott á liðnu ári og hlökkum til samstarfs við ykkur á árinu 2017. Megi árið færa ykkur gæfu og gleði. Anna, Kolbrún og Gísli
Meira..»Bætti Íslandsmet enn á ný!
Svokallað Kastmót FH var haldið í Kaplakrika í dag, gamlársdag. Mótið er öðrum þræði haldið síðasta dag ársins til að kastarar í frjálsum íþróttum víða um land geti freistað þess að bæta met ársins. Birta Sigþórsdóttir í Snæfelli/HSH tók þátt í mótinu í dag og gerði sér lítið fyrir og …
Meira..»Pítró bræður keppa
Íslandsmótið í Pítró var haldið á Skildi 30.desember. Að mótinu standa að venju kvenfélagið Björk í Helgafellssveit og Lárus Ástmar Hannesson. Keppt var í tveim riðlum og hefur riðlakeppnin aldrei verið jafnari eins og Lárus segir í Facebook færslu eftir mótið. Efstu tvö pörin úr hvorum riðli spiluðu til úrslita. Efstir …
Meira..»Viðburðum frestað vegna veðurs
Eftir mikil hlýindi og hægviðri hefur veðrið tekið stakkaskiptum með stormi og éljagangi. Búist er við SV stormi eða roki (20-28 m/s) í dag og éljagangi með hvössum hviðum (35-45 m/s). Víða er skafrenningur og skyggni lélegt á vegum. Það lægir með kvöldinu en hvessir aftur á morgun víða um …
Meira..»Hvað á að horfa á um jólin?
Þó svo að hátíðisdagarnir raðist nú þannig að fjórir virkir dagar verða á milli hátíða er ekki þar með sagt að allir mæti í vinnu þá daga. Eflaust verða margir á ferðinni og heimsækja vini og ættingja og mæta í aragrúa af jólaboðum. En til eru þeir sem setjast í …
Meira..»Útvarp G.Snb
Nú á aðventunni var í fyrsta sinn útvarp á vegum Grunnskóla Snæfellsbæjar. Sent var út á tíðninni 103,5 sem náðist í Ólafsvík, Rifi, Hellissandi og í Grundarfirði. Jafnframt var sent út á netinu. Við höfum haft spurnir af hlustendum víða um heim. Útsendingartíminn var 32 klukkustundir. Ýmist var sent út …
Meira..»Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Þriðjudaginn 20. desember sl. brautskráðust 13 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðibraut brautskráðust þau Andri Már Magnason, Bergdís Rán Jónsdóttir, Jóhanna Kristín Sigurðardóttir, Jórunn Sif Helgadóttir, Lovísa Margrét Kristjánsdóttir, Margrét Hólmfríður Magnúsdóttir og Viktor Marinó Alexandersson. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Alexander Rodriguez Hafdísarson, Guðlaug Íris Jóhannsdóttir, Ingvar Örn Kristjánsson og Margrét …
Meira..»Blíða í desember
Nóvember var heldur hlýr mán- uður. Mikil úrkoma var um landið sunnan- og norðanvert og var hún yfir meðallagi víðsvegar um landið. Þrátt fyrir mikil hlýindi var þungbúið og drungalegt um að litast þar sem lítið var um sólskinsstundir. Í Ólafsvík mældist hæsti hiti 11,3 C° en lægsti –1,1 C°. …
Meira..»Héraðsnefnd Snæfellinga lögð niður
Ákveðið hefur verið að leggja niður Héraðsnefnd Snæfellsness en stofna Byggðasamlag Snæfellsness í staðinn. Héraðsnefndin var stofnuð árið 1989 og tók hún við störfum sýslunefndar. Tilgangur hennar var að annast sameiginleg verkefni sem varða öll aðildarsveitarfélögin (Stykkishólmsbær, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit). Nefndin tilnefnir og/eða kýs fulltrúa í …
Meira..»Framhaldsskólanemar lesa fyrir leikskólabörn
Börnin á leikskólanum í Stykkishólmi fengu heimsókn á dögunum þegar tveir nemendur í barnabókmenntaáfanga FSN mættu og lásu upp úr sögum sem þeir höfðu skrifað sjálfir í vetur. Samkvæmt Ernu Guðmundsdóttur sem kennir áfangann læra nemendur um sögu íslenskra barnabókmennta og kynnast einkennum vandaðra barna- og unglingabókmennta, greiningu myndabóka og …
Meira..»