Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Snæfellsnes

Æfingabúðir í frjálsum 15.-16. júní

SamVest stefnir að því að hafa 2ja daga æfingabúðir fyrir 10 ára og eldri í Borgarnesi 15. – 16. júní nk. Planið er æfing og skemmtun í bland og svo er endað á stuttu æfingamóti á fimmtudeginum. Kristín Halla hefur umsjón með þjálfuninni og einnig höfum við leitað til gestaþjálfara. …

Meira..»

Fyrsta skóflustunga tekin að reiðskemmu

Laugardaginn 4. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustunga tekin að reiðskemmu á svæði Hesta-mannafélagi Stykkishólms (HEFST) við Fákaborg. Það voru krakkarnir í HEFST sem tóku skóflustunguna en mjög líflegt barnastarf hefur verið í félaginu í vetur og mun þessi aðstaða bæta verulega úr í þeim málaflokki, þar sem ítrekað hefur þurft …

Meira..»

Sjómannadagur í Stykkishólmi

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land s.l. helgi og í Stykkishólmi á Sjómannadaginn sjálfan.  Sjómennirnir Páll Guðmundsson og Henry Ólafsson voru heiðraðir við Sjómannamessu í Stykkishólmskirkju.  Lúðrasveit Stykkishólms marseraði frá Tónlistarskóla niður á hafnarsvæðið í dýrindis veðurblíðu og tóku hátíðahöld þá við með ýmsum kappraunum á milli skipsáhafna.  Í …

Meira..»

Endurbyggingu Lárubúð lokið

Þeir voru ófáir sem lögðu leið sína í „Láru Bjarnabúð” í síðustu viku. Höfðu margir sýnt áhuga á að skoða húsið eftir miklar endurbætur sem gerðar hafa verið á þessu gamla húsi sem stendur við Ennisbraut 2 í Ólafsvík. Það er hverju bæjarfélagi ómetanlegt þegar gömul hús og sérstaklega þau …

Meira..»

ATON sýning

Norska húsið hefur sett upp sýningu um húsgagnasmiðjuna Aton sem rekin var um árabil hér í Stykkishólmi. Margar gerðir húsgagna eru til sýnins og saga Aton rakin. Að undirbúningi kom fjölskylda Dagbjarts Stígssonar sem var stofnandi Aton en einnig var Sigríður Hanna Jóhannesdóttir ötul að safna saman munum á sýninguna. …

Meira..»

Göngum saman – þakkir

Árleg styrktarganga Göngum saman var haldin á 16 stöðum á landinu á mæðradaginn 8 maí. Við hér í Stykkishólmi höfum verið með í þessu verkefni frá 2009. Seldur var varningur í Bónus á föstudaginn og einnig í íþróttahúsi á sunnudag. Gengið var upp í Arnarborg í sól og blíðu. Um …

Meira..»

Aflahæstur?

Nú er vetrarvertíð lokið hjá netabátum. Þórsnes hefur verið fengsælt á vertíðinni en fram kemur á fram á aflafrettir.is þá er Þórsnesið aflahæsti netabáturinn á vertíðinni. Frá síðasta hausti hefur Þórsnesið landað um 2800 tonnum skv. upplýsingum á vef Fiskistofu. Þórsnesið kláraði á þriðjudag og fer næst á veiðar í …

Meira..»