Grundarfjörður fréttir

Hönnun og handverk í FSN

Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga læra nemendur ekki einungis hefðbundnu fögin sem fylgja allri skólagöngu. Áður var fjallað um áfanga þar sem nemendur læra rökhugsun og félagsfærni með hjálp borðspila. Annar valáfangi er ekki síður áhugaverður en það er Hönnun og handverk. Umsjón með áfanganum hefur Ólafur Tryggvason. Alls eru 14 nemendur …

Meira..»

Rökkurdagar hefjast í dag

Menningarhátíðin Rökkurdagar hefst í dag, miðvikudag, og stendur til laugardagsins 22. október. Er þetta í 15. sinn sem hátíðin er haldin. Breyting er á fyrirkomulagi Rökkurdaga í ár, en nú er hún liður í Opnum október, sameiginlegu verkefni sveitarfélaga Snæfellsness. Opinn október, undir stjórn Svæðisgarðs Snæfellsness, er haldinn til að …

Meira..»

Úrhelli og hviður

Veðurstofa Íslands varar fólk við mikilli rigningu sunnan- og vestantil á landinu í nótt og á morgun. Í tilkynningu er fólk beðið um að huga að niðurföllum og tryggja að vatn komist að þeim. Á þessum árstíma fella tré lauf sem auðveldlega geta stíflað niðurföll með tilheyrandi vatnsskaða. Búist er …

Meira..»

Jana María og Stefán í Grundarfjarðarkirkju

Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir verður með tónleika í Grundarfjarðarkirkju föstudaginn 14. október kl. 20:00. Jana gaf út sína fyrstu smáskífu í síðasta mánuði sem ber heitið Master Of Light. Smáskífan inniheldur lög og texta eftir Jönu Maríu en útsetningar og upptökustjórn voru í höndum Stefáns Arnar Gunnlaugssonar. Tónleikarnir …

Meira..»

Uppskeruhátíð og maraþon

Fótboltamaraþon fór fram um helgina á vegum Snæfellsnessamstarfsins, var það haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar og í leiðinni voru haldnar uppskeruhátíðir hjá krökkunum og veittar viðurkenningar. Krakkarnir spiluðu fótbolta í 22 tíma og tók meistaraflokkur karla síðustu tvo tímana fyrir þau í Reykjavík þegar þeir spiluðu síðasta leik sumarsins í Pepsídeildinni við Stjörnuna. Grillaðar voru pylsur fyrir krakkana sem þau gæddu sér á, á …

Meira..»

Tillaga að samstarfi hafna

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 5. október sl. kynnti Gísli Gíslason tillögu vinnuhóps að samgönguáætlun Vesturlands 2017-2019. Í tillögunum má m.a. finna áætlanir um framkvæmdir við hafnir á Vesturlandi. Þar er talið skynsamlegt að hafnir á Snæfellsnesi myndi „…verulega aukið samstarf á grundvelli stefnu varðandi hlutverk hafna á svæðinu.” …

Meira..»

Drög að áætlun um uppbyggingu á ferðamannastöðum

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, um land allt, til verndar náttúru og menningarminjum. Þar má finna forgangsröðun verkefna sem ráðlagt er að ganga í árið 2017. Mörg verkefni eru á áætlun um land allt og er meðal þeirra stærstu Þjóðgarðsmiðstöð á …

Meira..»

Snjótroðari á skíðasvæði

Á dögunum fjárfesti Skíðasvæði Snæfellsness í snjótroðara fyrir komandi vetur. Skíðasvæðið er staðsett fyrir ofan Grundarfjörð og gangsett sl. vetur. Var það hópur áhugafólks um skíðamennsku sem tók sig til og lagaði gamla skíðasvæðið, lyftu og skála, með hjálp fyrirtækja og bæjarbúa. Rósa Guðmundsdóttir, formaður Skíðadeildar UMFG, segir að troðarinn …

Meira..»

Samgönguáætlun Vesturlands

Á fundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var á Hótel Stykkishólmi 5. október sl. kenndi ýmissa grasa. Gísli Gíslason, formaður vinnuhóps um samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029, lagði fram tillögu um samgönguáætlun. Tekið er fram í tillögunum að sveitarfélög á Vesturlandi verði að vera samstíga í samgönguáætlunum sínum. Í …

Meira..»

Uppbygging skíðasvæðis á Snæfellsnesi

Skíðasvæði Snæfellsness – Aðsend grein Fyrir rétt um 9 mánuðum kom saman hópur skíðaáhugamanna á Snæfellsnesi til þess að ræða um uppbyggingu á sameiginlegri skíðalyftu fyrir alla Snæfellinga hér á Snæfellsnesi. Óskað var eftir hugmyndum að hentugu svæði og farið var í undirbúningsvinnu við að kynna sér þau svæði frekar. Mörg spjót …

Meira..»