Snæfellsnes

Breytingar

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells hefur látið af störfum hjá félaginu eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga. Ingi tekur við starfi þjálfara meistaraflokks karla hjá KR og leiðir yngriflokka þjálfun hjá félaginu. Ingi Þór hóf störf hjá Snæfelli 2009 og þjálfaði báða meistaraflokka auk þess að halda …

Meira..»

Hæfileikar á Hellissandsvelli

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Hellissandi föstudaginn 1. júní síðastliðinn. Þá voru æfingar fyrir Vesturland og Vestfirði hjá stelpum og strákum. Á æfingarnar voru mættir 17 strákar og 18 stelpur en það var Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar sem stýrði æfingunum. Jakob Skúlason stjórnarmaður heilsaði einnig upp á krakkana á …

Meira..»

Þakkir til Lions

Síðastliðinn föstudag komu Lionsmenn færandi hendi á heilsugæsluna í Stykkishólmi. Þeir færðu okkur öndunarmæli, svokallaða spirometriu sem mun nýtast vel við greiningu og meðferð sjúklinga með öndurarfærasjúkdóma. Það er gott að vita til þess að félög eins og Lions láta gott af sér leiða fyrir fólkið í bænum. Við færum …

Meira..»

Jöklarar í brons

Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir ætlar að láta steypa styttuna „Jöklarar“ í brons, sem staðsett er í sjómannagarðinum á Hellissandi. Þetta er kostnaðarsamt verkefni og er því verið að leita eftir fjárstyrk til að láta steypa verkið í endanlegt efni sem er brons en það var upphaflega gert í epoxý sem ekki …

Meira..»

Sumarsýning í Norska húsinu

Sunnudaginn 3. júní opnaði sumarsýning Norska hússins – BSH. Gluggi til fortíðar, gersemar nútíðar og arfur framtíðar: Endurgerð Norska hússins. Norska húsið í Stykkishólmi var byggt árið 1832 af Árna Thorlacius kaupmanni og útgerðarmanni og á sér langa og merkilega sögu. Árið 1970 ákvað Sýslunefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu að festa …

Meira..»

Streita fullorðinna minnst á landinu á Vesturlandi

Embætti landlæknis kynnti í gær lýðheilsuvísa ársins 2018 eftir heilbrigðisumdæmum. Hvers vegna lýðheilsuvísar? Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna …

Meira..»

Helgi er semidúx í MR

Helgi Sigtryggsson tvítugur Snæfellsbæingur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík fyrsta júní síðastliðinn. Helgi lauk prófi með hæstu einkunn nemenda eðlisfræðideilda og var semídúx skólans með ágætiseinkunn 9,83 en það er ein hæsta einkunn sem gefin hefur verið við skólann. Hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í flestum námsgreinum sem …

Meira..»

Grilluð keila

Komið þið sæl. Ég vil byrja á því að þakka Gunna fyrir áskorunina og veita mér þennan mikla heiður. Það sem ég ætla að bjóða uppá er grilluð keila. Þetta er mjög einfaldur réttur en gæti verið erfitt að fá keilu nema að þú þekkir mann sem þekkir annan mann. …

Meira..»

Krílakot 40 ára

Leikskólinn Krílakot verður 40 ára þann 19. ágúst í haust en þann dag árið 1978 opnaði leikskólinn í húsnæðinu við Brúarholt. Leikskóli hafði þó verið rekin í Ólafsvík frá árinu 1972 en þann 7. febrúar það ár opnaði fyrsti leikskólinn sem starfræktur var af Kvenfélagi Ólafsvíkur. Höfðu kvenfélagskonur unnið að …

Meira..»

Bláfáni í Stykkishólmi í 16.sinn

Mánudaginn 4.júní sl. fékk smábátahöfnin í Stykkishólmi afhenta umhverfisvottunina Bláfánann í sextánda skipti. Smábátahöfnin er aldursforseti í verkefninu ásamt þremur öðrum stöðum, en árið 2003 var fyrsta fánanum flaggað í Stykkishólmi, á Borgarfirði Eystra, í Bláa Lóninu og á Ylströndinni í Nauthólsvík. Smábátahöfnin hefur átt í góðu samstarfi við Náttúrustofu …

Meira..»