Föstudagur , 16. nóvember 2018

Snæfellsnes

Talstöðvar að gjöf

Björgunarbátnum Björg barst góð gjöf á dögunum. Það var flutningafyrirtækið Sendó sem færði Björginni 4 VHF hand talstöðvar að gjöf, Sem er af gerðinni Vertex VX-454 frá Ísmar. Munu þær leysa af 4 eldri stöðvar sem voru komnar til ára sinna. Gunnþór Yngvason afhenti talstöðvarnar fyrir hönd eigenda Sendó þeirra …

Meira..»

Víkingur fær 14,3 milljónir í EM-framlag

KSÍ greiðir 453 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna EM í Frakklandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna, segir í tilkynningu frá KSÍ. Meðal félaga sem fá framlag frá KSÍ er Víkingur Ó sem fær 14.297.000. Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. …

Meira..»

Þjóðgarðsmiðstöð mun rísa á Hellissandi

Fyrsta skóflustungan að nýrri þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi var tekin á síðasta föstudag við hátíðlega athöfn. Það var Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sem tók skóflustunguna ásamt ungri stúlku úr Snæfellsbæ Sædísi Rún Heiðarsdóttur. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður árið 2001 og er því fimmtán ára á þessu ári. Árið 2006 var efnt til …

Meira..»

Danskir dagar í 22. sinn

Það viðraði vel í gær, föstudag, við upphaf Danskra daga sem nú eru haldnir í 22. sinn. Á föstudeginum var Loppumarkaður – Kolaportsmarkaður í sal Tónlistarskólans og var stöðugt rennerí af fólki og flestir festu kaup á einhverju með sögu, hvort sem það var nú brók, bók eða eitthvað annað. …

Meira..»

Flugeldar í björtu

Í Stykkishólmi árið 1994 var margt um að vera eins og víða um land í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Íbúafjöldi var 1265 manns. Lúðrasveitamót var haldið í Hólminum þetta sumar og Lúðrasveit Stykkishólms fór í margrómaða ferð til Noregs sama ár. Átakinu Ísland – allt árið var hrint af …

Meira..»

Danskir

Danskir dagar hafa verið haldnir hátíðlegir síðan ég-man-ekki-hvenær. Það skiptir ekki máli. Þeir hafa verið órjúfanlegur hluti af sumrinu í fjöldamörg ár. Einhver laug því að mér að þetta væri elsta bæjarhátíðin en það er líklegast bull. Þjóðhátíð í Eyjum er sönnun þess, sem dæmi. Dagarnir eru frábær leið til …

Meira..»

Ferðamál og söfn

Það fer ekki framhjá neinum að ferðamenn setja svip sinn á Stykkishólm í auknum mæli. Sú holskefla af ferðamönnum, sem hefur undanfarið gengið yfir Suðurland hefur farið framhjá okkur að nokkru leyti, til allrar hamingju, vilja sumir segja. Samt höfum öll orðið vör við aukinn ferðamannastraum, en okkur hefur skort …

Meira..»

Forval hjá VG

Nú liggur fyrir að farið verður í lokað forval hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi. Forvalið verður með þeim hætti að félagar í Vg í kjördæminu hafa rétt til þátttöku. Viðkomandi verður að hafa lögheimili í kjördæminu og hafa náð 16 ára aldri. Atkvæðisrétt hafa þeir sem eru skráðir í hreyfinguna …

Meira..»

Kaffi, konfekt og klarinettur

Sýningarsalurinn í Stykkishólms-kirkju verður opinn um helgina frá kl. 17-19 og verður heitt á könnunni og konfekt á boðstólum. Leiðsögn um sýninguna og kirkjuna í boði. Tónleikar verða næst í kirkjunni fimmtudaginn 18. ágúst þegar söngkonan Hanna Dóra Sturludóttir kemur fram með klarinettutríóinu Chalumeaux skipað þeim Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni …

Meira..»

Nýir stjórnendur í GSS

Nú styttist í upphaf skólastarfs hér í Stykkishólmi sem og víðar. Grunnskóli Stykkishólms verður settur 22. ágúst nk. og hefst skólastarf daginn eftir. Gunnar Svanlaugsson hefur látið af störfum sem skólastjóri og Berglind Axelsdóttir tekið við því starfi frá og með 3ja ágúst s.l. Sama dag tók Drífa Lind Harðardóttir …

Meira..»