Grundarfjörður fréttir

Jólamót HSH

Frjálsíþróttaráð HSH, með frjálsíþróttadeildum Snæfells og UMFG, stóð fyrir jólamóti í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, sunnudaginn 6. desember sl. Þar kepptu 8 ára og yngri í langstökki með og án atrennu og 35 m hlaupi og 9-10 ára í sömu greinum að viðbættu hástökki. Ellefu ára og …

Meira..»

Hvasst og fljúgandi hálka á Snæfellsnesi

Nú er djúp lægð stödd á hafinu suðaustan við landið. Þessi lægð, í samvinnu við hæðina yfir Grænlandi veldur hvössum vindi á landinu í dag (mánudag). Þessu fylgir úrkoma, rigning á láglendi, en slydda og síðar snjókoma eftir því sem hærra er farið yfir sjávarmál. Ferðalangar ættu að huga að …

Meira..»

Þrjú af tíu bestu hótelum landsins á Snæfellsnesinu og við Breiðafjörð

Það dylst engum að hér á Snæfellsnesi og í Flatey eru úrvals möguleikar til gistingar og það í öllum verðflokkum.  Við getum státað okkur af mjög flottum hótelum eins og Egilsen, Búðum og Flatey.  Það kemur því etv. ekki á óvart að þessi hótel hljóti sérstaka athygli. S.l. fimmtudag birti einn …

Meira..»

Áfram SamVest

Föstudaginn 6. nóvember s.l. var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf Sam-Vest í frjálsum íþróttum. Það eru héraðssamböndin sjö sem standa að SamVest sem skrifuðu undir nýjan samning í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu. SamVest varð til haustið 2012 og þá var ritað undir vilja-yfirlýsingu um samstarf til 3ja ára. Samningstíminn rennur út …

Meira..»

Vel lukkaður heimamarkaður á Snæfellsnesi

 Heimamarkaður var haldinn í Sjávarsafninu í Ólafsvík laugardaginn 31. október síðastliðinn. Fyrir markaðnum stóð Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Um var að ræða matarmarkað þar sem framleiðendum á Snæfellsnesi bauðst að koma til að kynna og selja sínar afurðir. Markmiðið með markaðnum var að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi og einni að hægt væri að kaupa mat ásamt því að …

Meira..»

Plastpokalaust Snæfellsnes, tekst okkur það?

Á undanförnum árum og mánuðum hefur umræða og vitund um skaðsemi plasts stóraukist meðal almennings, en plast getur valdið mjög neikvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. Með fjölgun jarðarbúa og hraðri aukningu plastnotkunar vex mikilvægi þess að grípa strax í taumana ef ekki á illa að fara. Vitað er um …

Meira..»

FSN keppnir við ME í Grundarfirði

Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, sem fyrst var haldin árið 1983 er komin af stað aftur þennan veturinn. Lið Fjölbrautarskóla Snæfellinga er skipað þeim Björgu Brimrúnu Sigurðardóttur, Ísól Lilju Róbertsdóttur, Jóni Grétari Benjamínssyni og Lenu Huldu Örvarsdóttur. Fyrsta viðureign liðsins verður við Menntaskólann á Egilsstöðum og mun keppnin fara fram …

Meira..»

Brunavarnaráætlun samþykkt

Brunavarnaráætlun 2015-2021 fyrir Grundarfjarðarbæ var undirrituð á föstudaginn 23. okt. sl. við hátíðlega athöfn í Grundarfirði. Mannvirkjastjóri, Björn Karlsson, mætti til athafnarinnar og undirritaði áætlunina fyrir hönd Mannvirkjastofnunar, ennfremur var hún undirrituð af slökkviliðsstjóra Valgeiri Þ. Magnússyni, Þorsteini Steinssyni bæjarstjóra og Þorbirni Guðrúnarsyni fyrir hönd Eldor slf., sem kom að …

Meira..»

Vetrarfærðin

Bæjarráð Grundarfjarðar fjallaði um á fundi sínum fyrir í síðustu viku um væntanlega skerðingu á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Þetta kom fram í pósti til fyrirtækja í flutningaþjónustu segir í fundargerðinni og jafnframt spurt hvort fyrirtæki í flutningaþjónustu séu tilbúin að greiða hluta kostnaðar við vetrarþjónustu. Stykkishólms-Pósturinn leitaði eftir svörum hjá Vegagerðinni …

Meira..»