Grundarfjörður fréttir

Tölulegar pælingar um kosningar

Nú liggja fyrir úrslit í Alþingiskosningum og byrjar þá alvaran. Síðustu tölur komu að morgni 30. október og voru það tölur úr Norðvesturkjördæmi. Á kjörskrá Norðvesturkjördæmis voru 21.479 en kjörsóknin var 17.444 eða 81,2%. Það voru því 4.035 sem ekki greiddu atkvæði. Það eru fleiri en samanlagðir íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar, …

Meira..»

Ályktun Æðarræktarfélags Snæfellinga

Eftirfarandi er ályktun frá Æðarræktarfélagi Snæfellinga sem samþykkt var á aðalfundi 20. október sl. og birtist hér í heild sinni. — Aðalfundur Æðarræktarfélags Snæfellinga skorar á sveitarstjórnir við Breiðafjörð að standa vörð um lífríki Breiðafjarðar og leggjast gegn áformum um stóraukna nýtingu á sjávargróðri án undangenginna rannsókna. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á …

Meira..»

Fjölmenningarhátíð á Snæfellsnesi

Fjölmenningarhátíð var haldin 15. október sl. í Frystiklefanum á Rifi. Var þetta í annað skiptið sem hátíðin var haldin. Að sögn Ragnhildar Sigurðardóttur, framkvæmdastýru Svæðisgarðsins Snæfellsnes, gekk allt saman vonum framar. Fólk mætti af öllu Snæfellsnesi og ætla má að met hafi verið sett í mætingu í Frystiklefann þegar u.þ.b. …

Meira..»

Ljósmyndir Bærings Cecilssonar

Rökkurdagar eru nú haldnir hátíðlegir í Grundarfirði. Eru þeir hluti af Opnum október sem er samstarf á Snæfellsnesi sem á að stuðla að meiri samgangi á milli nágrannasveitarfélaga. Rökkurdagar hófust við hátíðlega athöfn þegar ljósmyndavefurinn Bæringsstofa.is var opnaður. Ljósmyndavefurinn er safn ljósmynda sem fjölskylda Bærings Cecilssonar færði Grundarfjarðarbæ að gjöf eftir …

Meira..»

Viðburðir falla niður vegna veðurs

Vegna óveðurs hefur verið ákveðið að fella niður Kirkjuskólann í Grundarfjarðarkirkju í dag. Þá verður engin fermingarfræðsla heldur í Stykkishólmskirkju. Í tengslum við Rökkurdaga í Grundarfirði átti að halda uppistandssýninguna Á tæpasta vaði með Birni Braga og Ara Eldjárn í Samkomuhúsinu í kvöld en ákveðið hefur verið að fresta henni …

Meira..»

Ekkert ferðaveður

Í tilkynningu frá Vegargerðinni segir að ófært sé nú á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og ekkert ferðaveður. Gert er ráð fyrir hviðum upp í allt að 40m/s á norðanverðu Snæfellsnesi og nær illviðrið hámarki í kvöld. Spáð er að vind lægi með morgninum. Engin kennsla fór fram í Fjölbrautarskóla Snæfellinga …

Meira..»

Lýðræðisvika í FSN

Vafalaust hefur það ekki farið framhjá neinum að Alþingiskosningar eru á næsta leiti. Útlit er fyrir að mikil nýliðun eigi sér stað á þinginu og nýjustu kannanir sýna að mynda verði þriggja flokka stjórn til að ná meirihluta. Sérfræðingar hafa farið mikinn í fjölmiðlum og kafað ítarlega ofan í mál …

Meira..»

Skuggakosningar í dag

Kjörklefar opnuðu hjá nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga nú í morgun. Um er að ræða svokallaðar skuggakosningar þar sem framhaldsskólanemendur fá að kjósa þá flokka sem eru í framboði til Alþingis í kosningum 29. október. Kosningar þessar eru liður í átakinu #ÉgKýs sem á að stuðla að meiri kosningaþátttöku ungmenna. Þriðjudaginn …

Meira..»

Af bæjarmálum í Grundarfirði

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar 29. september kom fram að heildar launagreiðslur sveitarfélagsins miðað við fyrstu átta mánuði ársins væru um 4,5 milljónum kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, eða um 1,5%. Kemur það til vegna afturvirkra launahækkana. Viðauki við fjárhagsáætlun var kynntur og lagður fram, var hann samþykktur og vísað til bæjarstjórnar. Þá …

Meira..»