Grundarfjörður fréttir

Vel lukkaður heimamarkaður á Snæfellsnesi

 Heimamarkaður var haldinn í Sjávarsafninu í Ólafsvík laugardaginn 31. október síðastliðinn. Fyrir markaðnum stóð Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Um var að ræða matarmarkað þar sem framleiðendum á Snæfellsnesi bauðst að koma til að kynna og selja sínar afurðir. Markmiðið með markaðnum var að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi og einni að hægt væri að kaupa mat ásamt því að …

Meira..»

Plastpokalaust Snæfellsnes, tekst okkur það?

Á undanförnum árum og mánuðum hefur umræða og vitund um skaðsemi plasts stóraukist meðal almennings, en plast getur valdið mjög neikvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. Með fjölgun jarðarbúa og hraðri aukningu plastnotkunar vex mikilvægi þess að grípa strax í taumana ef ekki á illa að fara. Vitað er um …

Meira..»

FSN keppnir við ME í Grundarfirði

Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, sem fyrst var haldin árið 1983 er komin af stað aftur þennan veturinn. Lið Fjölbrautarskóla Snæfellinga er skipað þeim Björgu Brimrúnu Sigurðardóttur, Ísól Lilju Róbertsdóttur, Jóni Grétari Benjamínssyni og Lenu Huldu Örvarsdóttur. Fyrsta viðureign liðsins verður við Menntaskólann á Egilsstöðum og mun keppnin fara fram …

Meira..»

Brunavarnaráætlun samþykkt

Brunavarnaráætlun 2015-2021 fyrir Grundarfjarðarbæ var undirrituð á föstudaginn 23. okt. sl. við hátíðlega athöfn í Grundarfirði. Mannvirkjastjóri, Björn Karlsson, mætti til athafnarinnar og undirritaði áætlunina fyrir hönd Mannvirkjastofnunar, ennfremur var hún undirrituð af slökkviliðsstjóra Valgeiri Þ. Magnússyni, Þorsteini Steinssyni bæjarstjóra og Þorbirni Guðrúnarsyni fyrir hönd Eldor slf., sem kom að …

Meira..»

Vetrarfærðin

Bæjarráð Grundarfjarðar fjallaði um á fundi sínum fyrir í síðustu viku um væntanlega skerðingu á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Þetta kom fram í pósti til fyrirtækja í flutningaþjónustu segir í fundargerðinni og jafnframt spurt hvort fyrirtæki í flutningaþjónustu séu tilbúin að greiða hluta kostnaðar við vetrarþjónustu. Stykkishólms-Pósturinn leitaði eftir svörum hjá Vegagerðinni …

Meira..»

Aðalfundur SSV ályktar: Úrbóta er þörf

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn að Glym í Hvalfjarðarsveit 7. október s.l. Venju samkvæmt var ályktað um hin ýmsu mál á fundinum. Þær ályktanir sem tengjast Snæfellsnesi beint snúa t.d. að starfsskilyrðum lítilla útgerða sem eru meginstoð útgerðar á Snæfellsnesi sem samtökin lýsa áhyggjum sínum yfir auk þess …

Meira..»

Ríkið tekur meira en það gefur

Á nýafstöðnum haustfundi Samtaka sveitarfélaga á Vestur-landi kynnti SSV-Þróun og ráðgjöf nýjan hagvísir um opinber störf á Vesturlandi. Þar kemur fram að opinber störf á Vesturlandi voru 818,56 árið 2015 en 841,25 árið 2013. Á þessu má sjá að störfum hefur fækkað um 22,69, eða 2,7%, á tveimur árum á …

Meira..»

Northern Wave

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í áttunda sinn helgina 16.-18. október næstkomandi í Grundarfirði. Áður en að hátíðin hefst þann 15.-16. koma tæplega 30 kvikmyndargerðarmenn til Grundarfjarðar til að vera viðstödd vinnusmiðju sem að WIFT (Women in Film and Television) á Norðurlöndunum bíður upp á og kallast Surviving the …

Meira..»

Rökkurdagar og Northern Wave að skella á!

Það er skemmtileg hefð í Grundarfirði að taka á móti rökkrinu í vetrarbyrjun með menningarhátíðinni Rökkurdögum. Í stað þess að horfa með trega til sumarsins og sýta veturinn þá er haldin hátíð. Rökkurdagar munu standa yfir dagana 8.-17. október. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni …

Meira..»