Miðvikudagur , 21. nóvember 2018

Snæfellsnes

Ungviðið

Í nýræktinni þessa dagana skoppa lömb um allar koppagrundir, en sauðburður er að komast af stað og sumstaðar lokið hjá frístundabændum. Hinu megin við holtið heyrist í ungviðinu á leikskólanum þar sem mikið fjör er á útileiksvæðinu sem berst yfir í nýrækt. S.l. föstudag var opið hús í leikskólanum í …

Meira..»

Samþykkt um fjölda bílastæða

Fyrir skömmu var samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Stykkishólmi staðfest af Bæjarstjórn. Er þar skerpt á viðmiðum um bílastæði innan lóðar við útgáfu byggingarleyfa vegna breyttrar notkunar á húsnæði auk þess sem skýrar reglur liggja nú fyrir vegna bílastæðamála við heimili og rekstur af margvíslegu tagi, hvort heldur …

Meira..»

Gestastofan í þjóðgarðinum komin inn á fjárhagsáætlun ríkistjórnar

Ársfundur Umhverfisstofnunar var haldinn s.l. föstudag.  Þar ávarpaði Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis- og auðlindaráðherra fundinn og sagði m.a.: “Í lok vetrar fékk í hendur ágæta vinnu um hvernig styrkja mætti gott samstarf enn betur á milli Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar . Sameiginlegir snertifletir eru margir og starfsfólk beggja stofnana búa að dýrmætri …

Meira..»

Jón Björnsson nýr þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Jón Björnsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Jón er með BSc próf í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur starfað við landvörslu í Hornstrandarfriðlandinu frá árinu 2000 og sem sérfræðingur Hornstrandarfriðlandsins 2008-2015. Undanfarið rúmt ár hefur hann unnið sem sérfræðingur á Suðurlandi og Friðlandi að Fjallabaki …

Meira..»

Samkór Kópavogs og Breiðfirðingakórinn í Stykkishólmskirkju

Næst komandi laugardag heldur Samkór Kópavogs tónleika í Stykkishólmskirkju kl. 17 þar sem Breiðfirðingakórinn í Reykjavík verður gestakór. Samkór Kópavogs var stofnaður árið 1966 af framsæknum og söngelskum Kópavogsbúum og fagnar því 50 ára afmæli sínu nú í ár. Kórinn er nú skipaður áttatíu félögum en þess má geta að …

Meira..»

Æfing og mót hjá SamVest

Föstudaginn 22. apríl sl. var haldin samæfing í frjálsum íþróttum á vegum Sam-Vest. SamVest er samstarf í frjálsum íþróttum milli sjö héraðssambanda á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Fyrir ári sömdu SamVest og frjálsíþróttadeild FH um samstarf og eru samæfingar nú haldnar 3svar á vetri í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika …

Meira..»

Fjórir umsækjendur

Fjórir sóttu um stöðu skólastjóra Grunnskóla Stykkishólms sem auglýst var nýlega: Berglind Axelsdóttir aðstoðarskólastjóri GSS, Dorota Feria Escobedo vörustjóri, Drífa Lind Harðardóttir umsjónarkennari hjá Hjallastefnu og Svandís Egilsdóttir skólastjóri Gr.sk.Borgarfjarðar eystra. Starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins Attentus-Mannauður og ráðgjöf vinna nú úr umsóknum og leggja fram tillögu til bæjarstjórnar sem tekur endanlega ákvörðun …

Meira..»

Íslandsmeistarar þriðja árið í röð

Þær hafa staðið í ströngu Snæfellsstelpurnar síðustu dagana í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Eftir öflugan leik hér heima s.l. sunnudag var jafnt komið með liðunum og því var leikinn oddaleikur í Hafnarfirðinum s.l. þriðjudagskvöld gegn Haukum. Leikurinn var æsispennandi en Snæfell tók forystu í fyrsta leikhluta og hélt til leiksloka. Í þriðja …

Meira..»

Sumarkomu fagnað á Leir 7

Þær Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Lára Gunnarsdóttir bjóða Hólmurum og gestum hvaðanæva að í opið hús á verkstæði sitt við Aðalgötu 20 á sumardaginn fyrsta. Þar hafa þær stöllur um nokkurt skeið starfað undir sama þaki. Í Leir 7 vinnur Sigríður Erla með leirinn frá Ytri-Fagradal m.a. í borðbúnað og …

Meira..»