Snæfellsnes

Göngur á miðvikudögum

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga kl. 18:00. Fram kemur á vef Ferðafélagsins að þetta séu fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap …

Meira..»

Skólarnir komnir af stað

Grunnskólinn í Stykkishólmi var settur s.l. föstudag og mættu nemendur og starfsfólk skólans svo í skólann s.l. mánudag þar sem kennsla hófst með þriggja daga verkefni í Uppeldi til ábyrgðar áætluninni. Bæjarbúar fengu smjörþefinn af því í gær miðvikudag þegar skilaboð héngu á hurðum heimila og fyrirtækja með heilræðum úr …

Meira..»

Síðasta stykkið?

Pizzustaðurinn Stykkið sem Bjarki Hjörleifsson hefur rekið af miklum krafti hættir starfsemi undir hans stjórn nú um helgina. N.k. föstudagur er síðasti dagurinn skv. færslu á Facebooksíðu Stykkisins. Væntanlega taka nýir rekstraraðilar við fljótlega eftir það og verður greint frá því þegar þar að kemur. am/frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Perlað af Krafti í Stykkishólmi

Einn af viðburðunum á Dönskum dögum síðastliðna helgi var Perlað af Krafti í minningu Arndísar Höllu Jóhannesdóttur og Njáls Þórðarsonar. Perluð voru armbönd með áletruninni „Lífið er núna“. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts – stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Fjöldi fólks …

Meira..»

Íslandsmót í rallý

Um helgina fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í rallý. Rallý Reykjavík verður haldin nú um helgina og verður ekið á Snæfellsnesi föstudaginn 24. ágúst. Fyrsti leggur hér á svæðinu er frá Arnarstapa og verður ekið um Jökulháls, Eysteinsdal milli kl. 10 – 14:30 og Berserkjahraun milli kl. 14 – 18. …

Meira..»

Snappað á Snæ

Í síðustu viku hrintum við af stað Snapptjattinu Snaefellingar.is Fyrsti snappari var Dönsku daga nefndin sem hafði í nógu að snúast alla helgina og næst fór aðgangurinn yfir til Hafrúnar Bylgju Guðmundsdóttur sem kom víða við og ferðaðist snappið um FSN, Grundarfjörð, Breiðafjörð og hingað og þangað um Stykkishólm. Tilgangurinn …

Meira..»

Danskir dagar 2018

Danskir dagar voru haldnir s.l. helgi og fór hátíðin ágætlega fram. Fremur kalt var á föstudeginum þegar setningin fór fram og urðu sumir að hlýja sér sérstaklega vel á æsispennandi fótboltaleiknum á fótboltavellinum, sem endaði með jafntefli. Stúkusætin voru tekin hátíðlega í notkun við þetta tækifæri og var stemning á …

Meira..»

Votlendi á Snæfellsnesi

Í skýrslu frá samráðshóp um endurheimt votlendis sem kom út árið 2016 höfðu 4.200 km2 votlendis verið ræst fram en einungis 570 km2 þess lands voru skv. skýrslunni nýttir til jarðræktar. Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi er veruleg og einnig hefur framræsla haft áhrif á líffræðilega fjölbreytni og eiginleika lands …

Meira..»

Miðbærinn prentaður út

Mikið hefur verið í umræðunni s.l. daga miðbæjarskipulagið á Selfossi og var íbúakosning um það s.l. helgi þar sem þátttaka var góð og íbúar samþykktu fyrirhugað deiliskipulag. Skipulagið gerir ráð fyrir nýjum miðbæ byggðum í gömlum byggingarstíl. Sitt sýnist hverjum um þær hugmyndir en það þekkist víða að þegar verið …

Meira..»

Nýr tómstunda- og æskulýðsfulltrúi ráðinn

Í dag, miðvikudag var haldinn auka bæjarráðsfundur með eitt mál á dagskrá, sem var að fara yfir og afgreiða umsóknir um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Stykkishólmsbæjar. Sjö umsóknir bárust og voru fjórir aðilar boðaðir í viðtal. Bæjarstjóri sagði sig frá málinu vegna vanhæfis sökum fjölskyldutengsla og fór málið til Þórs …

Meira..»